Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 12:25 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra landsins. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vekur máls á stöðunni í færslu á Facebook í dag. „Í nótt rufu fjölmargir rússneskir árásardrónar pólska lofthelgi og voru margir þeirra skotnir niður í samstarfi pólskra, hollenskra, þýskra og ítalskra herja. Friðarviljinn Pútins ætti löngu að vera nokkuð ljós, ekki nóg með að Rússar hafi hafnað hugmyndum um vopnahlé og frystingu deilunnar, heldur hafa þeir stigmagnað árásir á Úkraínu og nú taka þeir þetta skrefinu lengra með því að senda árásardróna inn í NATO ríki,“ skrifar Pawel meðal annars. Það sé gott að brugðist hafi verið við með valdi. NATO þurfi að sýna styrk sinn og staðfestu að mati Pawels. Ráðuneytið vaktar stöðuna Í skilaboðum utanríkisráðuneytisins til íslenskra ríkisborgara í Póllandi eru þeir hvattir til þess að virða tilmæli yfirvalda í Póllandi. „Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála í Póllandi eftir atburði næturinnar og biðlar til íslenskra ríkisborgara að virða tilmæli yfirvalda og fylgjast vel með staðbundnum fjölmiðlum. Þá er vakin athygli á því að þrátt fyrir að flugvellir landsins séu opnir, megi búast við töfum á flugsamgöngum,“ segir í færslu á samfélagsmiðlum utanríkisráðuneytisins í dag. Ef aðstoðar sé þörf sé hægt að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar í síma + 354 545-0112. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur einnig birt færslu á X þar sem hún segir að aðgerðir Rússa í Úkraínu og í Póllandi í nótt séu algjörlega óásættanlegar. Bandamenn verði að bregðast við og leysa í sameiningu. Russia’s overnight attacks on Ukraine with several drones crossing into Poland are unacceptable. It is a reckless escalation that Allies must meet with resolve & unity.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) September 10, 2025 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Íslendingar erlendis NATO Pólland Viðreisn Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra landsins. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vekur máls á stöðunni í færslu á Facebook í dag. „Í nótt rufu fjölmargir rússneskir árásardrónar pólska lofthelgi og voru margir þeirra skotnir niður í samstarfi pólskra, hollenskra, þýskra og ítalskra herja. Friðarviljinn Pútins ætti löngu að vera nokkuð ljós, ekki nóg með að Rússar hafi hafnað hugmyndum um vopnahlé og frystingu deilunnar, heldur hafa þeir stigmagnað árásir á Úkraínu og nú taka þeir þetta skrefinu lengra með því að senda árásardróna inn í NATO ríki,“ skrifar Pawel meðal annars. Það sé gott að brugðist hafi verið við með valdi. NATO þurfi að sýna styrk sinn og staðfestu að mati Pawels. Ráðuneytið vaktar stöðuna Í skilaboðum utanríkisráðuneytisins til íslenskra ríkisborgara í Póllandi eru þeir hvattir til þess að virða tilmæli yfirvalda í Póllandi. „Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála í Póllandi eftir atburði næturinnar og biðlar til íslenskra ríkisborgara að virða tilmæli yfirvalda og fylgjast vel með staðbundnum fjölmiðlum. Þá er vakin athygli á því að þrátt fyrir að flugvellir landsins séu opnir, megi búast við töfum á flugsamgöngum,“ segir í færslu á samfélagsmiðlum utanríkisráðuneytisins í dag. Ef aðstoðar sé þörf sé hægt að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar í síma + 354 545-0112. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur einnig birt færslu á X þar sem hún segir að aðgerðir Rússa í Úkraínu og í Póllandi í nótt séu algjörlega óásættanlegar. Bandamenn verði að bregðast við og leysa í sameiningu. Russia’s overnight attacks on Ukraine with several drones crossing into Poland are unacceptable. It is a reckless escalation that Allies must meet with resolve & unity.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) September 10, 2025
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Íslendingar erlendis NATO Pólland Viðreisn Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira