Fatatíska Soffíu Danadrottningar markar aldur predikunarstólsins Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2018 21:00 Ásmundur Þórarinsson, bóndi á Vífilsstöðum, bendir á myndirnar af dönsku konungshjónunum á predikunarstólnum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sérfræðingar um fatatísku geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum, það vita þeir í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Vegna glöggra tískusérfræðinga telja Tungumenn sig nú geta fullyrt að sóknarkirkjan þeirra að Kirkjubæ varðveiti elsta predikunarstól landsins, og það frá tíma Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er ekki aðeins að kirkjan að Kirkjubæ í Hróarstungu þyki fögur, kirkjustæðið þykir magnað en kirkjan kallast á við Dyrfjöllin, helsta djásn Austurlands.Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu. Fjær má sjá Dyrfjöll. Síðasti presturinn, Sigurjón Jónsson, sat staðinn til ársins 1956 og hann skráði hjá sér að séð frá Kirkjubæ kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla tvisvar á ári, 25. mars og 9. september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Inni í kirkjunni er einnig merkilegur gripur, sjálfur predikunarstólinn, sem þeir Hróarstungumenn vilja meina að sé sá elsti á landinu. Hann sé frá því skömmu eftir siðaskipti, þegar eignarhald á kirkjunum hafði færst frá páfanum í Róm til danska konungsvaldsins. Helsta sönnunin, segir Ásmundur Þórarinsson, eru myndirnar á stólnum, en þá þótti tilhlýðilegt að mála mynd af ríkjandi Danakonungi. Stóllinn sýnir Friðrik annan og drottningu hans, Soffíu af Mecklenburg, sem afmarkar tímann frá 1559 til 1588. Konungshjónin varð auðvitað að sýna í fatatísku samtímans og þá kom röðin að tískusérfræðingum að fylla ennþá betur í myndina.Friðrik annar Danakonungur, til vinstri, ríkti frá 1559 til 1588. Til hægri er drottning hans, Soffía af Mecklenburg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það voru nú Danir, sérfræðingar við Þjóðminjasafnið í Danmörku, sem litu á myndir af stólnum og þeir fundu það út að þessi tíska, sem þau eru í, þetta voru nokkurskonar hvursdagsföt fyrir konungshjónin, - þetta er ekki sparifatnaður. Tískan segir fyrir að þetta er svona 1584 eða 5, eitthvað svoleiðis,“ segir Ásmundur. Það var einmitt Friðrik annar Danakonungur sem skipaði Guðbrand Þorláksson biskup að Hólum árið 1571 og veitti honum leyfi til að prenta Guðbrandsbiblíuna, sem út kom árið 1584. Nánar er fjallað um predikunarstólinn og Kirkjubæjarkirkju í þættinum „Um land allt“ sem er um mannlíf í Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Sérfræðingar um fatatísku geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum, það vita þeir í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Vegna glöggra tískusérfræðinga telja Tungumenn sig nú geta fullyrt að sóknarkirkjan þeirra að Kirkjubæ varðveiti elsta predikunarstól landsins, og það frá tíma Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er ekki aðeins að kirkjan að Kirkjubæ í Hróarstungu þyki fögur, kirkjustæðið þykir magnað en kirkjan kallast á við Dyrfjöllin, helsta djásn Austurlands.Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu. Fjær má sjá Dyrfjöll. Síðasti presturinn, Sigurjón Jónsson, sat staðinn til ársins 1956 og hann skráði hjá sér að séð frá Kirkjubæ kæmi sólin upp í dyrum Dyrfjalla tvisvar á ári, 25. mars og 9. september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Inni í kirkjunni er einnig merkilegur gripur, sjálfur predikunarstólinn, sem þeir Hróarstungumenn vilja meina að sé sá elsti á landinu. Hann sé frá því skömmu eftir siðaskipti, þegar eignarhald á kirkjunum hafði færst frá páfanum í Róm til danska konungsvaldsins. Helsta sönnunin, segir Ásmundur Þórarinsson, eru myndirnar á stólnum, en þá þótti tilhlýðilegt að mála mynd af ríkjandi Danakonungi. Stóllinn sýnir Friðrik annan og drottningu hans, Soffíu af Mecklenburg, sem afmarkar tímann frá 1559 til 1588. Konungshjónin varð auðvitað að sýna í fatatísku samtímans og þá kom röðin að tískusérfræðingum að fylla ennþá betur í myndina.Friðrik annar Danakonungur, til vinstri, ríkti frá 1559 til 1588. Til hægri er drottning hans, Soffía af Mecklenburg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það voru nú Danir, sérfræðingar við Þjóðminjasafnið í Danmörku, sem litu á myndir af stólnum og þeir fundu það út að þessi tíska, sem þau eru í, þetta voru nokkurskonar hvursdagsföt fyrir konungshjónin, - þetta er ekki sparifatnaður. Tískan segir fyrir að þetta er svona 1584 eða 5, eitthvað svoleiðis,“ segir Ásmundur. Það var einmitt Friðrik annar Danakonungur sem skipaði Guðbrand Þorláksson biskup að Hólum árið 1571 og veitti honum leyfi til að prenta Guðbrandsbiblíuna, sem út kom árið 1584. Nánar er fjallað um predikunarstólinn og Kirkjubæjarkirkju í þættinum „Um land allt“ sem er um mannlíf í Hróarstungu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira