Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 14:28 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur þegar kom að endurgreiðslum sem hann fékk vegna aksturskostnaðar. Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. Björn Leví beindi erindi til forsætisnefndar í október síðastliðnum þar sem hann fór fram á að nefndin kannaði sérstaklega hvert og eitt ferðatilefni þar sem þingmaður hefði fengið endurgreiddan ferðakostnað. Þá fór hann fram á að það yrði metið hvort að tilefni aksturs falli undir reglur um þingfararkostnað og hvort að ástæða væri til að hefja siðareglumál á hendur þingmönnum fyrir brot á siðareglum þar sem endurgreiðslur fyrir útgjöld þeirra væru ekki í fullkomnu samræmi við reglur forsætisnefndar. Fór Björn Leví fram á að forstætisnefnd myndi jafnframt meta hvort tilefni væri til að kæra einstaka þingmenn til lögreglu fyrir meint auðgunarbrot. Þingmaðurinn krafðist þess síðan til vara að mál Ásmundar Friðrikssonar yrði tekið til sérstakrar skoðunar, en Ásmundur var sá þingmaður sem fékk hæstar endurgreiðslur í fyrra, alls 4,6 milljónir króna.Sjá einnig:Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Ummæli í fjölmiðlum ein og sér gefi ekki tilefni til almennrar athugunar Í bréfi forsætisnefndar til Björns Levís varðandi það að hvert og eitt ferðatilefni verði rannsakað er vísað í að gildandi lög og reglur um aksturskostnað þingmanna geri ráð fyrir því að fundur sem þingmaður hefur verið boðaður eða boðar sjálfur til, sé vegna starfa hans sem alþingismanns eða annars sem af starfi hans leiðir. Langoftast liggi fyrir fundarboð eða lýsing á fundarefni en í þeim tilvikum þegar svo er ekki hafi skrifstofa Alþingis gert athugasemdir og veitt þingmönnum leiðbeiningar um að tilgreina skuli slíkar upplýsingar. Að því er segir í bréfinu hefur ekkert komið fram sem gefi „tilefni til þess að ætla að í framkvæmd skrifstofunnar hai ekki verið gengið úr skugga um að tilgreint tilefni ferðar hafi verið vegna starfa alþingismanns.“ Þá var heldur ekki séð, að því er segir í bréfinu, að til staðar væru atvik þar sem ætla mætti að rökstuddur grunur væri um refsiverða háttsemi einstakra þingmanna við endurgreiðslu aksturskostnaðar sem kæra beri til lögreglu. Var kröfu Björns Levís um almenna rannsókn því hafnað. Hvað varðar að taka endurgreiðslur til Ásmundar til sérstakrar athugunar segir í bréfi forsætisnefndar að þau ummæli Ásmundar í fjölmiðlum sem Björn Leví vísar í, máli sínu til stuðnings, gefi „ein og sér ekki nægilegt tilefni til almennrar athugunar á endurgreiðslu aksturskostnaðar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn.“ Er jafnframt vísað í þá athugun sem fram fór á endurgreiðslu aksturskostnaðar til Ásmundar frá 1. janúar 2017 og til þess tíma er relgur um notkun bílaleigubíla voru innleiddar að fullu í febrúar síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur þegar kom að endurgreiðslum sem hann fékk vegna aksturskostnaðar. Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. Björn Leví beindi erindi til forsætisnefndar í október síðastliðnum þar sem hann fór fram á að nefndin kannaði sérstaklega hvert og eitt ferðatilefni þar sem þingmaður hefði fengið endurgreiddan ferðakostnað. Þá fór hann fram á að það yrði metið hvort að tilefni aksturs falli undir reglur um þingfararkostnað og hvort að ástæða væri til að hefja siðareglumál á hendur þingmönnum fyrir brot á siðareglum þar sem endurgreiðslur fyrir útgjöld þeirra væru ekki í fullkomnu samræmi við reglur forsætisnefndar. Fór Björn Leví fram á að forstætisnefnd myndi jafnframt meta hvort tilefni væri til að kæra einstaka þingmenn til lögreglu fyrir meint auðgunarbrot. Þingmaðurinn krafðist þess síðan til vara að mál Ásmundar Friðrikssonar yrði tekið til sérstakrar skoðunar, en Ásmundur var sá þingmaður sem fékk hæstar endurgreiðslur í fyrra, alls 4,6 milljónir króna.Sjá einnig:Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Ummæli í fjölmiðlum ein og sér gefi ekki tilefni til almennrar athugunar Í bréfi forsætisnefndar til Björns Levís varðandi það að hvert og eitt ferðatilefni verði rannsakað er vísað í að gildandi lög og reglur um aksturskostnað þingmanna geri ráð fyrir því að fundur sem þingmaður hefur verið boðaður eða boðar sjálfur til, sé vegna starfa hans sem alþingismanns eða annars sem af starfi hans leiðir. Langoftast liggi fyrir fundarboð eða lýsing á fundarefni en í þeim tilvikum þegar svo er ekki hafi skrifstofa Alþingis gert athugasemdir og veitt þingmönnum leiðbeiningar um að tilgreina skuli slíkar upplýsingar. Að því er segir í bréfinu hefur ekkert komið fram sem gefi „tilefni til þess að ætla að í framkvæmd skrifstofunnar hai ekki verið gengið úr skugga um að tilgreint tilefni ferðar hafi verið vegna starfa alþingismanns.“ Þá var heldur ekki séð, að því er segir í bréfinu, að til staðar væru atvik þar sem ætla mætti að rökstuddur grunur væri um refsiverða háttsemi einstakra þingmanna við endurgreiðslu aksturskostnaðar sem kæra beri til lögreglu. Var kröfu Björns Levís um almenna rannsókn því hafnað. Hvað varðar að taka endurgreiðslur til Ásmundar til sérstakrar athugunar segir í bréfi forsætisnefndar að þau ummæli Ásmundar í fjölmiðlum sem Björn Leví vísar í, máli sínu til stuðnings, gefi „ein og sér ekki nægilegt tilefni til almennrar athugunar á endurgreiðslu aksturskostnaðar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn.“ Er jafnframt vísað í þá athugun sem fram fór á endurgreiðslu aksturskostnaðar til Ásmundar frá 1. janúar 2017 og til þess tíma er relgur um notkun bílaleigubíla voru innleiddar að fullu í febrúar síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22
Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00
„Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19