Þvertekur fyrir kynjamismunun þótt munur hafi verið á launum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2018 13:01 Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason. RÚV Atli Fannar Bjarkason og Bergind Festival Pétursdóttir hafa frá og með haustinu 2018 fengið sömu laun greidd fyrir aðkomu sína að Vikunni, föstudagsviðtalsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV. Áður var Atli Fannar með hærri laun en Berglind. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.Fréttablaðið/StefánVerkefni Berglindar stækkað Skarphéðinn segir að verkefni Berglindar hafi stækkað í haust og því hafi, að frumkvæði RÚV, verið ákveðið að hækka við hana launin. Til jafns við Atla Fannar. Bæði eru að hefja sitt þriðja ár í þáttunum. Berglind hefur verið með innslög í þættinum þar sem hún fer út í bæ, tekur fólk tali og setur í skoplegan búning. Innslögin eru oft tengd málefnum líðandi stundar. Auk innslaganna stendur Berglind vaktina fyrir þáttinn á föstudagskvöldum. Þar er fólk á Twitter hvatt til að taka þátt í umræðunni undir merkinu #vikan. Atli Fannar hefur verið með innslög í anda bandarískra þáttastjórnenda á borð við John Oliver, þar sem farið er yfir fréttir vikunnar á skoplegan hátt.Gísli Marteinn kom af fjöllum Ómar Valdimarsson, lögmaður og fyrrverandi fréttaritari Bloomberg á Íslandi, benti á það í færslu á Facebook á föstudagskvöldið, að loknum þættinum, að pottur væri brotinn þegar kæmi að launum þeirra Atla Fannars og Berglindar. Hann sagði Berglindi með helmingi lægri laun en Atla Fannar. „Ég gef náttúrulega ekki upp heimildamenn mína, en þetta er staðreynd og það sauð víst upp úr í Efstaleitinu vegna þessa um daginn,“ sagði Ómar í athugasemd við eigin færslu. Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, spurði þáttastjórnandann Gísla Martein út í fullyrðingar Ómars á Twitter. Gísli Marteinn svaraði um hæl: „En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.“Ég sé að þú hefur meiri áhuga á þessu en þættinum sjálfum. En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 3, 2018 „Klárlega engin kynjamismunun“ Það var þó aðeins nýlega sem launin voru jöfnuð. Skarphéðinn bendir á að Atli Fannar og Berglind séu verktakar hjá RÚV. Ólíkt hjá launþegum þá séu verktakagreislur metnar út frá vinnuframlagi, hversu flókin dagskrárgerðin sé. „Það breyttist nú nýlega, þá breyttist greiðslan,“ segir Skarphéðinn. RÚV fylgi mjög ströngu jafnlaunaferli en þegar komi að verktökum vandist málið. Það þurfi að meta hverju sinni. Nýjum innslögum Berglindar, í tengslum við hundrað ára fullveldisafmæli, hafi kallað á frekari handritsvinnu. „Hjá Atla hefur þetta verið tvískipt, performans og handritsvinna,“ segir Skarphéðinn. Hans vinna hafi verið meiri fram til þessa að sögn dagskrárstjórans. En nú þegar þau hafi séð þá auknu vinnu sem færi í handritsvinnu hjá Berglindi í nýju innslögunum hafi verið ákveðið að breyta kjörum hennar. Hækka þau til jafns við Atla Fannar. Hann vísar því alfarið á bug að soðið hafi upp úr í Efstaleitinu á dögunum. Þá sé af og frá að Berglind hafi verið á helmingi lægri launum. „Það er klárlega engin kynjamismunun.“Jafnlaunastefna nær ekki til verktaka Hluti af jafnréttisáætlun RÚV er að innleiða jafnlaunastaðal og fá hann vottaðan. Um leið verði sett jafnlaunastefna hjá fyrirtækinu. Verkefnið er á ábyrgð Þóru Margrétar Pálsdóttur mannauðsstjóra. Þóra Margrét segir í samtali við Vísi að undirbúningur að vottun sé í fullum gangi. Verkefnið nái þó ekki til verktaka hjá RÚV líkt og Atla Fannars og Berglindar. „Ekki enn sem komið er,“ segir Þóra Margrét. Atli Fannar og Berglind tilheyra hópi hundruða verktaka hjá RÚV árlega, í misstórum hlutverkum. Meðal verktaka má nefna ýmsa þáttastjórnendur í útvarpi hjá RÚV og svo fólk sem kemur að einstökum verkefnum, svo sem Söngvakeppninni og Áramótaskaupinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason og Bergind Festival Pétursdóttir hafa frá og með haustinu 2018 fengið sömu laun greidd fyrir aðkomu sína að Vikunni, föstudagsviðtalsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV. Áður var Atli Fannar með hærri laun en Berglind. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.Fréttablaðið/StefánVerkefni Berglindar stækkað Skarphéðinn segir að verkefni Berglindar hafi stækkað í haust og því hafi, að frumkvæði RÚV, verið ákveðið að hækka við hana launin. Til jafns við Atla Fannar. Bæði eru að hefja sitt þriðja ár í þáttunum. Berglind hefur verið með innslög í þættinum þar sem hún fer út í bæ, tekur fólk tali og setur í skoplegan búning. Innslögin eru oft tengd málefnum líðandi stundar. Auk innslaganna stendur Berglind vaktina fyrir þáttinn á föstudagskvöldum. Þar er fólk á Twitter hvatt til að taka þátt í umræðunni undir merkinu #vikan. Atli Fannar hefur verið með innslög í anda bandarískra þáttastjórnenda á borð við John Oliver, þar sem farið er yfir fréttir vikunnar á skoplegan hátt.Gísli Marteinn kom af fjöllum Ómar Valdimarsson, lögmaður og fyrrverandi fréttaritari Bloomberg á Íslandi, benti á það í færslu á Facebook á föstudagskvöldið, að loknum þættinum, að pottur væri brotinn þegar kæmi að launum þeirra Atla Fannars og Berglindar. Hann sagði Berglindi með helmingi lægri laun en Atla Fannar. „Ég gef náttúrulega ekki upp heimildamenn mína, en þetta er staðreynd og það sauð víst upp úr í Efstaleitinu vegna þessa um daginn,“ sagði Ómar í athugasemd við eigin færslu. Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, spurði þáttastjórnandann Gísla Martein út í fullyrðingar Ómars á Twitter. Gísli Marteinn svaraði um hæl: „En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.“Ég sé að þú hefur meiri áhuga á þessu en þættinum sjálfum. En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 3, 2018 „Klárlega engin kynjamismunun“ Það var þó aðeins nýlega sem launin voru jöfnuð. Skarphéðinn bendir á að Atli Fannar og Berglind séu verktakar hjá RÚV. Ólíkt hjá launþegum þá séu verktakagreislur metnar út frá vinnuframlagi, hversu flókin dagskrárgerðin sé. „Það breyttist nú nýlega, þá breyttist greiðslan,“ segir Skarphéðinn. RÚV fylgi mjög ströngu jafnlaunaferli en þegar komi að verktökum vandist málið. Það þurfi að meta hverju sinni. Nýjum innslögum Berglindar, í tengslum við hundrað ára fullveldisafmæli, hafi kallað á frekari handritsvinnu. „Hjá Atla hefur þetta verið tvískipt, performans og handritsvinna,“ segir Skarphéðinn. Hans vinna hafi verið meiri fram til þessa að sögn dagskrárstjórans. En nú þegar þau hafi séð þá auknu vinnu sem færi í handritsvinnu hjá Berglindi í nýju innslögunum hafi verið ákveðið að breyta kjörum hennar. Hækka þau til jafns við Atla Fannar. Hann vísar því alfarið á bug að soðið hafi upp úr í Efstaleitinu á dögunum. Þá sé af og frá að Berglind hafi verið á helmingi lægri launum. „Það er klárlega engin kynjamismunun.“Jafnlaunastefna nær ekki til verktaka Hluti af jafnréttisáætlun RÚV er að innleiða jafnlaunastaðal og fá hann vottaðan. Um leið verði sett jafnlaunastefna hjá fyrirtækinu. Verkefnið er á ábyrgð Þóru Margrétar Pálsdóttur mannauðsstjóra. Þóra Margrét segir í samtali við Vísi að undirbúningur að vottun sé í fullum gangi. Verkefnið nái þó ekki til verktaka hjá RÚV líkt og Atla Fannars og Berglindar. „Ekki enn sem komið er,“ segir Þóra Margrét. Atli Fannar og Berglind tilheyra hópi hundruða verktaka hjá RÚV árlega, í misstórum hlutverkum. Meðal verktaka má nefna ýmsa þáttastjórnendur í útvarpi hjá RÚV og svo fólk sem kemur að einstökum verkefnum, svo sem Söngvakeppninni og Áramótaskaupinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira