Vill kanna þýðingar á lögum á fleiri tungur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2018 06:00 Ferðamönnum og útlendingum hér á landi hefur fjölgað. vísir/vilhelm Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort við séum að sinna því nægjanlega að kynna erlendum ferðamönnum og ríkisborgurum hér á landi þær reglur sem hér gilda. Bagalegt sé ef þýðingar á lögum eru ekki uppfærðar reglulega. Engin heildstæð stefna liggur fyrir hvað varðar birtingu íslenskra laga og reglugerða á öðrum tungumálum en íslensku. Að mati Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, gæti verið ástæða til slíks í ljósi þess hve samfélagið hefur breyst á undanförnum árum. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns um hvernig staðið er að birtingu þýddra útgáfna á íslenskum lögum kemur fram að tilteknir bálkar hafi verið þýddir yfir á ensku en ekki er um þýðingu á önnur tungumál að ræða. Þá var ekki unnt að veita svör við því hvenær þýðingarnar voru uppfærðar. Sambærilegum fyrirspurnum sem þingmaðurinn sendi til annarra ráðuneyta hefur ekki verið svarað. Könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að á enskri útgáfu vefs Stjórnarráðsins eru 360 lög og reglugerðir birt á ensku. Um tveir þriðju hlutar þeirra koma frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. Fréttablaðið fann ekki dæmi um þýðingar á önnur tungumál.Jón Steindór Valdimarsson.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Undanfarin ár hafa orðið breytingar á samfélaginu. Bæði vegna aukins straums ferðamanna og fjölgunar íbúa hér á landi sem tala hvorki né lesa íslensku sér til skilnings. Tilgangurinn með þessum spurningum er að kanna hvernig við þjónum þessum hópum,“ segir Jón Steindór. Erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi í fyrra voru rúmlega 30 þúsund og hefur fjöldi þeirra fjórfaldast frá aldamótum. Langflestir þeirra, ríflega 13 þúsund, eiga rætur að rekja til Póllands en að auki eru fjölmennir hópar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Filippseyjum og Taílandi. „Í fyrsta lagi langar mig að vita hvort við séum að sinna fólkinu nægilega og gera réttindi og skyldur þessara hópa nægilega aðgengileg. Einnig þeim sem eru að aðstoða þau, til að mynda lögmenn og stéttarfélög. Í öðru lagi tel ég að það eigi að kanna hvort ástæða sé til þess að fjölga þeim tungumálum sem við þýðum lög og reglur á,“ segir hann. Þá telur Jón Steindór að mögulega þurfi að breyta því hve oft þýddar útgáfur eru uppfærðar. Sé þýðingin á almennum hegningarlögum til að mynda skoðuð sést að sú útgáfa er frá september 2015. Síðan þá hefur lögunum verið breytt sex sinnum. „Það er auðvitað bagalegt er langt líður á milli þess sem þýðingar eru uppfærðar. Best væri ef þetta væri uppfært jafnóðum,“ segir Jón Steindór. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvort við séum að sinna því nægjanlega að kynna erlendum ferðamönnum og ríkisborgurum hér á landi þær reglur sem hér gilda. Bagalegt sé ef þýðingar á lögum eru ekki uppfærðar reglulega. Engin heildstæð stefna liggur fyrir hvað varðar birtingu íslenskra laga og reglugerða á öðrum tungumálum en íslensku. Að mati Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, gæti verið ástæða til slíks í ljósi þess hve samfélagið hefur breyst á undanförnum árum. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns um hvernig staðið er að birtingu þýddra útgáfna á íslenskum lögum kemur fram að tilteknir bálkar hafi verið þýddir yfir á ensku en ekki er um þýðingu á önnur tungumál að ræða. Þá var ekki unnt að veita svör við því hvenær þýðingarnar voru uppfærðar. Sambærilegum fyrirspurnum sem þingmaðurinn sendi til annarra ráðuneyta hefur ekki verið svarað. Könnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að á enskri útgáfu vefs Stjórnarráðsins eru 360 lög og reglugerðir birt á ensku. Um tveir þriðju hlutar þeirra koma frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og velferðarráðuneytinu. Fréttablaðið fann ekki dæmi um þýðingar á önnur tungumál.Jón Steindór Valdimarsson.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Undanfarin ár hafa orðið breytingar á samfélaginu. Bæði vegna aukins straums ferðamanna og fjölgunar íbúa hér á landi sem tala hvorki né lesa íslensku sér til skilnings. Tilgangurinn með þessum spurningum er að kanna hvernig við þjónum þessum hópum,“ segir Jón Steindór. Erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi í fyrra voru rúmlega 30 þúsund og hefur fjöldi þeirra fjórfaldast frá aldamótum. Langflestir þeirra, ríflega 13 þúsund, eiga rætur að rekja til Póllands en að auki eru fjölmennir hópar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Filippseyjum og Taílandi. „Í fyrsta lagi langar mig að vita hvort við séum að sinna fólkinu nægilega og gera réttindi og skyldur þessara hópa nægilega aðgengileg. Einnig þeim sem eru að aðstoða þau, til að mynda lögmenn og stéttarfélög. Í öðru lagi tel ég að það eigi að kanna hvort ástæða sé til þess að fjölga þeim tungumálum sem við þýðum lög og reglur á,“ segir hann. Þá telur Jón Steindór að mögulega þurfi að breyta því hve oft þýddar útgáfur eru uppfærðar. Sé þýðingin á almennum hegningarlögum til að mynda skoðuð sést að sú útgáfa er frá september 2015. Síðan þá hefur lögunum verið breytt sex sinnum. „Það er auðvitað bagalegt er langt líður á milli þess sem þýðingar eru uppfærðar. Best væri ef þetta væri uppfært jafnóðum,“ segir Jón Steindór.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira