Flokkarnir á Alþingi skulda nú samtals 850 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 06:00 Tap ríkisstjórnarflokkanna á síðasta ári nam 68 milljónum. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi skulda alls rúmar 850 milljónir, enginn þó meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig fær mest í ríkisframlög. Aðeins Samfylking, Píratar og Viðreisn skiluðu hagnaði í fyrra. Framlög til flokkanna átta frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum námu alls 525 milljónum. Þetta kemur fram þegar útdrættir Ríkisendurskoðunar á ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir síðasta ár eru skoðaðir. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er eigið fé fimm flokka neikvætt í lok síðasta árs. Mest var tap Framsóknarflokksins sem að auki er með neikvætt eigið fé upp á rúmar 58 milljónir og skuldir upp á 242 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti fjárhagslega. Fær langhæstu ríkisframlög allra eða 101 milljón, rúmar 15 milljónir í framlög frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og 44 milljónir í framlög frá einstaklingum auk annarra tekna. Rekstur flokksins kostaði á móti 240 milljónir og þrátt fyrir að skuldir flokksins lækki milli ára nema þær nærri helmingi skulda allra hinna sjö flokkanna til samans. Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að í ljós hafi komið að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir. Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda. Flokkarnir sjálfir hafa viðrað áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu enda fór það svo að fulltrúar sex flokka sendu í lok síðasta árs erindi til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir viðbótarframlagi á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir. Beiðnin byggðist á þeim málatilbúnaði flokkanna að staða þeirra væri nú orðin svo slæm að þeir næðu ekki endum saman til að sinna grunnrekstri og slíkt væri ógn við lýðræðið. Beiðnin vakti hörð viðbrögð en svo fór að flokkarnir fengu sitt. Hugsanlegt er því að viðsnúningur verði á taprekstri og skuldasöfnun flokkanna í næstu ársreikningum, í boði ríkisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi skulda alls rúmar 850 milljónir, enginn þó meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem einnig fær mest í ríkisframlög. Aðeins Samfylking, Píratar og Viðreisn skiluðu hagnaði í fyrra. Framlög til flokkanna átta frá ríki, fyrirtækjum og einstaklingum námu alls 525 milljónum. Þetta kemur fram þegar útdrættir Ríkisendurskoðunar á ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir síðasta ár eru skoðaðir. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu er eigið fé fimm flokka neikvætt í lok síðasta árs. Mest var tap Framsóknarflokksins sem að auki er með neikvætt eigið fé upp á rúmar 58 milljónir og skuldir upp á 242 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn er sér á báti fjárhagslega. Fær langhæstu ríkisframlög allra eða 101 milljón, rúmar 15 milljónir í framlög frá fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og 44 milljónir í framlög frá einstaklingum auk annarra tekna. Rekstur flokksins kostaði á móti 240 milljónir og þrátt fyrir að skuldir flokksins lækki milli ára nema þær nærri helmingi skulda allra hinna sjö flokkanna til samans. Ríkisendurskoðun gerir þá athugasemd við ársreikning Sjálfstæðisflokksins að í ljós hafi komið að flokkurinn hafi tekið á móti hærri framlögum frá lögaðilum en lög gera ráð fyrir. Sem kunnugt er mega stjórnmálasamtök ekki taka við hærri framlögum frá lögaðilum en 400 þúsund krónum á ári og eru framlög tengdra aðila talin saman. Samkvæmt ársreikningi Sjálfstæðisflokksins fékk flokkurinn 400 þúsund frá Ísfélagi Vestmannaeyja, 400 þúsund krónur frá Ísam ehf. og 100 þúsund króna framlag frá Odda prentun og umbúðum ehf. Allt eru þetta félög í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. Ríkisendurskoðun segir að flokkurinn hafi verið upplýstur um tengslin og fór svo að Sjálfstæðismenn endurgreiddu styrkina frá Ísfélaginu og Odda. Flokkarnir sjálfir hafa viðrað áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu enda fór það svo að fulltrúar sex flokka sendu í lok síðasta árs erindi til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir viðbótarframlagi á fjárlögum þessa árs. Var farið fram á að heildarframlagið yrði fært úr 286 milljónum króna í 648 milljónir. Beiðnin byggðist á þeim málatilbúnaði flokkanna að staða þeirra væri nú orðin svo slæm að þeir næðu ekki endum saman til að sinna grunnrekstri og slíkt væri ógn við lýðræðið. Beiðnin vakti hörð viðbrögð en svo fór að flokkarnir fengu sitt. Hugsanlegt er því að viðsnúningur verði á taprekstri og skuldasöfnun flokkanna í næstu ársreikningum, í boði ríkisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira