Mikil óvissa í upphafi með braggann Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 14:04 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. Dagur var gestur í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni í dag. „Þegar upphaflega áætlunin er lögð fram þá var reyndar flaggað á það að væri mikil óvissa í þessu af því að þetta voru minjar og svo framvegis. Svo fáum við inn á okkar borð í september 2017, nýja kostnaðaráætlun um meira fé til verksins um fimmtíu milljónir en það átti að duga til þess að klára. Það kemur síðan upp úr dúrnum í sumar að þetta hefur ekki dugað til og það er búið að verja meiri fjármunum og það kemur inn í svokölluðum viðauka sem eru nokkurn veginn okkar fjáraukalög sem eru lögð fram einu sinni á ári af borginni. Ég vakti sérstaka athygli borgarráðs á þessu að þetta væri frávik og ég hefði kallað eftir skýringum og það er vegna þess að við hjá borginni höfum í raun og veru undanfarin ár og raunar áratugi verið að taka fullt af þessum ferlum í gegn sem tengjast fjárfestingum og framkvæmdum og eigum þessu ekki að venjast. Þess vegna hefur þetta verið svona mikið til umræðu og þess vegna er þetta núna á borði innri endurskoðunar,“ segir Dagur. Dagur segist líta málið alvarlegum augum en segir meirihlutann hafa brugðist rétt við. „Við lítum þetta alvarlegum augum og þess vegna finnst mér meirihlutinn hafa brugðist rétt við, að setja þetta í þennan skýra farveg. Svo fáum við niðurstöðurnar úr því og drögum ályktanir sem eru réttar,“ segir Dagur.Mikilvægt að hlutirnir séu upp á borði Dagur segir það skipta miklu máli að þessir hlutir séu í lagi og vill komast að því hvernig hægt sé að tryggja að svona komi ekki upp aftur. „Mér finnst mikilvægt að hjá borginni sé sú menning að hlutirnir séu bara uppi á borðinu og það sé farið yfir þá. Það er ekki til þess að kasta einhverjum á sverð heldur til þess að átta okkur á því hvað fór þarna úrskeiðis, hvernig getum við tryggt að þetta gerist ekki aftur. Vegna þess að við verðum að vera með augun opin fyrir því að í opinberum framkvæmdum, mjög mörgum og mjög víða, kannski minnst hjá borginni allavega síðustu árin, en víða hafa hlutir farið langt fram úr og við erum stödd núna á einhverju mesta framkvæmda- og uppbyggingarskeiði hjá sögu borgarinnar. Það skiptir okkur bara mjög miklu máli að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Dagur. Dagur segir að það sé alltaf eitthvað óútreiknanlegt og ófyrirséð sem komi inn í svona áætlanir en þar sem að um endurgerð á minjum sé að ræða að þá sé erfiðara að gera nákvæmari áætlun í upphafi. Dagur segir þetta í raun bara vera samfélagslegt mál sem þarf að viðurkenna og takast á við. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. Dagur var gestur í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni í dag. „Þegar upphaflega áætlunin er lögð fram þá var reyndar flaggað á það að væri mikil óvissa í þessu af því að þetta voru minjar og svo framvegis. Svo fáum við inn á okkar borð í september 2017, nýja kostnaðaráætlun um meira fé til verksins um fimmtíu milljónir en það átti að duga til þess að klára. Það kemur síðan upp úr dúrnum í sumar að þetta hefur ekki dugað til og það er búið að verja meiri fjármunum og það kemur inn í svokölluðum viðauka sem eru nokkurn veginn okkar fjáraukalög sem eru lögð fram einu sinni á ári af borginni. Ég vakti sérstaka athygli borgarráðs á þessu að þetta væri frávik og ég hefði kallað eftir skýringum og það er vegna þess að við hjá borginni höfum í raun og veru undanfarin ár og raunar áratugi verið að taka fullt af þessum ferlum í gegn sem tengjast fjárfestingum og framkvæmdum og eigum þessu ekki að venjast. Þess vegna hefur þetta verið svona mikið til umræðu og þess vegna er þetta núna á borði innri endurskoðunar,“ segir Dagur. Dagur segist líta málið alvarlegum augum en segir meirihlutann hafa brugðist rétt við. „Við lítum þetta alvarlegum augum og þess vegna finnst mér meirihlutinn hafa brugðist rétt við, að setja þetta í þennan skýra farveg. Svo fáum við niðurstöðurnar úr því og drögum ályktanir sem eru réttar,“ segir Dagur.Mikilvægt að hlutirnir séu upp á borði Dagur segir það skipta miklu máli að þessir hlutir séu í lagi og vill komast að því hvernig hægt sé að tryggja að svona komi ekki upp aftur. „Mér finnst mikilvægt að hjá borginni sé sú menning að hlutirnir séu bara uppi á borðinu og það sé farið yfir þá. Það er ekki til þess að kasta einhverjum á sverð heldur til þess að átta okkur á því hvað fór þarna úrskeiðis, hvernig getum við tryggt að þetta gerist ekki aftur. Vegna þess að við verðum að vera með augun opin fyrir því að í opinberum framkvæmdum, mjög mörgum og mjög víða, kannski minnst hjá borginni allavega síðustu árin, en víða hafa hlutir farið langt fram úr og við erum stödd núna á einhverju mesta framkvæmda- og uppbyggingarskeiði hjá sögu borgarinnar. Það skiptir okkur bara mjög miklu máli að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Dagur. Dagur segir að það sé alltaf eitthvað óútreiknanlegt og ófyrirséð sem komi inn í svona áætlanir en þar sem að um endurgerð á minjum sé að ræða að þá sé erfiðara að gera nákvæmari áætlun í upphafi. Dagur segir þetta í raun bara vera samfélagslegt mál sem þarf að viðurkenna og takast á við.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira