Beðið í tvö og hálft ár eftir offituaðgerð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 20:30 Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð. Kona sem beðið hefur í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð segir erfitt að missa ekki tökin í biðinni. Hún og fleiri í sömu stöðu þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Í fréttum okkar undanfarið höfum við fjallað um langa biðlista í magahjáveituaðgerðir á Landspítalanum en um 100 manns bíða nú eftir aðgerð. Fagaðilar hafa sagt ástandið grafalvarlegt þar sem fólk þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Það sé búið að vera of feitt of lengi og eigi í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma en það geti ekki lést á annan hátt. Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð en hún sótti fyrst um að komast að á Reykjalundi í júlí árið 2016 en til þess að komast á biðlista á spítalanum þarf fyrst að fara þangað í meðferð.Borðaði sér til huggunar Ólöf byrjaði að fitna við fermingaraldurinn, eftir að hafa verið lögð í einelti. „Ég borðaði mér til huggunar lengi vel og gerði það þar til fyrir þremur árum. Ég hef örugglega prófað alla megrunarkúra sem eru til á landinu nema kannski ekki vírað saman á mér munninn. Þetta er eilífðarvandamál. Þetta læknast ekki þó að maður fari í megrun. Þetta kemur bara tvöfalt til baka.“ Ólöf var orðin 170 kíló fyrir nokkrum árum en hefur með mikilli hjálp fagaðila náð að léttast um 40 kíló. Hún segist ekki komast neðar. „Maður fær nýja kjörþyng. Líkaminn finnur jafnvægi þarna. Hann heldur sér í þeirri þyngd sem þú ert búin að vera lengst í. Þetta er bara lífeðlisfræði og það er rosalega erfitt að ætla að fara sigra hana. Hún er bara eins og hún er“Segist vita um marga í sömu stöðu Hún segir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir sig að komast í aðgerð - ef hún bíði mikið lengur gæti hún fengið lífshættulega fylgikvilla offitu. „Ég á tvö börn og þarf að lifa áfram fyrir þau. Það eru líka fult af lífsgæðum sem maður missir af ef maður er of feitur. Mig langar til dæmis á skíði en ég get það ekki. Ef ég brota, hver á þá að halda á mér?“ Ólöf segist vita um marga sem eru í sömu stöðu. Hún segir fólk við það að gefast upp. Það er líka bara erfitt að vera ennþá of þungur og komast ekki í sitt framhald. Þú ert búin að undirbúa þig fyrir þessa aðgerð svo þarftu kannski að bíða í tvö þrjú ár“ Það sé þá mikil hætta á því að fólk þyngist aftur og missi tökin. Ólöf er nú loks búin að fá vilyrði fyrir því að hún komist í aðgerðina í vor, nærri þremur árum eftir að hún sótti um á Reykjalundi. „Þegar þú ferð svo að bíða heima er þetta erfitt. Það eru ekki allir sem geta leyft sér það að panta sér tíma hjá sálfræðingi til þess að halda sjálfsaganum við. Það eru ekki allir sem treysta sér inná líkamsræktarstöð. “ Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Kona sem beðið hefur í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð segir erfitt að missa ekki tökin í biðinni. Hún og fleiri í sömu stöðu þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Í fréttum okkar undanfarið höfum við fjallað um langa biðlista í magahjáveituaðgerðir á Landspítalanum en um 100 manns bíða nú eftir aðgerð. Fagaðilar hafa sagt ástandið grafalvarlegt þar sem fólk þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Það sé búið að vera of feitt of lengi og eigi í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma en það geti ekki lést á annan hátt. Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð en hún sótti fyrst um að komast að á Reykjalundi í júlí árið 2016 en til þess að komast á biðlista á spítalanum þarf fyrst að fara þangað í meðferð.Borðaði sér til huggunar Ólöf byrjaði að fitna við fermingaraldurinn, eftir að hafa verið lögð í einelti. „Ég borðaði mér til huggunar lengi vel og gerði það þar til fyrir þremur árum. Ég hef örugglega prófað alla megrunarkúra sem eru til á landinu nema kannski ekki vírað saman á mér munninn. Þetta er eilífðarvandamál. Þetta læknast ekki þó að maður fari í megrun. Þetta kemur bara tvöfalt til baka.“ Ólöf var orðin 170 kíló fyrir nokkrum árum en hefur með mikilli hjálp fagaðila náð að léttast um 40 kíló. Hún segist ekki komast neðar. „Maður fær nýja kjörþyng. Líkaminn finnur jafnvægi þarna. Hann heldur sér í þeirri þyngd sem þú ert búin að vera lengst í. Þetta er bara lífeðlisfræði og það er rosalega erfitt að ætla að fara sigra hana. Hún er bara eins og hún er“Segist vita um marga í sömu stöðu Hún segir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir sig að komast í aðgerð - ef hún bíði mikið lengur gæti hún fengið lífshættulega fylgikvilla offitu. „Ég á tvö börn og þarf að lifa áfram fyrir þau. Það eru líka fult af lífsgæðum sem maður missir af ef maður er of feitur. Mig langar til dæmis á skíði en ég get það ekki. Ef ég brota, hver á þá að halda á mér?“ Ólöf segist vita um marga sem eru í sömu stöðu. Hún segir fólk við það að gefast upp. Það er líka bara erfitt að vera ennþá of þungur og komast ekki í sitt framhald. Þú ert búin að undirbúa þig fyrir þessa aðgerð svo þarftu kannski að bíða í tvö þrjú ár“ Það sé þá mikil hætta á því að fólk þyngist aftur og missi tökin. Ólöf er nú loks búin að fá vilyrði fyrir því að hún komist í aðgerðina í vor, nærri þremur árum eftir að hún sótti um á Reykjalundi. „Þegar þú ferð svo að bíða heima er þetta erfitt. Það eru ekki allir sem geta leyft sér það að panta sér tíma hjá sálfræðingi til þess að halda sjálfsaganum við. Það eru ekki allir sem treysta sér inná líkamsræktarstöð. “
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira