Mourinho montaði sig eftir leik en Scholes var ekki skemmt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 09:00 Paul Scholes og Rio Ferdinand sást hér horfa á leik Manchester United á Old Trafford. Vísir/Getty Manchester United tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær með 1-0 sigri á svissneska félaginu Young Boys á Old Trafford. Marouane Fellaini var hetjan en hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartímanum. Manchester United og Juventus eru bæði komin áfram en Young Boys og Valencia sitja eftir. United hefur 10 stig og markatöluna 6-2 eftir fimm leiki. Jose Mourinho, knattspynustjóri Manchester United, montaði sig af því eftir leikinn að hann hefði fjórtán sinnum tekið þátt í Meistaradeildinni með sitt lið og komist upp úr riðlakeppninni í öll fjórtán skiptin. Manchester United goðsögnin Paul Scholes verður seint kallaður aðdáandi Jose Mourinho eða þess leikstíls sem Portúgalinn lætur liðið spila. Það breyttist ekki í gær þrátt fyrir sigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eins og sjá má hér fyrir neðan."I thought they were awful tonight. Terrible." Paul Scholes is just a disgruntled Man United fan pic.twitter.com/YrfItrW6mv — Football on BT Sport (@btsportfootball) November 27, 2018 „Mér fannst þeir vera skelfilegir í þessum leik, þeir voru hræðilegir og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum,“ sagði Paul Scholes. „Ef þeir hefðu verið að spila á móti liði sem gæti eitthvað þá hefðu þeir tapað þessum leik,“ sagði Scholes. „Þetta minnti mig á Sevilla leikinn í fyrra og það vantaði bara gæði allstaðar á vellinum,“ sagði Scholes. Paul Scholes lék með Manchester United allan sinn feril, fyrst frá 1993 til 2011 og svo aftur tímabilið 2012-13. Hann spilaði alls 718 leiki fyrir félagið og vann 25 titla þar af Englandsmeistaratitilinn ellefu sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Manchester United tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær með 1-0 sigri á svissneska félaginu Young Boys á Old Trafford. Marouane Fellaini var hetjan en hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartímanum. Manchester United og Juventus eru bæði komin áfram en Young Boys og Valencia sitja eftir. United hefur 10 stig og markatöluna 6-2 eftir fimm leiki. Jose Mourinho, knattspynustjóri Manchester United, montaði sig af því eftir leikinn að hann hefði fjórtán sinnum tekið þátt í Meistaradeildinni með sitt lið og komist upp úr riðlakeppninni í öll fjórtán skiptin. Manchester United goðsögnin Paul Scholes verður seint kallaður aðdáandi Jose Mourinho eða þess leikstíls sem Portúgalinn lætur liðið spila. Það breyttist ekki í gær þrátt fyrir sigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eins og sjá má hér fyrir neðan."I thought they were awful tonight. Terrible." Paul Scholes is just a disgruntled Man United fan pic.twitter.com/YrfItrW6mv — Football on BT Sport (@btsportfootball) November 27, 2018 „Mér fannst þeir vera skelfilegir í þessum leik, þeir voru hræðilegir og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum,“ sagði Paul Scholes. „Ef þeir hefðu verið að spila á móti liði sem gæti eitthvað þá hefðu þeir tapað þessum leik,“ sagði Scholes. „Þetta minnti mig á Sevilla leikinn í fyrra og það vantaði bara gæði allstaðar á vellinum,“ sagði Scholes. Paul Scholes lék með Manchester United allan sinn feril, fyrst frá 1993 til 2011 og svo aftur tímabilið 2012-13. Hann spilaði alls 718 leiki fyrir félagið og vann 25 titla þar af Englandsmeistaratitilinn ellefu sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira