Guðni rifjar upp stóra ananas-málið: „Ég gekk skrefi of langt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2018 11:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er sem fyrr ekki hrifinn af ananas á pizzu og mælir með fiskmeti. vísir/garðar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann hafi gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Forsetinn rifjaði upp málið, sem vakti heimsathygli, í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið.Vísir greindi frá ummælum Guðna á sínum tíma en þau voru látin falla er forsetinn var í heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri í febrúar árið 2017. Þar ávarpaði hann nemendur á sal þar sem hann fékk spurningu um hver afstaða hans væri til ananas sem álegg á pítsur. Sagðist Guðni alfarið vera á móti ananas á pizzum og bætti við að ef hann gæti sett lög um það myndi hann banna ananas á flatbökur. Ummæli Guðna fóru sem eldur um sinu um heimsbyggðina og fjallað var um þau í fjölmörgum erlendum miðlum. Gekk málið svo langt að Guðni sá sig knúinn til þess að gefa út yfirlýsingu þess efnis að hann væri ekki í aðstöðu til þess að setja lög til þess að banna ananas á pítsur, né hefði hann áhuga á því að vera forseti, hefði hann slík völd. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962.Vísir/Getty Í viðtali í þættinum As it Happens í kanadíska ríkisútvarpinu rifjaði Guðni upp lætin í kringum þetta mál.„Ég gekk skrefi of langt,“ viðurkenndi Guðni í viðtali við Carol Off, sem stýrir þættinum en spjall þeirra var á léttu nótunum. Off hóf viðtalið á því á spyrja Guðna hreint út hvað hann hefði á móti ananas á pítsum.„Ég hef ekkert á móti ananas en þegar hann er settur á pítsur verður hann svampkenndur,“ sagði Guðni og bætti við að þegar fjölskylda hans pantaði pítsu með ananas endaði það yfirleitt með að ananasinn væri týndur af.Málið þótti sérlega viðkvæmt í Kanada enda vilja heimamenn meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi verið fædd þar. Á meðal þeirra sem tjáði sig um málið á sínum tíma var Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri harður stuðningsmaður ananas sem áleggs á pítsu. I have a pineapple. I have a pizza. And I stand behind this delicious Southwestern Ontario creation. #TeamPineapple@Canada — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) February 24, 2017 Sam Panopoulos, maðurinn sem almennt er talið að hafi fundið upp Havaí-pítsuna svokölluðu, pítsu með ananas, tjáði sig einnig um málið á sínum tíma í viðtali vip sama útvarpsþátt og rætt var við Guðna í gær.Þar vitnaði hann í áðurnefnda yfirlýsingu Guðna, þar sem forsetinn mælti með því að setja fiskmeti og aðra sjávarrétti, á pítsur. Sagði Panopoulos að það væri augljóslega til marks um það að Guðni væri í bullandi hagsmunagæslu fyrir Íslands, enda sjávarútvegur lykilatvinngrein á Íslandi.„Ég held að Sam Panopolous hafi hitt naglann á höfuðið þarna. Íslendingar reiða sig á sjávarútveg og ef allir myndu setja fiskmeti og sjávarrétti á pítsur væri það mjög gott,“ sagði Guðni og hló.„Bíddu nú við, ertu að viðurkenna að þú sér í vasanum á sjávarútvegsfyrirtækum,“ spurði Off þá.„Nei, ég myndi nú ekki ganga svo langt. En í allri hreinskilni, fiskmeti og sjávarréttir á pítsur er mjög gott. Þú ættir að prófa það,“ svaraði Guðni.Í viðtalinu, sem hlusta má á hér, kemur meðal annars fram að Guðni hafi sent fjölskyldu Panopoulos samúðarkveðjur er hann lést á síðasta ári, auk þess sem að Guðni segir að honum hafi borist fjölmargar stuðningskveðjur úr öllum heimshornum vegna málsins, en einkum og sér í lagi frá Ítalíu, heimalandi pítsunnar. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann hafi gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Forsetinn rifjaði upp málið, sem vakti heimsathygli, í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið.Vísir greindi frá ummælum Guðna á sínum tíma en þau voru látin falla er forsetinn var í heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri í febrúar árið 2017. Þar ávarpaði hann nemendur á sal þar sem hann fékk spurningu um hver afstaða hans væri til ananas sem álegg á pítsur. Sagðist Guðni alfarið vera á móti ananas á pizzum og bætti við að ef hann gæti sett lög um það myndi hann banna ananas á flatbökur. Ummæli Guðna fóru sem eldur um sinu um heimsbyggðina og fjallað var um þau í fjölmörgum erlendum miðlum. Gekk málið svo langt að Guðni sá sig knúinn til þess að gefa út yfirlýsingu þess efnis að hann væri ekki í aðstöðu til þess að setja lög til þess að banna ananas á pítsur, né hefði hann áhuga á því að vera forseti, hefði hann slík völd. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962.Vísir/Getty Í viðtali í þættinum As it Happens í kanadíska ríkisútvarpinu rifjaði Guðni upp lætin í kringum þetta mál.„Ég gekk skrefi of langt,“ viðurkenndi Guðni í viðtali við Carol Off, sem stýrir þættinum en spjall þeirra var á léttu nótunum. Off hóf viðtalið á því á spyrja Guðna hreint út hvað hann hefði á móti ananas á pítsum.„Ég hef ekkert á móti ananas en þegar hann er settur á pítsur verður hann svampkenndur,“ sagði Guðni og bætti við að þegar fjölskylda hans pantaði pítsu með ananas endaði það yfirleitt með að ananasinn væri týndur af.Málið þótti sérlega viðkvæmt í Kanada enda vilja heimamenn meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi verið fædd þar. Á meðal þeirra sem tjáði sig um málið á sínum tíma var Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri harður stuðningsmaður ananas sem áleggs á pítsu. I have a pineapple. I have a pizza. And I stand behind this delicious Southwestern Ontario creation. #TeamPineapple@Canada — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) February 24, 2017 Sam Panopoulos, maðurinn sem almennt er talið að hafi fundið upp Havaí-pítsuna svokölluðu, pítsu með ananas, tjáði sig einnig um málið á sínum tíma í viðtali vip sama útvarpsþátt og rætt var við Guðna í gær.Þar vitnaði hann í áðurnefnda yfirlýsingu Guðna, þar sem forsetinn mælti með því að setja fiskmeti og aðra sjávarrétti, á pítsur. Sagði Panopoulos að það væri augljóslega til marks um það að Guðni væri í bullandi hagsmunagæslu fyrir Íslands, enda sjávarútvegur lykilatvinngrein á Íslandi.„Ég held að Sam Panopolous hafi hitt naglann á höfuðið þarna. Íslendingar reiða sig á sjávarútveg og ef allir myndu setja fiskmeti og sjávarrétti á pítsur væri það mjög gott,“ sagði Guðni og hló.„Bíddu nú við, ertu að viðurkenna að þú sér í vasanum á sjávarútvegsfyrirtækum,“ spurði Off þá.„Nei, ég myndi nú ekki ganga svo langt. En í allri hreinskilni, fiskmeti og sjávarréttir á pítsur er mjög gott. Þú ættir að prófa það,“ svaraði Guðni.Í viðtalinu, sem hlusta má á hér, kemur meðal annars fram að Guðni hafi sent fjölskyldu Panopoulos samúðarkveðjur er hann lést á síðasta ári, auk þess sem að Guðni segir að honum hafi borist fjölmargar stuðningskveðjur úr öllum heimshornum vegna málsins, en einkum og sér í lagi frá Ítalíu, heimalandi pítsunnar.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20