Pútín á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2018 01:00 Pútín dvelur nú í góðu yfirlæti á Suðurlandi en hann hefur haldið sig á sama staðnum í þrettán ár á þessum tíma. Hér erum við að tala um forystusauð á bænum Brúnastöðum. Þegar komið er í fjárhúsið á Brúnastöðum í Flóahreppi hjá þeim Ágústi Inga og Elínu Magnúsdóttur má sjá nokkrar fallegar forystuær en af öllum ólöstuðum er það hrúturinn Pútín sem ber af í fjárhúsinu, stór og stæðilegur með flott horn. Ágúst Ingi er ánægður með forystuféð sitt. „Við erum með þetta svona til gamans, þetta er náttúrulega ekki kjötfé. Við erum með fimm forystukindur og einn sauð sem er að verða þréttán vetra, farina að eldasta blessaður“, segir Ágúst Ingi. Ágúst Ingi Ketilsson sauðfjár og kúabóndi á Brúnastöðum.Magnús HlynurÁgúst Ingi segir nauðsynlegt að viðhalda stofninum á Íslandi. „Já, þetta er náttúrulega einstakur stofn og búið að skilgreina hann sem sérstakt sauðfjárkyn í landinu. Mig minnir að það séu um þúsund forystukindur í landinu, það er nauðsynlegt að viðhalda þessu eins og öðrum búfjárkynjum. Það eru mjög margir með forystukindur svona sér til gamans“. Forystufé hefur verið til á Íslandi um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Góður forystusauður fer á undan í slæmri færð og finnur bestu leiðina. Forystufé er einnig talið veðurglöggt og er það oft tregt til að fara úr húsi ef von er á slæmum veðrum. Í Þistilfirði er rekið fræðasetur um forystufé sem Daníel Hansen rekur og hefur byggt upp af myndarskap. „Þetta eru bara einstakar skepnur sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ræktaðar með allt öðru hugarfari en venjulegar kindur. Í dag eru um þrettán hundruð hreinræktar forystukindur á Íslandi og þetta er eiginlega bara tegund í útrýmingarhættu“, segir Daníel. Flóahreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Pútín dvelur nú í góðu yfirlæti á Suðurlandi en hann hefur haldið sig á sama staðnum í þrettán ár á þessum tíma. Hér erum við að tala um forystusauð á bænum Brúnastöðum. Þegar komið er í fjárhúsið á Brúnastöðum í Flóahreppi hjá þeim Ágústi Inga og Elínu Magnúsdóttur má sjá nokkrar fallegar forystuær en af öllum ólöstuðum er það hrúturinn Pútín sem ber af í fjárhúsinu, stór og stæðilegur með flott horn. Ágúst Ingi er ánægður með forystuféð sitt. „Við erum með þetta svona til gamans, þetta er náttúrulega ekki kjötfé. Við erum með fimm forystukindur og einn sauð sem er að verða þréttán vetra, farina að eldasta blessaður“, segir Ágúst Ingi. Ágúst Ingi Ketilsson sauðfjár og kúabóndi á Brúnastöðum.Magnús HlynurÁgúst Ingi segir nauðsynlegt að viðhalda stofninum á Íslandi. „Já, þetta er náttúrulega einstakur stofn og búið að skilgreina hann sem sérstakt sauðfjárkyn í landinu. Mig minnir að það séu um þúsund forystukindur í landinu, það er nauðsynlegt að viðhalda þessu eins og öðrum búfjárkynjum. Það eru mjög margir með forystukindur svona sér til gamans“. Forystufé hefur verið til á Íslandi um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Góður forystusauður fer á undan í slæmri færð og finnur bestu leiðina. Forystufé er einnig talið veðurglöggt og er það oft tregt til að fara úr húsi ef von er á slæmum veðrum. Í Þistilfirði er rekið fræðasetur um forystufé sem Daníel Hansen rekur og hefur byggt upp af myndarskap. „Þetta eru bara einstakar skepnur sem hvergi eru til annars staðar í heiminum og ræktaðar með allt öðru hugarfari en venjulegar kindur. Í dag eru um þrettán hundruð hreinræktar forystukindur á Íslandi og þetta er eiginlega bara tegund í útrýmingarhættu“, segir Daníel.
Flóahreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira