Ekki talað um gerendur og þolendur Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2018 09:00 Margrét Júlía Rafnsdóttir. Vinátta hófst sem tilraunaverkefni í sex leikskólum en er nú í um helmingi allra leikskóla. Auk þess hefur það verið þróað fyrir yngri bekki grunnskóla. Á næsta ári verður svo kynnt viðbót fyrir allra yngstu börnin á aldrinum 0-3 ára. Margrét Júlía Rafnsdóttir er verkefnisstjóri verkefnisins hjá Barnaheillum og segir í samtali við Fréttablaðið að henni hafi fundist verkefnið spennandi því það er byrjað snemma þegar börnin eru ung og að verkefnið og árangur þess hafi verið vel rannsakað, bæði í Danmörku þaðan sem það er upprunnið og hér á Íslandi eftir að því var komið á fót. „Þangað til þetta efni kemur þá er aðallega verið að vinna með inngrip og hvað eigi að gera til að bregðast við. Þannig hafa verkefnin gjarnan verið. En þá er skaðinn skeður og jafnvel búinn að vera að magnast upp í langan tíma, jafnvel mánuði eða ár, og fengið að þróast óáreitt því enginn hefur tekið eftir eða verið að fylgjast með hópnum í heild,“ segir Margrét. Hún útskýrir að öll umræða um gerendur og þolendur hafi verið tekin úr umræðu í verkefninu. „Vegna þess að það er engin sérstök týpa sem er gerandi eða þolandi. Það er engin ein týpa sem gæti lent í einelti. Það er kannski einhver sem er fórnarlamb eineltis í einhverju ákveðnum aðstæðum en í öðrum aðstæðum er hann það kannski ekki,“ segir Margrét. Hún segir að það sé þó alls ekki þannig að það sé ekki verið að vinna með hegðun barnanna. Í stað þess að líta einungis á slæma hegðun er einnig lögð áhersla á styrkleika þeirra. „Auðvitað þarf að vinna með hegðun hjá börnunum. Þau eiga ekkert að komast upp með hvað sem er. Við leggjum því áherslu á, alltaf þegar upp koma einhverjar aðstæður meðal barna sem þarf að hjálpa þeim að leysa, þá eiga allir að koma út með reisn. Ekki búa til sökudólg og fórnarlamb,“ segir Margrét. Eins er ekki endilega lögð áhersla á að komast að því hver hafi byrjað og hver eigi að biðja hvern afsökunar. „Þá erum við að velta okkur upp úr stöðunni. Börn lenda í alls konar árekstrum og það stoðar ekkert endilega alltaf að kafa ofan í hvert mál fyrir sig , heldur er mikilvægt að halda áfram,“ segir Margrét. Hún segir að þess vegna fyrst og fremst lögð áhersla á góðan skólabrag í verkefninu. Hver skóli fær tösku með verkfærum auk þess sem kennarar og aðrir starfsmenn skólanna eru beðnir að setja upp ákveðin gleraugu um hvernig þau horfa á samskipti krakkanna og hvernig þau geti komið í veg fyrir að samskipti verði slæm. Í hverri tösku er síðan að finna bangsann Blæ, sem er táknmynd verkefnisins og vináttunnar. Blær getur verið af hvaða kyni sem er. Auk þess fá börnin öll sinn eigin bangsa. „Það hefur hjálpað þeim mikið. Þau treysta bangsa fyrir alls konar hlutum og svo er bangsinn notaður í alls konar verkefnum. Það verða hugrenningatengsl. Ef eitthvert barn er að skilja út undan þá fer það barn sem er skilið út undan að sækja bangsann sinn. Þá horfir hitt barnið og skilur: O, já, nei, þú mátt vera með,“ segir Margrét. Hún segir að leikskólarnir séu búnir að hjálpa þeim hvað mest við að koma verkefninu á framfæri. „Það er svo gaman fyrir okkur sem erum að halda námskeiðið. Það er svo mikil gleði og ánægja. Við erum svo þakklátar fyrir hversu vel leikskólinn hefur tekið þessu og leggur sitt á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir einelti og bæta samskipti barna. Það er nú heila málið,“ segir Margrét. Hún segir að börnin séu farin að þekkja verkefnið og þegar þau skipta yfir í grunnskóla séu þau jafnvel farin að biðja um það og segir að margir kennarar tali um að það hjálpi með yfirfærsluna úr leik- í grunnskóla. „Í einum skóla í Kópavogi sagði einn kennarinn að hún hefði aldrei fengið annan eins árgang. Svo mikil samhygð og þau hjálpast að og þau þökkuðu það því að þau hefðu komið úr þessi verkefni,“ segir hún. Margrét segir að verkefnið sé öllum opið sem hafi áhuga og að næsta námskeið verði haldið þann 29. nóvember. Enn sé hægt að skrá sig á heimasíðu Barnaheilla. „Þetta er algert ævintýri þetta verkefni. Ég vona að sem flestir leikskólar verði komnir með þetta innan fárra ára, það verður enginn svikinn af því,“ segir Margrét að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Vinátta hófst sem tilraunaverkefni í sex leikskólum en er nú í um helmingi allra leikskóla. Auk þess hefur það verið þróað fyrir yngri bekki grunnskóla. Á næsta ári verður svo kynnt viðbót fyrir allra yngstu börnin á aldrinum 0-3 ára. Margrét Júlía Rafnsdóttir er verkefnisstjóri verkefnisins hjá Barnaheillum og segir í samtali við Fréttablaðið að henni hafi fundist verkefnið spennandi því það er byrjað snemma þegar börnin eru ung og að verkefnið og árangur þess hafi verið vel rannsakað, bæði í Danmörku þaðan sem það er upprunnið og hér á Íslandi eftir að því var komið á fót. „Þangað til þetta efni kemur þá er aðallega verið að vinna með inngrip og hvað eigi að gera til að bregðast við. Þannig hafa verkefnin gjarnan verið. En þá er skaðinn skeður og jafnvel búinn að vera að magnast upp í langan tíma, jafnvel mánuði eða ár, og fengið að þróast óáreitt því enginn hefur tekið eftir eða verið að fylgjast með hópnum í heild,“ segir Margrét. Hún útskýrir að öll umræða um gerendur og þolendur hafi verið tekin úr umræðu í verkefninu. „Vegna þess að það er engin sérstök týpa sem er gerandi eða þolandi. Það er engin ein týpa sem gæti lent í einelti. Það er kannski einhver sem er fórnarlamb eineltis í einhverju ákveðnum aðstæðum en í öðrum aðstæðum er hann það kannski ekki,“ segir Margrét. Hún segir að það sé þó alls ekki þannig að það sé ekki verið að vinna með hegðun barnanna. Í stað þess að líta einungis á slæma hegðun er einnig lögð áhersla á styrkleika þeirra. „Auðvitað þarf að vinna með hegðun hjá börnunum. Þau eiga ekkert að komast upp með hvað sem er. Við leggjum því áherslu á, alltaf þegar upp koma einhverjar aðstæður meðal barna sem þarf að hjálpa þeim að leysa, þá eiga allir að koma út með reisn. Ekki búa til sökudólg og fórnarlamb,“ segir Margrét. Eins er ekki endilega lögð áhersla á að komast að því hver hafi byrjað og hver eigi að biðja hvern afsökunar. „Þá erum við að velta okkur upp úr stöðunni. Börn lenda í alls konar árekstrum og það stoðar ekkert endilega alltaf að kafa ofan í hvert mál fyrir sig , heldur er mikilvægt að halda áfram,“ segir Margrét. Hún segir að þess vegna fyrst og fremst lögð áhersla á góðan skólabrag í verkefninu. Hver skóli fær tösku með verkfærum auk þess sem kennarar og aðrir starfsmenn skólanna eru beðnir að setja upp ákveðin gleraugu um hvernig þau horfa á samskipti krakkanna og hvernig þau geti komið í veg fyrir að samskipti verði slæm. Í hverri tösku er síðan að finna bangsann Blæ, sem er táknmynd verkefnisins og vináttunnar. Blær getur verið af hvaða kyni sem er. Auk þess fá börnin öll sinn eigin bangsa. „Það hefur hjálpað þeim mikið. Þau treysta bangsa fyrir alls konar hlutum og svo er bangsinn notaður í alls konar verkefnum. Það verða hugrenningatengsl. Ef eitthvert barn er að skilja út undan þá fer það barn sem er skilið út undan að sækja bangsann sinn. Þá horfir hitt barnið og skilur: O, já, nei, þú mátt vera með,“ segir Margrét. Hún segir að leikskólarnir séu búnir að hjálpa þeim hvað mest við að koma verkefninu á framfæri. „Það er svo gaman fyrir okkur sem erum að halda námskeiðið. Það er svo mikil gleði og ánægja. Við erum svo þakklátar fyrir hversu vel leikskólinn hefur tekið þessu og leggur sitt á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir einelti og bæta samskipti barna. Það er nú heila málið,“ segir Margrét. Hún segir að börnin séu farin að þekkja verkefnið og þegar þau skipta yfir í grunnskóla séu þau jafnvel farin að biðja um það og segir að margir kennarar tali um að það hjálpi með yfirfærsluna úr leik- í grunnskóla. „Í einum skóla í Kópavogi sagði einn kennarinn að hún hefði aldrei fengið annan eins árgang. Svo mikil samhygð og þau hjálpast að og þau þökkuðu það því að þau hefðu komið úr þessi verkefni,“ segir hún. Margrét segir að verkefnið sé öllum opið sem hafi áhuga og að næsta námskeið verði haldið þann 29. nóvember. Enn sé hægt að skrá sig á heimasíðu Barnaheilla. „Þetta er algert ævintýri þetta verkefni. Ég vona að sem flestir leikskólar verði komnir með þetta innan fárra ára, það verður enginn svikinn af því,“ segir Margrét að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira