Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Árni Sæberg skrifar 10. september 2025 15:28 Arent Orri J. Claessen er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. SHÍ Stúdentar skilja hvorki upp né niður í ákvörðun ráðherra háskólamála að hækka skráningargjald í opinbera háskóla um þriðjung, á sama tíma og mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra. „Stúdentar eru allir sammála um það að þessi skráningargjöld eru í raun og veru skólagjöld,“ segir forseti SHÍ. Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Í tilkynningu frá ráðuneyti Loga sagði að hámarki skrásetningargjalda hefði síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hefði því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Þá hefðu rektorar opinberu háskólana lengi kallað eftir því að skrásetningargjaldið yrði hækkað. Krafa rektors úr öllu hófi Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að umræðan um skráningargjöldin og mögulega hækkun þeirra sé ekki ný af nálinni. Stúdentaráð hafi um árabil barist gegn þeim. Þar beri hæst kæra fyrrverandi nemanda við skólann vegna gjaldanna og krafa um endurgreiðslu. Það nýjast í málinu fyrir tilkynningu Loga hafi verið ákall rektora allra opinberu háskólana í maí um heimild til að hækka skólagjöldin. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor HÍ, sagði í samtali við Vísi í júlí að hún vildi helst að ríkið hækkaði framlög til skólans en annars þyrfti að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ væri metinn á um 180 þúsund krónur. Þessa beiðni rektors, að fá að hækka skráningargjöld á einu bretti um 125 þúsund krónur, eða 240 prósent, segir Arent Orri úr öllu hófi. Hann tekur þó heils hugar undir með rektor að auka þurfi fjárframlög til háskólans. „Þannig að það að hækka þetta úr 75 þúsund krónum í hundrað þúsund krónur, þetta er kannski hófleg hækkun miðað við það sem var óskað eftir. En stúdentar setja spurningarmerki við það hvort forsendur fyrir þessari hækkun séu yfir höfuð réttmætar. Mér finnst fullóábyrgt að taka ákvörðun um þessa hækkun áður en það liggur fyrir niðurstaða í þessu máli.“ Óskaði eftir endurgreiðslu árið 2022 Þar vísar Arent Orri til máls stúdentsins fyrrverandi Jessýjar Jónsdóttur, sem óskaði eftir því árið 2022 við Háskólaráð að henni yrðu endurgreidd skráningargjöldin árið 2022. Ráðið hafnaði beiðni hennar og hún kærði ákvörðun þess til Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema, með fulltingi SHÍ. SHÍ blés svo til blaðamannafundar í október árið 2023 þar sem því var lýst yfir að stúdentar hefðu farið með sigur af hólmi fyrir áfrýjunarnefndinni. Nefndin hefði úrskurðað skráningargjöldin ólögmæt. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem í úrskurði nefndarinnar var ákvörðun Háskólaráðs ógilt en þess krafist að HÍ legði fram útreikninga á því hvernig skráningargjöldunum væri varið. Með öðrum orðum hvort þau væru skráningargjöld eða skólagjöld. „Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi,“ sagði í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar, þáverandi rektors, á sínum tíma. Koma verði til móts við nemendur fái gjöldin að standa Háskólinn óskaði eftir endurupptöku á máli Jessýjar og lagði fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hefur verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum. Arent Orri bendir á að málsmeðferðartími í máli hennar jafnist á við málsmeðferðartíma einkamála sem rata alla leið í Hæstarétt. Hann segir að fallist áfrýjunarnefndin á málatilbúnað háskólans sé ljóst að koma muni þurfa til móts við þá nemendur sem eiga erfitt með að bera kostnað af skráningu sinni í skólann á hverju ári. Stúdentaráði berist nú þegar fjöldi erinda frá stúdentum sem lýsi yfir áhyggjum sínum af greiðslu skráningargjaldanna. Ekki muni bæta úr skák ef gjöldin hækka um þriðjung. Arent nefnir til að mynda styrki við efnaminni nemendur eða að Menntasjóður námsmanna láni fyrir skráningargjöldunum, sem hefur ekki verið gert hingað til. Háskólar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. 8. júlí 2025 12:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Í tilkynningu frá ráðuneyti Loga sagði að hámarki skrásetningargjalda hefði síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hefði því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Þá hefðu rektorar opinberu háskólana lengi kallað eftir því að skrásetningargjaldið yrði hækkað. Krafa rektors úr öllu hófi Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að umræðan um skráningargjöldin og mögulega hækkun þeirra sé ekki ný af nálinni. Stúdentaráð hafi um árabil barist gegn þeim. Þar beri hæst kæra fyrrverandi nemanda við skólann vegna gjaldanna og krafa um endurgreiðslu. Það nýjast í málinu fyrir tilkynningu Loga hafi verið ákall rektora allra opinberu háskólana í maí um heimild til að hækka skólagjöldin. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor HÍ, sagði í samtali við Vísi í júlí að hún vildi helst að ríkið hækkaði framlög til skólans en annars þyrfti að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ væri metinn á um 180 þúsund krónur. Þessa beiðni rektors, að fá að hækka skráningargjöld á einu bretti um 125 þúsund krónur, eða 240 prósent, segir Arent Orri úr öllu hófi. Hann tekur þó heils hugar undir með rektor að auka þurfi fjárframlög til háskólans. „Þannig að það að hækka þetta úr 75 þúsund krónum í hundrað þúsund krónur, þetta er kannski hófleg hækkun miðað við það sem var óskað eftir. En stúdentar setja spurningarmerki við það hvort forsendur fyrir þessari hækkun séu yfir höfuð réttmætar. Mér finnst fullóábyrgt að taka ákvörðun um þessa hækkun áður en það liggur fyrir niðurstaða í þessu máli.“ Óskaði eftir endurgreiðslu árið 2022 Þar vísar Arent Orri til máls stúdentsins fyrrverandi Jessýjar Jónsdóttur, sem óskaði eftir því árið 2022 við Háskólaráð að henni yrðu endurgreidd skráningargjöldin árið 2022. Ráðið hafnaði beiðni hennar og hún kærði ákvörðun þess til Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema, með fulltingi SHÍ. SHÍ blés svo til blaðamannafundar í október árið 2023 þar sem því var lýst yfir að stúdentar hefðu farið með sigur af hólmi fyrir áfrýjunarnefndinni. Nefndin hefði úrskurðað skráningargjöldin ólögmæt. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem í úrskurði nefndarinnar var ákvörðun Háskólaráðs ógilt en þess krafist að HÍ legði fram útreikninga á því hvernig skráningargjöldunum væri varið. Með öðrum orðum hvort þau væru skráningargjöld eða skólagjöld. „Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi,“ sagði í yfirlýsingu Jóns Atla Benediktssonar, þáverandi rektors, á sínum tíma. Koma verði til móts við nemendur fái gjöldin að standa Háskólinn óskaði eftir endurupptöku á máli Jessýjar og lagði fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hefur verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum. Arent Orri bendir á að málsmeðferðartími í máli hennar jafnist á við málsmeðferðartíma einkamála sem rata alla leið í Hæstarétt. Hann segir að fallist áfrýjunarnefndin á málatilbúnað háskólans sé ljóst að koma muni þurfa til móts við þá nemendur sem eiga erfitt með að bera kostnað af skráningu sinni í skólann á hverju ári. Stúdentaráði berist nú þegar fjöldi erinda frá stúdentum sem lýsi yfir áhyggjum sínum af greiðslu skráningargjaldanna. Ekki muni bæta úr skák ef gjöldin hækka um þriðjung. Arent nefnir til að mynda styrki við efnaminni nemendur eða að Menntasjóður námsmanna láni fyrir skráningargjöldunum, sem hefur ekki verið gert hingað til.
Háskólar Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. 8. júlí 2025 12:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. 8. júlí 2025 12:00