Popp-pönk sveitin PUP spilar á Íslandi Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 21. nóvember 2018 14:45 Kanadíska pönksveitin PUP er við það að ljúka mánaðarlöngu tónleikaferðalagi um Evrópu. Aðsend mynd. Kanadíska popp pönk hljómsveitin PUP mun leika fyrir dansi á tónleikastaðnum Húrra 25. nóvember næstkomandi. Nafn sveitarinnar er skammstöfun á Pathetic Use of Potential sem mætti þýða sem Aumkunarverð nýting á hæfileikum. Þessir Toronto-búar eru gríðarlega vinsælir vestanhafs og hafa tónlistarmyndbönd þeirra vakið sérstaka lukku. Í tveimur þeirra leikur Finn Wolfhard sem sló svo eftirminnilega í gegn sem hinn 12 ára gamli Mike Wheeler í þáttunum Stranger Things. Myndbandið við lagið Guilt Trip var meira að segja með fyrstu skrefum Finn í leiklistinni. Það hefur einnig verið endurtekið þema í myndböndum sveitarinnar að meðlimum sveitarinnar sé misþyrmt eða þeir drepnir, eins og í myndböndum við lögin Reservoir og If This Tour Doesn’t Kill You, I Will. Sveitin hefur verið tilnefnd til fjölmargra tónlistarverðlauna í Kanada, og unnið nokkur þeirra. Meðal tilnefninganna hafa minnst fimm verið fyrir metnaðarfull myndbönd. Pönk- og harðkjarnamiðaði flokkurinn Crisis Party Collective standa fyrir tónleikunum og munu íslensku sveitirnar Great Grief og Snowed In hita upp. Hér fyrir neðan má sjá seinna myndbandið sem Finn lék í fyrir PUP-vélina. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Kanadíska popp pönk hljómsveitin PUP mun leika fyrir dansi á tónleikastaðnum Húrra 25. nóvember næstkomandi. Nafn sveitarinnar er skammstöfun á Pathetic Use of Potential sem mætti þýða sem Aumkunarverð nýting á hæfileikum. Þessir Toronto-búar eru gríðarlega vinsælir vestanhafs og hafa tónlistarmyndbönd þeirra vakið sérstaka lukku. Í tveimur þeirra leikur Finn Wolfhard sem sló svo eftirminnilega í gegn sem hinn 12 ára gamli Mike Wheeler í þáttunum Stranger Things. Myndbandið við lagið Guilt Trip var meira að segja með fyrstu skrefum Finn í leiklistinni. Það hefur einnig verið endurtekið þema í myndböndum sveitarinnar að meðlimum sveitarinnar sé misþyrmt eða þeir drepnir, eins og í myndböndum við lögin Reservoir og If This Tour Doesn’t Kill You, I Will. Sveitin hefur verið tilnefnd til fjölmargra tónlistarverðlauna í Kanada, og unnið nokkur þeirra. Meðal tilnefninganna hafa minnst fimm verið fyrir metnaðarfull myndbönd. Pönk- og harðkjarnamiðaði flokkurinn Crisis Party Collective standa fyrir tónleikunum og munu íslensku sveitirnar Great Grief og Snowed In hita upp. Hér fyrir neðan má sjá seinna myndbandið sem Finn lék í fyrir PUP-vélina.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira