Sænskir bræður þjónusta blinda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2018 19:45 Bræðurnir Leffe, Ludde og Lapan eru ný lentir á Íslandi þar sem þeir fóru strax í nokkra vikna einangrun en er nú á leiðinni til starfa hjá eigendum sínum. Um er að ræða þrjá nýja blindrahunda sem keyptir voru frá Svíþjóð. Bræðurnir eru einstaklega rólegir, yfirvegaðir og fjall myndarlegir eins og umsjónarmaður þeirra segir. Það eru þau Björk Arnardóttir og Ingimundur Magnússon sem búa í Þorlákshöfn sem eru umsjónarmenn hundanna og munu sjá um þjálfun þeirra hjá nýjum eigendum á Íslandi. Bræðurnir eru frá Svíþjóð, tveggja ára gamlir og hafa verið í þjálfun þar. Þeir eru ný komnir til landsins, fóru beint í einangrun í nýju einangrunarstöðinni Mósel í Holta og Landsveit og voru að útskrifast þaðan. „Þeir eru komnir hingað til að sinna sínu verkefni sem þeir eru þjálfaðir til sem er að vera leiðsöguhundar. Það eru þrír notendur hér á Íslandi sem eru að fara að nota þá“, segir Björk sem er hundaþjálfari. Björk og Ingimundur, umsjónarmenn hundanna sem munu sjá um þjálfun þeirra með nýjum eigendum á Íslandi sem eru blindir.Magnús Hlynur HreiðarssonÍ dag eru fimm leiðsöguhundar fyrir blinda á Íslandi og nú bætast bræðurnir við. En hvað gera hundarnir fyrir eigendur sína? „Þeir eru augun þeirra í umhverfinu, fara fram hjá hindrunum og eru að passa þann sem er að nota þá, t.d. að viðkomandi gangi ekki á, reki sig utan í hluti. Þeir geta líka fundið hurðar og þeir stoppa við þröskulda og gatnabrúnir og þá geta þeir líka fundið afgreiðsluborð, þannig að þeir eru til margra hluta nytsamlegir“, segir Björk enn fremur.Björk segir hundana fjallmyndarlega, rólega og yfirvegaða eftir þjálfun sem þeir hafa fengið í Svíþjóð á síðustu tveimur árum.Magnús Hlynur Dýr Ölfus Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bræðurnir Leffe, Ludde og Lapan eru ný lentir á Íslandi þar sem þeir fóru strax í nokkra vikna einangrun en er nú á leiðinni til starfa hjá eigendum sínum. Um er að ræða þrjá nýja blindrahunda sem keyptir voru frá Svíþjóð. Bræðurnir eru einstaklega rólegir, yfirvegaðir og fjall myndarlegir eins og umsjónarmaður þeirra segir. Það eru þau Björk Arnardóttir og Ingimundur Magnússon sem búa í Þorlákshöfn sem eru umsjónarmenn hundanna og munu sjá um þjálfun þeirra hjá nýjum eigendum á Íslandi. Bræðurnir eru frá Svíþjóð, tveggja ára gamlir og hafa verið í þjálfun þar. Þeir eru ný komnir til landsins, fóru beint í einangrun í nýju einangrunarstöðinni Mósel í Holta og Landsveit og voru að útskrifast þaðan. „Þeir eru komnir hingað til að sinna sínu verkefni sem þeir eru þjálfaðir til sem er að vera leiðsöguhundar. Það eru þrír notendur hér á Íslandi sem eru að fara að nota þá“, segir Björk sem er hundaþjálfari. Björk og Ingimundur, umsjónarmenn hundanna sem munu sjá um þjálfun þeirra með nýjum eigendum á Íslandi sem eru blindir.Magnús Hlynur HreiðarssonÍ dag eru fimm leiðsöguhundar fyrir blinda á Íslandi og nú bætast bræðurnir við. En hvað gera hundarnir fyrir eigendur sína? „Þeir eru augun þeirra í umhverfinu, fara fram hjá hindrunum og eru að passa þann sem er að nota þá, t.d. að viðkomandi gangi ekki á, reki sig utan í hluti. Þeir geta líka fundið hurðar og þeir stoppa við þröskulda og gatnabrúnir og þá geta þeir líka fundið afgreiðsluborð, þannig að þeir eru til margra hluta nytsamlegir“, segir Björk enn fremur.Björk segir hundana fjallmyndarlega, rólega og yfirvegaða eftir þjálfun sem þeir hafa fengið í Svíþjóð á síðustu tveimur árum.Magnús Hlynur
Dýr Ölfus Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira