Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Tvö kerti loguðu í gærkvöldi framan við einbýlishúsið Kirkjuveg 18 á Selfossi. Vísir/EgillA Karl og kona létu lífið í eldsvoðanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi á miðvikudaginn. Þau fundust á efri hæð hússins í gær. Karlmaður fæddur 1965, sem er húsráðandi, og kona fædd 1973, sem var einnig í húsinu, voru í gærkvöld bæði úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. „Vinnu á vettvangi er lokið og húsið hefur verið afhent tryggingafélagi,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Fréttablaðið um kvöldmatarleytið í gær. Fyrr um daginn gerði lögregla kröfu um gæsluvarðhald yfir húsráðandanum á Kirkjuvegi 18 og konu sem var gestkomandi þar þegar eldurinn braust út. Orðið var við kröfunni sem byggð var á rannsóknarhagsmunum í Héraðsdómi Suðurlands á níunda tímanum í gærkvöldi. Oddur vildi að svo komnu máli ekki gefa upp hvers menn hefðu orðið vísari. „Við höldum nokkuð þétt að okkur spilunum með efni rannsóknarinnar,“ sagði hann og vísaði í tilkynningur frá lögreglunni. Þar kom fram að grunur lék á íkveikju. „Það er grunur um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ staðfesti Oddur. „Það er til rannsóknar hvernig það atvikaðist,“ svaraði hann aðspurður hvort talið sé eldurinn hafi komið upp fyrir slysni eða hvort kveikt hafi verið í af ásettu ráði. Enn fremur sagði yfirlögregluþjónninn aðspurður að engin játning lægi fyrir.Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.Lögreglan á Suðurlandi.Fram kom í viðtali Stöðvar 2 í gærkvöldi við æskufélaga og nágranna húsráðandans að þeir hefðu ræðst við þegar sá síðarnefndi kom út úr brennandi húsinu. Þá hafi húsráðandinn gefið tilteknar skýringar á því sem gerst hafði. Vildi nágranninn ekki gefa upp nánar hvað þeim fór á milli. Oddur sagði karlmanninn sem sé í haldi vera húsráðanda. „Hin voru gestkomandi og búin að vera mismundandi lengi,“ sagði hann. „Ég held að orðið neyslufélagar sé rétta orðið,“ svaraði hann um tengsl fólksins. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Karl og kona létu lífið í eldsvoðanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi á miðvikudaginn. Þau fundust á efri hæð hússins í gær. Karlmaður fæddur 1965, sem er húsráðandi, og kona fædd 1973, sem var einnig í húsinu, voru í gærkvöld bæði úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. „Vinnu á vettvangi er lokið og húsið hefur verið afhent tryggingafélagi,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Fréttablaðið um kvöldmatarleytið í gær. Fyrr um daginn gerði lögregla kröfu um gæsluvarðhald yfir húsráðandanum á Kirkjuvegi 18 og konu sem var gestkomandi þar þegar eldurinn braust út. Orðið var við kröfunni sem byggð var á rannsóknarhagsmunum í Héraðsdómi Suðurlands á níunda tímanum í gærkvöldi. Oddur vildi að svo komnu máli ekki gefa upp hvers menn hefðu orðið vísari. „Við höldum nokkuð þétt að okkur spilunum með efni rannsóknarinnar,“ sagði hann og vísaði í tilkynningur frá lögreglunni. Þar kom fram að grunur lék á íkveikju. „Það er grunur um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ staðfesti Oddur. „Það er til rannsóknar hvernig það atvikaðist,“ svaraði hann aðspurður hvort talið sé eldurinn hafi komið upp fyrir slysni eða hvort kveikt hafi verið í af ásettu ráði. Enn fremur sagði yfirlögregluþjónninn aðspurður að engin játning lægi fyrir.Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.Lögreglan á Suðurlandi.Fram kom í viðtali Stöðvar 2 í gærkvöldi við æskufélaga og nágranna húsráðandans að þeir hefðu ræðst við þegar sá síðarnefndi kom út úr brennandi húsinu. Þá hafi húsráðandinn gefið tilteknar skýringar á því sem gerst hafði. Vildi nágranninn ekki gefa upp nánar hvað þeim fór á milli. Oddur sagði karlmanninn sem sé í haldi vera húsráðanda. „Hin voru gestkomandi og búin að vera mismundandi lengi,“ sagði hann. „Ég held að orðið neyslufélagar sé rétta orðið,“ svaraði hann um tengsl fólksins.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47
Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44
Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26