Hvar vilja konur vinna? Edda Hermannsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 12:06 Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi og fáar konur sækja á sjó. Á sama tíma eru konur í miklum meirihluta í háskólum landsins og hefur þeim fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvóti var settur á. Konur eru þó ekki við stjórnvölin í svipuðum mæli og karlar þegar kemur að framkvæmdastjórn fyrirtækja og er kynjaskiptur vinnumarkaður áhyggjuefni í augum margra. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara muntu enda einhversstaðar segir máltækið og það á ágætlega við þegar horft er á kynjahlutfall í ólíkum atvinnugreinum. Konur eru meirihluti brautskráðra í heilbrigðis- og velferðargreinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjónustustörf, menntunarstörf, viðskipti og lögfræði eru jafnframt meðal greina þar sem konur eru í meirihluta. Karlar eru hinsvegar í meirihluta þegar kemur að greinum eins og verkfræði og tölvunarfræði. Það er vissulega uppeldis- og líffræðilegur munur á kynjunum en í seinni tíð hafa skólar dregið meðvitað úr þeim mun til að leyfa ólíkum hliðum að njóta sín. Það breytir því ekki að sögulega hafa greinar eins og sjómennska verið karllægar og störfin líkamlega erfið. En þrátt fyrir tæknilegar breytingar sem dragi úr því erfiði og þrátt fyrir að við eigum fjölmargar sterkar konur, meira að segja með þeim sterkustu í heimi, þá sækja konur samt ekki á sjóinn. Áhugaverðar breytinga hafa þó orðið á þessu hjá nágrönnum okkar í Noregi þar sem konum fór að fjölga þegar aðbúnaður breyttist með tilkomu nýrra skipa. En þetta þýðir ekki að konur starfi ekki í sjávarútvegi því konum hefur fjölgað í afleiddum greinum og hafa komið af krafti inn í nýsköpun í sjávarútvegi. Fréttaflutningur í sjávarútvegi höfðar meira að segja til kynjanna á ólíkan hátt en karlar lesa frekar fréttir af nýjum togurum á meðan konur sýna fréttum af nýsköpun meiri áhuga. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart þegar við horfum á menntun. Árið 2016 skráðu 47 konur sig í tækniskólann og það sama ár voru í heildina þrjár konur í skipstjórnarskólanum og álíka eins í vélstjórn. Það er því nokkuð ljóst að áhugi kynjanna er ólíkur. Um 3000 konur útskrifuðust úr háskólum landsins árið 2016 og árið eftir voru samtals um 4000 konur í námi félagsvísindum, lögfræði og viðskiptafræði. Konur starfa vissulega víða í íslensku viðskiptalífi en fáar konur starfa í fjárfestingabönkum. Ólíkt sjómennsku er ekki hægt að segja að konur hafi ekki menntun sem styður við störf í þessum geira en hvað er það þá sem fælir þær frá? Er það umhverfið og menningin sem heillar konur síður eða hafa þær einhverjar hugmyndir um starfið sem fælir þær frá? Hafa þær almennt ekki áhuga á þessum störfum? Þarf að kynna ákveðin störf betur fyrir körlum og konum þar sem kynjahallinn er mikill? Hvað þarf að breytast svo konur sæki í þessi störf í auknum mæli þar sem þær hafa augljóslega bakgrunn til? Jafnréttismál eru alltaf í umræðunni enda stór hluti af því að gera samfélagið okkar enn betra en það er líka nauðsynlegt að vera raunsæ og hafa skýra stefnu. Viljum við og er raunhæft að það verði jafnt hlutfall i öllum greinum?Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Mest lesið RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Engin kona starfar í dag sem verðbréfamiðlari á Íslandi og fáar konur sækja á sjó. Á sama tíma eru konur í miklum meirihluta í háskólum landsins og hefur þeim fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvóti var settur á. Konur eru þó ekki við stjórnvölin í svipuðum mæli og karlar þegar kemur að framkvæmdastjórn fyrirtækja og er kynjaskiptur vinnumarkaður áhyggjuefni í augum margra. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara muntu enda einhversstaðar segir máltækið og það á ágætlega við þegar horft er á kynjahlutfall í ólíkum atvinnugreinum. Konur eru meirihluti brautskráðra í heilbrigðis- og velferðargreinum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjónustustörf, menntunarstörf, viðskipti og lögfræði eru jafnframt meðal greina þar sem konur eru í meirihluta. Karlar eru hinsvegar í meirihluta þegar kemur að greinum eins og verkfræði og tölvunarfræði. Það er vissulega uppeldis- og líffræðilegur munur á kynjunum en í seinni tíð hafa skólar dregið meðvitað úr þeim mun til að leyfa ólíkum hliðum að njóta sín. Það breytir því ekki að sögulega hafa greinar eins og sjómennska verið karllægar og störfin líkamlega erfið. En þrátt fyrir tæknilegar breytingar sem dragi úr því erfiði og þrátt fyrir að við eigum fjölmargar sterkar konur, meira að segja með þeim sterkustu í heimi, þá sækja konur samt ekki á sjóinn. Áhugaverðar breytinga hafa þó orðið á þessu hjá nágrönnum okkar í Noregi þar sem konum fór að fjölga þegar aðbúnaður breyttist með tilkomu nýrra skipa. En þetta þýðir ekki að konur starfi ekki í sjávarútvegi því konum hefur fjölgað í afleiddum greinum og hafa komið af krafti inn í nýsköpun í sjávarútvegi. Fréttaflutningur í sjávarútvegi höfðar meira að segja til kynjanna á ólíkan hátt en karlar lesa frekar fréttir af nýjum togurum á meðan konur sýna fréttum af nýsköpun meiri áhuga. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart þegar við horfum á menntun. Árið 2016 skráðu 47 konur sig í tækniskólann og það sama ár voru í heildina þrjár konur í skipstjórnarskólanum og álíka eins í vélstjórn. Það er því nokkuð ljóst að áhugi kynjanna er ólíkur. Um 3000 konur útskrifuðust úr háskólum landsins árið 2016 og árið eftir voru samtals um 4000 konur í námi félagsvísindum, lögfræði og viðskiptafræði. Konur starfa vissulega víða í íslensku viðskiptalífi en fáar konur starfa í fjárfestingabönkum. Ólíkt sjómennsku er ekki hægt að segja að konur hafi ekki menntun sem styður við störf í þessum geira en hvað er það þá sem fælir þær frá? Er það umhverfið og menningin sem heillar konur síður eða hafa þær einhverjar hugmyndir um starfið sem fælir þær frá? Hafa þær almennt ekki áhuga á þessum störfum? Þarf að kynna ákveðin störf betur fyrir körlum og konum þar sem kynjahallinn er mikill? Hvað þarf að breytast svo konur sæki í þessi störf í auknum mæli þar sem þær hafa augljóslega bakgrunn til? Jafnréttismál eru alltaf í umræðunni enda stór hluti af því að gera samfélagið okkar enn betra en það er líka nauðsynlegt að vera raunsæ og hafa skýra stefnu. Viljum við og er raunhæft að það verði jafnt hlutfall i öllum greinum?Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar