„Því miður kemur þó fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til óyndisúrræða“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 21:02 Konan var færð inn á salerni öldrunardeildar Landspítalans vegna plássleysis. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það því miður koma fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til „óyndisúrræða“ og vísar þar í fréttir af því í gær þegar 92 ára gömul kona þurfti að gista inni á salerni bráðaöldrunardeildar. Páll kemur inn á málið í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Konan var flutt fyrir hádegi í gær eftir að hafa gist yfir nótt inni á salerni. Dóttir konunnar vakti athygli á málinu á Facebook. „Að vonum var fólki brugðið, enda er þetta ekki aðstaða sem nokkur ætti að þurfa að búa við. Því miður kemur þó fyrir, við sérstakar aðstæður, að grípa verður til óyndisúrræða af þessu tagi, þótt auðvitað sé sjúklingi komið í betra rými um leið og það er unnt,“ skrifar Páll.Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir„Þetta er birtingarmynd af því ástandi sem við á Landspítala höfum verið óþreytandi að benda á: skortur á úrræðum fyrir sjúklinga sem þegar hafa lokið meðferð og þurfa úrræði utan spítalans veldur því að deildir yfirfyllast, þegar að nýir sjúklingar þurfa þjónustu deildarinnar en aðrir komast ekki af henni.“ Páll segir að samhliða þessu hafi spítalinn þurft að loka rúmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, en nú séu ríflega 40 rúm lokuð vegna þessa. Hann segir að Landspítalinn sé sérgreinasjúkrahús og til þess leiti fólk með vandamál sem krefjist sérhæfðrar þekkingar, ekki fólk í leit að húsaskjóli. „Þess vegna er mikilvægt að sú mikla fjárfesting sem í mannauð og búnað hefur verið lögð nýtist með sem bestum hætti. Afar áríðandi er að sú deild sem sjúklingur leggst inn á sé mönnuð starfsfólki sem sérhæfir sig í vandamáli viðkomandi. Þannig getum við best tryggt að viðunandi meðferð fáist og lágmarkað líkur á alvarlegum atvikum. Það er vel þekkt að þegar alvarleg atvik verða, þá er innlögn utan þeirrar sérhæfingar sem sjúklingurinn þarfnast einn af lykilþáttum í því sem aflaga fer.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. 22. nóvember 2018 19:30 Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. 22. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það því miður koma fyrir við sérstakar aðstæður að grípa verður til „óyndisúrræða“ og vísar þar í fréttir af því í gær þegar 92 ára gömul kona þurfti að gista inni á salerni bráðaöldrunardeildar. Páll kemur inn á málið í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Konan var flutt fyrir hádegi í gær eftir að hafa gist yfir nótt inni á salerni. Dóttir konunnar vakti athygli á málinu á Facebook. „Að vonum var fólki brugðið, enda er þetta ekki aðstaða sem nokkur ætti að þurfa að búa við. Því miður kemur þó fyrir, við sérstakar aðstæður, að grípa verður til óyndisúrræða af þessu tagi, þótt auðvitað sé sjúklingi komið í betra rými um leið og það er unnt,“ skrifar Páll.Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir„Þetta er birtingarmynd af því ástandi sem við á Landspítala höfum verið óþreytandi að benda á: skortur á úrræðum fyrir sjúklinga sem þegar hafa lokið meðferð og þurfa úrræði utan spítalans veldur því að deildir yfirfyllast, þegar að nýir sjúklingar þurfa þjónustu deildarinnar en aðrir komast ekki af henni.“ Páll segir að samhliða þessu hafi spítalinn þurft að loka rúmum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, en nú séu ríflega 40 rúm lokuð vegna þessa. Hann segir að Landspítalinn sé sérgreinasjúkrahús og til þess leiti fólk með vandamál sem krefjist sérhæfðrar þekkingar, ekki fólk í leit að húsaskjóli. „Þess vegna er mikilvægt að sú mikla fjárfesting sem í mannauð og búnað hefur verið lögð nýtist með sem bestum hætti. Afar áríðandi er að sú deild sem sjúklingur leggst inn á sé mönnuð starfsfólki sem sérhæfir sig í vandamáli viðkomandi. Þannig getum við best tryggt að viðunandi meðferð fáist og lágmarkað líkur á alvarlegum atvikum. Það er vel þekkt að þegar alvarleg atvik verða, þá er innlögn utan þeirrar sérhæfingar sem sjúklingurinn þarfnast einn af lykilþáttum í því sem aflaga fer.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. 22. nóvember 2018 19:30 Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. 22. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11
Hvorki sú fyrsta né síðasta á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem varði nóttinni í sjúkrarúmi á salerni Landspítalans er hvorki fyrsti né verður hún síðasti sjúklingurinn sem þarf að liggja þar inni, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Hún segir skort á sjúkrarýmum geta ógnað öryggi sjúklinga. 22. nóvember 2018 19:30
Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. 22. nóvember 2018 12:45