Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2018 11:36 Knut Arild Hareide segist ætla segja af sér sem formaður ákveði landsfundur að flokkurinn skuli áfram tilheyra bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. EPA/Lisa Aserud Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, segist munu segja af sér sem formaður flokksins, ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. Kristilegir demókratar verja stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli og er ljóst að ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra myndi falla ákveði Kristilegi þjóðarflokkurinn að ganga til liðs við Verkamannaflokkinn og hina flokkana í rauðu blokkinni. Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins fer nú fram í Gardermoen. Hareide ávarpaði landsfundinn í morgun þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni. Búist er við að það muni liggja fyrir síðdegis hvor leiðin verði ofan á – að flokkurinn verði áfram stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar, eða gangi til liðs við rauðu blokkina.Bláliðar fleiri Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og liggur fyrir að aðeins fleiri „bláliðar“ hafi valist á þingið. Hareide náði því í gegn í morgun að kosningin verði leynileg. Hareide hefur sagt bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Klofinn í herðar niður Kristilegi þjóðarflokkurinn er klofinn í herðar niður vegna málsins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu og hefur sjaldan eða aldrei mælst með minna fylgi en í skoðanakönnunum nú. Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, segist munu segja af sér sem formaður flokksins, ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. Kristilegir demókratar verja stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli og er ljóst að ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra myndi falla ákveði Kristilegi þjóðarflokkurinn að ganga til liðs við Verkamannaflokkinn og hina flokkana í rauðu blokkinni. Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins fer nú fram í Gardermoen. Hareide ávarpaði landsfundinn í morgun þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni. Búist er við að það muni liggja fyrir síðdegis hvor leiðin verði ofan á – að flokkurinn verði áfram stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar, eða gangi til liðs við rauðu blokkina.Bláliðar fleiri Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og liggur fyrir að aðeins fleiri „bláliðar“ hafi valist á þingið. Hareide náði því í gegn í morgun að kosningin verði leynileg. Hareide hefur sagt bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Klofinn í herðar niður Kristilegi þjóðarflokkurinn er klofinn í herðar niður vegna málsins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu og hefur sjaldan eða aldrei mælst með minna fylgi en í skoðanakönnunum nú.
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04