Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 10:30 Sigrún Sif Jóelsdóttir. Gangan hefst klukkan 17 á Arnarhóli. Fréttablaðið/Ernir Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilkynningu frá samökunum segir að dagurinn marki upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Gangan hefst á Arnarhóli og verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. „Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er #hearmetoo. Á undanförnum árum hafa raddir þolenda kynferðisofbeldis og aðgerðarsinna gegn kynbundnu ofbeldi fengið hljómgrunn í gegnum byltingar á borð við #metoo og #timesup. Í Ljósagöngunni í ár heiðrar UN Women á Íslandi hinar fjölmörgu hugrökku raddir sem ljáð hafa byltingunni reynslu sína og frásagnir en einnig þær konur sem ekki búa við frelsi til að geta tjáð sig um misréttið sem þær eru beittar og neyðast til að bera harm sinn í hljóði. Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir gönguna ásamt Olgu Ólafsdóttur, Hjördísi Svan og Hildi Björk Hörpudóttir sem allar hafa barist gegn ofbeldi á konum og börnum. Sigrún Sif flytur hugvekju en hún tók þátt í herferð UN Women á Íslandi Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í myndbandi herferðarinnar sem fór eins og eldur um sinu netheima kom Sigrún ekki fram undir nafni en lánaði herferðinni sögu sína. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Sigrún Sif Jóelsdóttir er jafnframt ein kvennanna í hópnum metoo fjölskyldutengsl og mun leiða Ljósagöngu UN Women í ár ásamt Olgu, Hjördísi og Hildi Björk í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningunni. Kynferðisofbeldi MeToo Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilkynningu frá samökunum segir að dagurinn marki upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Gangan hefst á Arnarhóli og verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. „Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er #hearmetoo. Á undanförnum árum hafa raddir þolenda kynferðisofbeldis og aðgerðarsinna gegn kynbundnu ofbeldi fengið hljómgrunn í gegnum byltingar á borð við #metoo og #timesup. Í Ljósagöngunni í ár heiðrar UN Women á Íslandi hinar fjölmörgu hugrökku raddir sem ljáð hafa byltingunni reynslu sína og frásagnir en einnig þær konur sem ekki búa við frelsi til að geta tjáð sig um misréttið sem þær eru beittar og neyðast til að bera harm sinn í hljóði. Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir gönguna ásamt Olgu Ólafsdóttur, Hjördísi Svan og Hildi Björk Hörpudóttir sem allar hafa barist gegn ofbeldi á konum og börnum. Sigrún Sif flytur hugvekju en hún tók þátt í herferð UN Women á Íslandi Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í myndbandi herferðarinnar sem fór eins og eldur um sinu netheima kom Sigrún ekki fram undir nafni en lánaði herferðinni sögu sína. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Sigrún Sif Jóelsdóttir er jafnframt ein kvennanna í hópnum metoo fjölskyldutengsl og mun leiða Ljósagöngu UN Women í ár ásamt Olgu, Hjördísi og Hildi Björk í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningunni.
Kynferðisofbeldi MeToo Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Sjá meira
Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01