Veröld ný og góð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Það vald sem felst í því að geta stýrt erfðafræðilegri framtíð tegundarinnar okkar er í senn stórkostlegt og ógnvekjandi. Hvernig við ákveðum að fara með þetta vald er hugsanlega stærsta áskorun sem við höfum staðið frammi fyrir.“ Þetta ritar bandaríski lífefnafræðingurinn Jennifer Doudna í lokakafla bókarinnar A Crack in Creation sem kom út í fyrra og fjallar um uppgötvun og innleiðingu erfðabreytingatækninnar CRISPR. Tækni sem hrundið hefur af stað gullöld erfðavísindanna. CRISPR er ævafornt ónæmiskerfi baktería; leiðarvísir þeirra til að finna, geyma og eyða skaðlegu erfðaefni. Þegar CRISPR-kerfið er notað samhliða prótíni sem klofið getur erfðaefni í sundur er afraksturinn hárnákvæm og afar skilvirk sameindaskæri sem nota má til að eiga við erfðaefni nær allra lífvera. CRISPR-kerfið er nú notað á rannsóknarstofum um víða veröld. Tæknin boðar nýja tíma í meðhöndlun erfðasjúkdóma og þróun lyfja, en um leið skorar hún á okkur að taka afstöðu til siðferðilegra álitaefna sem engin önnur kynslóð í sögunni hefur staðið frammi fyrir, svo sem erfðabreytinga í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Á þessu sviði hafa vísindin tekið fram úr samfélaginu. Doudna og aðrir hafa kallað eftir því að hægt verði á róttækri tilraunastarfsemi með CRISPR-tæknina, enda hefur heldur rýrt og fátæklegt samtal átt sér stað um hana. Eins og greint var frá í gær fullyrða kínverskir vísindamenn nú að þeir hafi notað CRISPR til að eiga við erfðaefni tveggja stúlkubarna. Tæknin var notuð til að hindra gen sem gerir HIV-veiru kleift að brjótast inn í frumu. Yfirlýsingar vísindamanna mættu nær einróma fordæmingu. Stúlkurnar eru fórnarlömb óþarfa inngrips, og það sama má segja um afkomendur þeirra. Í sjálfu sér er lítið mark hægt að taka á þessum fullyrðingum. Niðurstöður hafa ekki verið kynntar með formlegum hætti og þær hafa ekki farið í gegnum ritrýni og birtingu í vísindariti. En yfirlýsingar kínversku vísindamannanna eru áminning um að ekkert fær stöðvað tækniframfarir. Það er okkar að aðlagast þeim, og það höfum við aðeins gert að afar takmörkuðu leyti með tilliti til erfðabreytinga. Erfðabreytingar verða hluti af veruleika okkar og það er okkar að leysa úr þeim félagslegu, siðferðilegu og læknisfræðilegu áskorunum sem þeim fylgja. Doudna, líkt og svo margir brautryðjendur í vísindum, virðist skilja tilhneigingu mannkyns til að fara sér að voða en um leið er hún meðvituð um að okkar mikilvægasta vísindatól – samtalið – getur fleytt okkur með öruggum hætti inn í nýja tíma. Doudna kveður því lesandann með mikilvægri hvatningu: „Ég vona – ég trúi því – að við getum mætt þessari áskorun.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það vald sem felst í því að geta stýrt erfðafræðilegri framtíð tegundarinnar okkar er í senn stórkostlegt og ógnvekjandi. Hvernig við ákveðum að fara með þetta vald er hugsanlega stærsta áskorun sem við höfum staðið frammi fyrir.“ Þetta ritar bandaríski lífefnafræðingurinn Jennifer Doudna í lokakafla bókarinnar A Crack in Creation sem kom út í fyrra og fjallar um uppgötvun og innleiðingu erfðabreytingatækninnar CRISPR. Tækni sem hrundið hefur af stað gullöld erfðavísindanna. CRISPR er ævafornt ónæmiskerfi baktería; leiðarvísir þeirra til að finna, geyma og eyða skaðlegu erfðaefni. Þegar CRISPR-kerfið er notað samhliða prótíni sem klofið getur erfðaefni í sundur er afraksturinn hárnákvæm og afar skilvirk sameindaskæri sem nota má til að eiga við erfðaefni nær allra lífvera. CRISPR-kerfið er nú notað á rannsóknarstofum um víða veröld. Tæknin boðar nýja tíma í meðhöndlun erfðasjúkdóma og þróun lyfja, en um leið skorar hún á okkur að taka afstöðu til siðferðilegra álitaefna sem engin önnur kynslóð í sögunni hefur staðið frammi fyrir, svo sem erfðabreytinga í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Á þessu sviði hafa vísindin tekið fram úr samfélaginu. Doudna og aðrir hafa kallað eftir því að hægt verði á róttækri tilraunastarfsemi með CRISPR-tæknina, enda hefur heldur rýrt og fátæklegt samtal átt sér stað um hana. Eins og greint var frá í gær fullyrða kínverskir vísindamenn nú að þeir hafi notað CRISPR til að eiga við erfðaefni tveggja stúlkubarna. Tæknin var notuð til að hindra gen sem gerir HIV-veiru kleift að brjótast inn í frumu. Yfirlýsingar vísindamanna mættu nær einróma fordæmingu. Stúlkurnar eru fórnarlömb óþarfa inngrips, og það sama má segja um afkomendur þeirra. Í sjálfu sér er lítið mark hægt að taka á þessum fullyrðingum. Niðurstöður hafa ekki verið kynntar með formlegum hætti og þær hafa ekki farið í gegnum ritrýni og birtingu í vísindariti. En yfirlýsingar kínversku vísindamannanna eru áminning um að ekkert fær stöðvað tækniframfarir. Það er okkar að aðlagast þeim, og það höfum við aðeins gert að afar takmörkuðu leyti með tilliti til erfðabreytinga. Erfðabreytingar verða hluti af veruleika okkar og það er okkar að leysa úr þeim félagslegu, siðferðilegu og læknisfræðilegu áskorunum sem þeim fylgja. Doudna, líkt og svo margir brautryðjendur í vísindum, virðist skilja tilhneigingu mannkyns til að fara sér að voða en um leið er hún meðvituð um að okkar mikilvægasta vísindatól – samtalið – getur fleytt okkur með öruggum hætti inn í nýja tíma. Doudna kveður því lesandann með mikilvægri hvatningu: „Ég vona – ég trúi því – að við getum mætt þessari áskorun.“
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar