Segir ákvörðun kjörstjórnar ólýðræðislegt ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2018 23:22 Frá því þegar Heiðveig skilaði gögnum til framboðs til Sjómannafélagsins. Vísir/Vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. Í yfirlýsingu á Facebooksíðu listans segir að niðurstaðan sé sláandi. A-listinn, sem er framboð núverandi stjórnar var sjálfkjörið. Heiðveig segir að verið sé að skoða framhaldið í samráði við lögfræðinga þeirra. Hún segir síðustu vikur og mánuði hafa verið klikkaða. Hún hafi margsinnis reynt að fá upplýsingar um hvernig standa eigi að framlagningu lista og hvaða lög gildi en það hafi engan árangur borið.Sjá einnig: Framboð Heiðvegar metið ólögmætt„Það er merkilegt þegar við horfum á kjörstjórnina að þar eru tveir fulltrúar í trúnaðarmannaráði, en það er akkúrat það ráð sem leggur fram A-listann. Og þeir standa keikir með þeirri orðræðu að hér fari vel rökstudd og lýðræðisleg niðurstaða kjörstjórnar. Kjörstjórn, sem tók þátt í að leggja fram annan listann, finnur ekkert að vinnubrögðum sjálfra sín þegar þeir úrskurða sinn eigin lista sjálfkjörinn. Þeir túlka svo lög félagsins í allar áttir svo mögulegt sé að fabúlera á móti B-listanum, sem þeim augljóslega stendur ógn af,“ segir Heiðveig. Hún bætir við að menn úr trúnaðarmannaráði hafi lagt fram tillöguna um að víkja henni úr félaginu, sem var svo gert. „Þeir kusu sjálfir um eigin tillögu og ollu með þessari ólöglegu gjörð málarekstri fyrir Félagsdómi um lögmæti aðgerðarinnar. Sá málarekstur er nú í gangi og mun ljúka áður en kosningar ættu að vera yfirstaðnar. Hversu fáránlega samansúrrað getur eitt stéttarfélag verið?“Vinna með lögfræðingum að næstu skrefum Eins og áður hefur komið fram segir Heiðveig að hún og aðrir á B-listanum séu að vinna með lögfræðingum þeirra að næstu skrefum og skoða úrskurð kjörstjórnarinnar. Þá hvetur hún þá sem vilja ganga úr félaginu til að bíða með þá ákvörðun. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“ Heiðveig telur líklegt að stjórn sambandsins muni boða til aðalfundar fljótlega. Það sé verra því flestir stuðningsmenn B-listans séu fiskimenn og séu á sjó fram að jólum. „Með því að boða til aðalfundar meðan flestir eru allir fiskimenn eru á sjó getur stjórn komið í veg fyrir allar lagabreytingar frá öðrum en stjórn. Samkvæmt breyttum lögum þurfa lagabreytingatilllögur að berast 15 dögum fyrir aðalfund (sem stangast á við grein um aðalfund þar sem sagt er að fresturinn sé sjö sólarhringar).“ Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir segir ákvörðun kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands að meta framboð B-lista hennar til stjórnar félagsins, vera ólýðræðislegt ofbeldi af allra verstu gerð“. Í yfirlýsingu á Facebooksíðu listans segir að niðurstaðan sé sláandi. A-listinn, sem er framboð núverandi stjórnar var sjálfkjörið. Heiðveig segir að verið sé að skoða framhaldið í samráði við lögfræðinga þeirra. Hún segir síðustu vikur og mánuði hafa verið klikkaða. Hún hafi margsinnis reynt að fá upplýsingar um hvernig standa eigi að framlagningu lista og hvaða lög gildi en það hafi engan árangur borið.Sjá einnig: Framboð Heiðvegar metið ólögmætt„Það er merkilegt þegar við horfum á kjörstjórnina að þar eru tveir fulltrúar í trúnaðarmannaráði, en það er akkúrat það ráð sem leggur fram A-listann. Og þeir standa keikir með þeirri orðræðu að hér fari vel rökstudd og lýðræðisleg niðurstaða kjörstjórnar. Kjörstjórn, sem tók þátt í að leggja fram annan listann, finnur ekkert að vinnubrögðum sjálfra sín þegar þeir úrskurða sinn eigin lista sjálfkjörinn. Þeir túlka svo lög félagsins í allar áttir svo mögulegt sé að fabúlera á móti B-listanum, sem þeim augljóslega stendur ógn af,“ segir Heiðveig. Hún bætir við að menn úr trúnaðarmannaráði hafi lagt fram tillöguna um að víkja henni úr félaginu, sem var svo gert. „Þeir kusu sjálfir um eigin tillögu og ollu með þessari ólöglegu gjörð málarekstri fyrir Félagsdómi um lögmæti aðgerðarinnar. Sá málarekstur er nú í gangi og mun ljúka áður en kosningar ættu að vera yfirstaðnar. Hversu fáránlega samansúrrað getur eitt stéttarfélag verið?“Vinna með lögfræðingum að næstu skrefum Eins og áður hefur komið fram segir Heiðveig að hún og aðrir á B-listanum séu að vinna með lögfræðingum þeirra að næstu skrefum og skoða úrskurð kjörstjórnarinnar. Þá hvetur hún þá sem vilja ganga úr félaginu til að bíða með þá ákvörðun. „Markmiðið er enn að almennir félagsmenn fái tækifæri til að fjalla um þessi mál. Það eru almennir félagsmenn sem eru félagið. Við viljum að félagsmennirnir sjálfir fái að velja forystu og marka stefnu félagsins, en núverandi stjórn beitir öllum klækjum og brögðum til að halda ákvörðun um framtíð félagsins frá okkur öllum.“ Heiðveig telur líklegt að stjórn sambandsins muni boða til aðalfundar fljótlega. Það sé verra því flestir stuðningsmenn B-listans séu fiskimenn og séu á sjó fram að jólum. „Með því að boða til aðalfundar meðan flestir eru allir fiskimenn eru á sjó getur stjórn komið í veg fyrir allar lagabreytingar frá öðrum en stjórn. Samkvæmt breyttum lögum þurfa lagabreytingatilllögur að berast 15 dögum fyrir aðalfund (sem stangast á við grein um aðalfund þar sem sagt er að fresturinn sé sjö sólarhringar).“
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira