Óskar eftir því að Seðlabankinn krefji Kaupþing um svör um Kaupþingslánið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 16:04 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski eftir svörum frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. Þetta kemur fram í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, um Kaupþingslánið. Þingmaðurinn spurði hver hefði tekið ákvörðunina um lánið, hvernig Kaupþing hefði ráðstafað fjármununum og hverjar innheimtur Seðlabankans hafa verið af láninu. Forsætisráðherra beindi spurningum þingmannsins til bankans sjálfs sem koma svo fram í svari ráðherrans. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÍ svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórn hafi tekið ákvörðunina um að veita lánið. Þá segir að bankinn hafi ekki heildstæðar eða áreiðanlegar upplýsingar um hvernig Kaupþing ráðstafaði fénu og segir að slíkri fyrirspurn verði því að beina til Kaupþings. Þá eru innheimtur lánsins í dag tæplega tveir milljarðar danskra króna. „Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upphaflegu láni. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót. Það eru hins vegar mjög ólíklegt að það verði í þeim mæli að endurheimtuhlutfallið hækki umtalsvert. Þess skal að lokum getið að Seðlabankinn hefur um nokkra hríð unnið að skýrslu um tildrög og eftirmál þrautavaralánveitingar til Kaupþings hf. og er vonast til að svigrúm verði til að ljúka því verki á þessu ári,“ segir í svörum Seðlabankans. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.Vísir/Anton BrinkLán Seðlabankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett hefur löngum verið umdeilt. Þannig sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann teldi sig hafa verið blekktan til þess að veita lánið. Féð hefði farið í eitthvað annað en til stóð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, furðaði sig á þeim ummælum Geirs og benti á grein Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, þar sem hann lýsti því að allt féð hefði verið nýtt til þess „að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu.“ Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski eftir svörum frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. Þetta kemur fram í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, um Kaupþingslánið. Þingmaðurinn spurði hver hefði tekið ákvörðunina um lánið, hvernig Kaupþing hefði ráðstafað fjármununum og hverjar innheimtur Seðlabankans hafa verið af láninu. Forsætisráðherra beindi spurningum þingmannsins til bankans sjálfs sem koma svo fram í svari ráðherrans. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÍ svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórn hafi tekið ákvörðunina um að veita lánið. Þá segir að bankinn hafi ekki heildstæðar eða áreiðanlegar upplýsingar um hvernig Kaupþing ráðstafaði fénu og segir að slíkri fyrirspurn verði því að beina til Kaupþings. Þá eru innheimtur lánsins í dag tæplega tveir milljarðar danskra króna. „Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upphaflegu láni. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót. Það eru hins vegar mjög ólíklegt að það verði í þeim mæli að endurheimtuhlutfallið hækki umtalsvert. Þess skal að lokum getið að Seðlabankinn hefur um nokkra hríð unnið að skýrslu um tildrög og eftirmál þrautavaralánveitingar til Kaupþings hf. og er vonast til að svigrúm verði til að ljúka því verki á þessu ári,“ segir í svörum Seðlabankans. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.Vísir/Anton BrinkLán Seðlabankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett hefur löngum verið umdeilt. Þannig sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann teldi sig hafa verið blekktan til þess að veita lánið. Féð hefði farið í eitthvað annað en til stóð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, furðaði sig á þeim ummælum Geirs og benti á grein Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, þar sem hann lýsti því að allt féð hefði verið nýtt til þess „að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu.“
Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30
Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16