Veltiár framundan Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum. Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endurvarp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma. Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki. Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti. Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ? þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis. Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að komu mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum. Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endurvarp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma. Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki. Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti. Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ? þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis. Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að komu mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar