Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2018 06:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fréttablaðið/Anton „Reykjavík er í ótvíræðri forystu í húsnæðismálunum. Ekki bara í því að það er verið að byggja meira og hraðar hér en annars staðar eins og við sjáum í talningu Samtaka iðnaðarins. Líka í því að við erum að sinna húsnæðisuppbyggingu fyrir alla hópa. Það þurfa auðvitað öll sveitarfélög að gera sitt og það dugir ekki að Reykjavík ein og sér sé að draga vagninn í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um húsnæðisuppbygginguna í borginni. Samkvæmt nýrri greiningu um fasteignamarkaðinn sem Capacent hefur unnið fyrir borgina og kynnt verður formlega í dag eru tæplega fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Þá kemur fram í greiningunni að yfirstandandi ár verði metár í uppbyggingu íbúða en búist er við að bygging 1.400-1.500 íbúða verði hafin á árinu. Síðastliðin þrjú ár hefur þessi fjöldi verið um 900 íbúðir á ári. Dagur segir að á næstu árum sé verið að sigla inn í meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar. „Stóru tíðindin í þessu er að það er lengi búið að kalla eftir uppbyggingu en nú er mjög mikill kraftur í henni og við erum bæði að fá inn á markaðinn í ár, á næsta og þarnæsta ári mjög mikið af íbúðum, inn á kaupendamarkað. Fyrstu mjög stóru árgangarnir getum við sagt af leiguíbúðum á lægra verði á vegum verkalýðshreyfingarinnar og töluvert á vegum stúdenta kemur inn á næsta ári og þarnæsta,“ segir Dagur. Húsnæðismálin hafa töluvert verið í umræðunni í tengslum við kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur til að mynda sagt að það vanti átta þúsund íbúðir og skipulag til framtíðar. Markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks. „Ég kalla eftir því nú í tengslum við kjarasamninga að við í sameiningu leggjum á ráðin um það hvað eigi að byggja mikið í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir stúdenta, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir eldra fólk og hvert verði framlag stjórnvalda inn í þessa heildarmynd. Það mun ekki standa á borginni frekar en hingað til að eiga þetta samtal og leggja fram okkar áætlanir til þess að mæta þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Reykjavík er í ótvíræðri forystu í húsnæðismálunum. Ekki bara í því að það er verið að byggja meira og hraðar hér en annars staðar eins og við sjáum í talningu Samtaka iðnaðarins. Líka í því að við erum að sinna húsnæðisuppbyggingu fyrir alla hópa. Það þurfa auðvitað öll sveitarfélög að gera sitt og það dugir ekki að Reykjavík ein og sér sé að draga vagninn í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um húsnæðisuppbygginguna í borginni. Samkvæmt nýrri greiningu um fasteignamarkaðinn sem Capacent hefur unnið fyrir borgina og kynnt verður formlega í dag eru tæplega fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Þá kemur fram í greiningunni að yfirstandandi ár verði metár í uppbyggingu íbúða en búist er við að bygging 1.400-1.500 íbúða verði hafin á árinu. Síðastliðin þrjú ár hefur þessi fjöldi verið um 900 íbúðir á ári. Dagur segir að á næstu árum sé verið að sigla inn í meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar. „Stóru tíðindin í þessu er að það er lengi búið að kalla eftir uppbyggingu en nú er mjög mikill kraftur í henni og við erum bæði að fá inn á markaðinn í ár, á næsta og þarnæsta ári mjög mikið af íbúðum, inn á kaupendamarkað. Fyrstu mjög stóru árgangarnir getum við sagt af leiguíbúðum á lægra verði á vegum verkalýðshreyfingarinnar og töluvert á vegum stúdenta kemur inn á næsta ári og þarnæsta,“ segir Dagur. Húsnæðismálin hafa töluvert verið í umræðunni í tengslum við kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur til að mynda sagt að það vanti átta þúsund íbúðir og skipulag til framtíðar. Markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks. „Ég kalla eftir því nú í tengslum við kjarasamninga að við í sameiningu leggjum á ráðin um það hvað eigi að byggja mikið í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir stúdenta, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir eldra fólk og hvert verði framlag stjórnvalda inn í þessa heildarmynd. Það mun ekki standa á borginni frekar en hingað til að eiga þetta samtal og leggja fram okkar áætlanir til þess að mæta þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira