Nú brúum við bilið! Skúli Helgason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt samhljóða tillögur um viðamikla leikskólauppbyggingu á næstu árum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir foreldra ungbarna í borginni en með þeim verður hægt að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri í leikskóla innan fimm ára.Nýir leikskólar, viðbyggingar og ungbarnadeildir Til að brúa bilið munum við fjölga leikskólarýmum um 700-750 á næstu 5 árum. Það verður gert með því að opna fimm nýja leikskóla, í Úlfarsárdal, Miðborg, Kirkjusandi, Vogabyggð og Skerjafirði, byggja við fimm starfandi leikskóla og opna 5-6 nýjar leikskóladeildir við leikskóla þar sem eftirspurn hefur verið með mesta móti í Fossvogi, Laugardal, Grafarvogi, Grafarholti og Breiðholti. Nú eru 14 ungbarnadeildir starfræktar við leikskóla borgarinnar og þeim verður fjölgað um sjö á ári þar til ungbarnadeild verður til staðar í öllum stærri leikskólum borgarinnar. Þær eru sérútbúnar, með hita í gólfum, leiksvæði og búnaði sem hæfir börnum frá 12 mánaða aldri. Gengið verður til samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun barna og er ráðgert að þeim fjölgi um tæplega 170 á komandi árum til viðbótar þeirri fjölgun um 80 rými sem þegar hefur orðið á þessu hausti. Við munum áfram bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla til að gera þá að eftirsóknarverðari vinnustöðum. Á þessu ári höfum við samþykkt og fjármagnað slíkar aðgerðir fyrir 1.100 milljónir með fjölgun starfsfólks á elstu deildum, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun undirbúningstíma, sumarstörfum ungs fólks á leikskólum o.m.fl. Við teljum að þessar aðgerðir hafi átt sinn þátt í því að mönnunarmál ganga nú mun betur en sl. tvö ár. 98 prósent allra stöðugilda eru nú mönnuð og einungis hálft stöðugildi að meðaltali ómannað á hverjum leikskóla. Þá eru mun færri börn á biðlista eftir leikskóla. Við munum verja 5,2 milljörðum til þessarar miklu uppbyggingar og ljúka þannig því mikla átaki í leikskólamálum sem Reykjavíkurlistinn hóf fyrir aldarfjórðungi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt samhljóða tillögur um viðamikla leikskólauppbyggingu á næstu árum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir foreldra ungbarna í borginni en með þeim verður hægt að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri í leikskóla innan fimm ára.Nýir leikskólar, viðbyggingar og ungbarnadeildir Til að brúa bilið munum við fjölga leikskólarýmum um 700-750 á næstu 5 árum. Það verður gert með því að opna fimm nýja leikskóla, í Úlfarsárdal, Miðborg, Kirkjusandi, Vogabyggð og Skerjafirði, byggja við fimm starfandi leikskóla og opna 5-6 nýjar leikskóladeildir við leikskóla þar sem eftirspurn hefur verið með mesta móti í Fossvogi, Laugardal, Grafarvogi, Grafarholti og Breiðholti. Nú eru 14 ungbarnadeildir starfræktar við leikskóla borgarinnar og þeim verður fjölgað um sjö á ári þar til ungbarnadeild verður til staðar í öllum stærri leikskólum borgarinnar. Þær eru sérútbúnar, með hita í gólfum, leiksvæði og búnaði sem hæfir börnum frá 12 mánaða aldri. Gengið verður til samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun barna og er ráðgert að þeim fjölgi um tæplega 170 á komandi árum til viðbótar þeirri fjölgun um 80 rými sem þegar hefur orðið á þessu hausti. Við munum áfram bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla til að gera þá að eftirsóknarverðari vinnustöðum. Á þessu ári höfum við samþykkt og fjármagnað slíkar aðgerðir fyrir 1.100 milljónir með fjölgun starfsfólks á elstu deildum, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun undirbúningstíma, sumarstörfum ungs fólks á leikskólum o.m.fl. Við teljum að þessar aðgerðir hafi átt sinn þátt í því að mönnunarmál ganga nú mun betur en sl. tvö ár. 98 prósent allra stöðugilda eru nú mönnuð og einungis hálft stöðugildi að meðaltali ómannað á hverjum leikskóla. Þá eru mun færri börn á biðlista eftir leikskóla. Við munum verja 5,2 milljörðum til þessarar miklu uppbyggingar og ljúka þannig því mikla átaki í leikskólamálum sem Reykjavíkurlistinn hóf fyrir aldarfjórðungi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar