Skaðinn skeður Hörður Ægisson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Peningastefnunefnd Seðlabankans er vandi á höndum. Við aðrar og eðlilegri aðstæður, þar sem útlit væri fyrir kjarasamninga sem myndu styðja við stöðugleika og auka líkur á mjúkri lendingu, væri útilokað að vextir yrðu hækkaðir. Staðan í dag er því miður allt önnur. Ástæður þessa eru flestum vel kunnar. Óvissa á vinnumarkaði hefur aukist til muna eftir að stærstu stéttarfélögin opinberuðu kröfugerðir sínar sem myndu, næðu þær fram að ganga, hækka launakostnað fyrirtækja um meira en 100 prósent. Afleiðingarnar eftir að þessar glórulausu kröfur voru settar fram, sem eru sagðar „hófsamar“ og „ábyrgar“, hafa verið fyrirsjáanlegar og birtast ekki hvað síst í því að gengi krónunnar hefur gefið mjög eftir á skömmum tíma og verðbólguvæntingar hafa í kjölfarið rokið upp. Tímabil verðstöðugleika er að renna sitt skeið á enda og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verðbólgan verði komin vel upp fyrir fjögur prósent um mitt næsta ár. Flestir greinendur gera því ráð fyrir því að vextir Seðlabankans verði hækkaðir þegar peningastefnunefndin kemur saman næstkomandi miðvikudag. Slík vaxtahækkun, sem verður þá í boði leiðtoga helstu verkalýðshreyfinga landsins, mun koma á afar slæmum tíma núna þegar hagkerfið er að kólna mun meira og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ef Seðlabankinn væri með nægjanlega mikinn trúverðugleika, þar sem hann gæti horft fram hjá hækkandi verðbólguvæntingum til skamms tíma, væru líkur á vaxtahækkun eflaust mun minni. Svo er hins vegar ekki heldur hefur lítil og stöðug verðbólga síðustu ára fremur grundvallast á sterku gengi krónunnar og hagstæðum ytri aðstæðum. Sá valkostur að gera ekki neitt er þess vegna líklega ekki í boði heldur er spurningin aðeins hvort nefndin muni samhliða vaxtahækkun stíga löngu tímabært skref og samþykkja að losa um innflæðishöft á fjárfestingar erlendra aðila í skuldabréfum. Hafi verið rök fyrir því að setja á innflæðishöft á sínum tíma þá eiga þau alls ekki lengur við í dag. Vaxtamunur við útlönd, einkum gagnvart Bandaríkjunum, hefur snarminnkað og gengið hefur hríðfallið. Röksemdir seðlabankastjóra um að afnám haftanna gæti leitt til mikillar gengisstyrkingar sem aftur gæti valdið skaða og óvissu halda ekki lengur vatni. Öllum má vera ljóst að hætta á ofrisi krónunnar við núverandi aðstæður er hverfandi. Hættan er hins vegar sú að þótt losað verði um höftin þá verði þær breytingar of litlar og gangi of skammt. Skaðinn er um margt skeður, sem endurspeglast í hækkandi áhættuálagi á Ísland, og því er ólíklegt að innflæði fjármagns muni aukast til muna. Það er áhyggjuefni. Fjármagn til fyrirtækja er nú af skornum skammti og Ísland þarf nauðsynlega á erlendum fjárfestum að halda til að standa undir hagvexti á komandi árum. Væntanleg vaxtahækkun Seðlabankans ætti að vera áminning um hvað skiptir hagsmuni meginþorra almennings mestu máli. Stöðugleiki og lægri vextir. Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins hafa vextir lækkað verulega á undanförnum árum – vextir á húsnæðislánum hafa þannig aldrei verið lægri – og margt hefur bent til að Ísland gæti, ef rétt væri haldið á spilunum, farið að þokast í átt til þess að vera líkara lágvaxtalöndum. Sá málflutningur sem við heyrum frá nýjum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur hins vegar sett af stað atburðarás sem mun að óbreyttu leiða til hans gagnstæða. Þeir sem munu borga reikninginn fyrir þetta rugl eru venjulegt íslenskt launafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans er vandi á höndum. Við aðrar og eðlilegri aðstæður, þar sem útlit væri fyrir kjarasamninga sem myndu styðja við stöðugleika og auka líkur á mjúkri lendingu, væri útilokað að vextir yrðu hækkaðir. Staðan í dag er því miður allt önnur. Ástæður þessa eru flestum vel kunnar. Óvissa á vinnumarkaði hefur aukist til muna eftir að stærstu stéttarfélögin opinberuðu kröfugerðir sínar sem myndu, næðu þær fram að ganga, hækka launakostnað fyrirtækja um meira en 100 prósent. Afleiðingarnar eftir að þessar glórulausu kröfur voru settar fram, sem eru sagðar „hófsamar“ og „ábyrgar“, hafa verið fyrirsjáanlegar og birtast ekki hvað síst í því að gengi krónunnar hefur gefið mjög eftir á skömmum tíma og verðbólguvæntingar hafa í kjölfarið rokið upp. Tímabil verðstöðugleika er að renna sitt skeið á enda og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verðbólgan verði komin vel upp fyrir fjögur prósent um mitt næsta ár. Flestir greinendur gera því ráð fyrir því að vextir Seðlabankans verði hækkaðir þegar peningastefnunefndin kemur saman næstkomandi miðvikudag. Slík vaxtahækkun, sem verður þá í boði leiðtoga helstu verkalýðshreyfinga landsins, mun koma á afar slæmum tíma núna þegar hagkerfið er að kólna mun meira og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ef Seðlabankinn væri með nægjanlega mikinn trúverðugleika, þar sem hann gæti horft fram hjá hækkandi verðbólguvæntingum til skamms tíma, væru líkur á vaxtahækkun eflaust mun minni. Svo er hins vegar ekki heldur hefur lítil og stöðug verðbólga síðustu ára fremur grundvallast á sterku gengi krónunnar og hagstæðum ytri aðstæðum. Sá valkostur að gera ekki neitt er þess vegna líklega ekki í boði heldur er spurningin aðeins hvort nefndin muni samhliða vaxtahækkun stíga löngu tímabært skref og samþykkja að losa um innflæðishöft á fjárfestingar erlendra aðila í skuldabréfum. Hafi verið rök fyrir því að setja á innflæðishöft á sínum tíma þá eiga þau alls ekki lengur við í dag. Vaxtamunur við útlönd, einkum gagnvart Bandaríkjunum, hefur snarminnkað og gengið hefur hríðfallið. Röksemdir seðlabankastjóra um að afnám haftanna gæti leitt til mikillar gengisstyrkingar sem aftur gæti valdið skaða og óvissu halda ekki lengur vatni. Öllum má vera ljóst að hætta á ofrisi krónunnar við núverandi aðstæður er hverfandi. Hættan er hins vegar sú að þótt losað verði um höftin þá verði þær breytingar of litlar og gangi of skammt. Skaðinn er um margt skeður, sem endurspeglast í hækkandi áhættuálagi á Ísland, og því er ólíklegt að innflæði fjármagns muni aukast til muna. Það er áhyggjuefni. Fjármagn til fyrirtækja er nú af skornum skammti og Ísland þarf nauðsynlega á erlendum fjárfestum að halda til að standa undir hagvexti á komandi árum. Væntanleg vaxtahækkun Seðlabankans ætti að vera áminning um hvað skiptir hagsmuni meginþorra almennings mestu máli. Stöðugleiki og lægri vextir. Sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins hafa vextir lækkað verulega á undanförnum árum – vextir á húsnæðislánum hafa þannig aldrei verið lægri – og margt hefur bent til að Ísland gæti, ef rétt væri haldið á spilunum, farið að þokast í átt til þess að vera líkara lágvaxtalöndum. Sá málflutningur sem við heyrum frá nýjum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur hins vegar sett af stað atburðarás sem mun að óbreyttu leiða til hans gagnstæða. Þeir sem munu borga reikninginn fyrir þetta rugl eru venjulegt íslenskt launafólk.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun