Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 12:01 Hitinn sem myndaðist í kjarreldinum sem fór yfir Paradís var svo mikill að lík gætu hafa brunnið upp til agna þannig að ómögulegt verður að finna þau. Vísir/EPA Um þúsund manns er enn saknað eftir kjarreldana miklu í bænum Paradís í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Leitarfólk óttast að lík sumra þeirra sem fórust muni aldrei finnast vegna þess þess hversu ákafur eldurinn var. Lík 77 manns höfðu fundist í gærkvöldi. Paradís varð verst úti í Camp-kjarreldinum sem stækkaði á ógnarhraða fyrr í þessum mánuði. Eyðileggingin af völdum eldsins er talin sú mesta í sögu Kaliforníu. Á ellefta þúsund íbúðarhúsa urðu eldinum að bráð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leitarhópar freista þess enn að finna líkamsleifar fólks sem er saknað. Eldurinn var hins vegar svo heitur að mögulegt er talið að lík hafi brunnið upp til agna. „Ef eldurinn varði nógu lengi og brann nógu heitt gætu beinin að minnsta kosti hafa brotnað svo smátt niður að við kæmum ekki auga á þau og það er mögulega að ekki einu sinni hundarnir gætu greint þau,“ segir Trish Moutard, einn sjálfboðaliðanna sem hefur leitað að fólki í brunarústunum. Upphaflega fór listi þeirra sem var saknað upp í um tvö þúsund manns. Þekkt er að slíkt gerist í kjölfar hamfara þegar ættingum og vinum tekst ekki að ná sambandi við fólk á hamfarasvæðum þegar fjarskipti eru stopul eða liggja niðri. Yfirvöld hafa því hvatt íbúa til þess að fara yfir lista þeirra sem er saknað svo hægt sé að fjarlægja þá sem vitað er að eru á lífi. Lík margra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla á einu flóttaleiðinni út úr fjallabænum Paradís. Eldurinn er sagður hafa farið svo hratt yfir að fólk sem reyndi að komast undan á bílum en sat fast í umferð hafi þurft að yfirgefa þá og forða sér á hlaupum.Vandinn hefur ágerst með loftslagsbreytingum Hætta er á skógareldum í Kaliforníu á haustin þegar árstíðarbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, bera heitt og þurrt loft frá eyðimörkunum austan við Kaliforníu yfir ríkið sunnanvert. Sérfræðingar segja að áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna hafi magnað eldhættuna með því að auka enn á þurrkinn og hitann. Fimm síðustu ár eru þau hlýjustu í Kaliforníu frá því að mælingar hófust. Í Paradís hefur úrkoman aðeins numið 25 millímetrum frá því í maí. Þrátt fyrir það sagði Donald Trump forseti að eldarnir hefðu ekki breytt hugmyndum sínum um loftslagsbreytingar þegar hann heimsótti hamfarasvæðin um helgina. Forsetinn hefur líkt og fleiri repúblikanar afneita vísindalegri þekkingu á eðli og orsökum loftslagsbreytinga. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Um þúsund manns er enn saknað eftir kjarreldana miklu í bænum Paradís í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Leitarfólk óttast að lík sumra þeirra sem fórust muni aldrei finnast vegna þess þess hversu ákafur eldurinn var. Lík 77 manns höfðu fundist í gærkvöldi. Paradís varð verst úti í Camp-kjarreldinum sem stækkaði á ógnarhraða fyrr í þessum mánuði. Eyðileggingin af völdum eldsins er talin sú mesta í sögu Kaliforníu. Á ellefta þúsund íbúðarhúsa urðu eldinum að bráð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leitarhópar freista þess enn að finna líkamsleifar fólks sem er saknað. Eldurinn var hins vegar svo heitur að mögulegt er talið að lík hafi brunnið upp til agna. „Ef eldurinn varði nógu lengi og brann nógu heitt gætu beinin að minnsta kosti hafa brotnað svo smátt niður að við kæmum ekki auga á þau og það er mögulega að ekki einu sinni hundarnir gætu greint þau,“ segir Trish Moutard, einn sjálfboðaliðanna sem hefur leitað að fólki í brunarústunum. Upphaflega fór listi þeirra sem var saknað upp í um tvö þúsund manns. Þekkt er að slíkt gerist í kjölfar hamfara þegar ættingum og vinum tekst ekki að ná sambandi við fólk á hamfarasvæðum þegar fjarskipti eru stopul eða liggja niðri. Yfirvöld hafa því hvatt íbúa til þess að fara yfir lista þeirra sem er saknað svo hægt sé að fjarlægja þá sem vitað er að eru á lífi. Lík margra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla á einu flóttaleiðinni út úr fjallabænum Paradís. Eldurinn er sagður hafa farið svo hratt yfir að fólk sem reyndi að komast undan á bílum en sat fast í umferð hafi þurft að yfirgefa þá og forða sér á hlaupum.Vandinn hefur ágerst með loftslagsbreytingum Hætta er á skógareldum í Kaliforníu á haustin þegar árstíðarbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, bera heitt og þurrt loft frá eyðimörkunum austan við Kaliforníu yfir ríkið sunnanvert. Sérfræðingar segja að áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna hafi magnað eldhættuna með því að auka enn á þurrkinn og hitann. Fimm síðustu ár eru þau hlýjustu í Kaliforníu frá því að mælingar hófust. Í Paradís hefur úrkoman aðeins numið 25 millímetrum frá því í maí. Þrátt fyrir það sagði Donald Trump forseti að eldarnir hefðu ekki breytt hugmyndum sínum um loftslagsbreytingar þegar hann heimsótti hamfarasvæðin um helgina. Forsetinn hefur líkt og fleiri repúblikanar afneita vísindalegri þekkingu á eðli og orsökum loftslagsbreytinga.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00