Norska ríkisstjórnin heldur velli Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2018 17:28 Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, Trine Skei Grande , formaður Venstre, Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins daginn eftir kosningar í september. Saman hafa þau myndað svonefnda bláa blokk í norskum stjórnmálum. Vísir/AFP Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins í Noregi ákvað að halda áfram stuðningi sínum við hægristjórn Ernu Solberg forsætisráðherra í dag. Knut Arild Hareide, formaður flokksins, ætlar að segja af sér í kjölfarið en hann vildi vinna með flokkum af vinstri vængnum. Hægriflokkur Solberg og Framfaraflokkurinn hafa unnið saman í ríkisstjórn frá árinu 2013 með stuðningi Venstre og Kristilega þjóðarflokksins. Venstre gekk síðan til liðs við stjórnina í janúar en þjóðarflokkurinn stóð áfram utan hennar þó að hann héldi áfram stuðningi við hana. Hareide lýsti því óvænt yfir að hann vildi frekar samstarf við vinstri blokkina á norska Stórþinginu fyrir fimm vikum. Flokkurinn hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarið og á það á hættu að þurrkast út. Hareide hefur jafnframt sagt að hann vilji ekki vinna með Framfaraflokknum sem er lengst til hægri í norskum stjórnmálum. Greidd voru atkvæði á aukalandsfundi flokksins í dag og vildi meirihluti halda tryggð við núverandi ríkisstjórn, að sögn norska ríkisútvarpsins. Níutíu og átta fulltrúar greiddu atkvæði með því að halda stuðningnum áfram en níutíu vildi fylgja formanninum. Hareide lýsti yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna og segist ætla að segja af sér sem formaður en halda áfram sem þingmaður. Norðurlönd Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi segist munu segja af sér sem formaður flokksins ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. 2. nóvember 2018 11:36 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins í Noregi ákvað að halda áfram stuðningi sínum við hægristjórn Ernu Solberg forsætisráðherra í dag. Knut Arild Hareide, formaður flokksins, ætlar að segja af sér í kjölfarið en hann vildi vinna með flokkum af vinstri vængnum. Hægriflokkur Solberg og Framfaraflokkurinn hafa unnið saman í ríkisstjórn frá árinu 2013 með stuðningi Venstre og Kristilega þjóðarflokksins. Venstre gekk síðan til liðs við stjórnina í janúar en þjóðarflokkurinn stóð áfram utan hennar þó að hann héldi áfram stuðningi við hana. Hareide lýsti því óvænt yfir að hann vildi frekar samstarf við vinstri blokkina á norska Stórþinginu fyrir fimm vikum. Flokkurinn hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarið og á það á hættu að þurrkast út. Hareide hefur jafnframt sagt að hann vilji ekki vinna með Framfaraflokknum sem er lengst til hægri í norskum stjórnmálum. Greidd voru atkvæði á aukalandsfundi flokksins í dag og vildi meirihluti halda tryggð við núverandi ríkisstjórn, að sögn norska ríkisútvarpsins. Níutíu og átta fulltrúar greiddu atkvæði með því að halda stuðningnum áfram en níutíu vildi fylgja formanninum. Hareide lýsti yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna og segist ætla að segja af sér sem formaður en halda áfram sem þingmaður.
Norðurlönd Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi segist munu segja af sér sem formaður flokksins ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. 2. nóvember 2018 11:36 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00
Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi segist munu segja af sér sem formaður flokksins ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. 2. nóvember 2018 11:36
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“