Er lífskjarastefnan að líða undir lok á Íslandi? Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar á laugardaginn: „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Hagvöxtur er vöxtur landsframleiðslunnar á föstu verðlagi á ársgrundvelli. Verg landsframleiðsla er verðmæti allrar vöru og þjónustu sem við framleiðum á einu ári. Sú framleiðsla er grundvöllur allra launa sem eru greidd í landinu, allra skatttekna hins opinbera og þar með allrar þjónustu hins opinbera og bóta sem það greiðir. Landsframleiðslan er því forsenda lífskjara okkar og vöxtur hennar, hagvöxturinn, besti mælikvarðinn á það hvernig þau þróast. Ekki eini mælikvarðinn, en samt besti mælikvarðinn.Besti mælikvarðinn Þegar vel gengur gleyma menn oft uppsprettu verðmætasköpunar. Það er hættuleg þróun. Efnahagsleg lífskjör eru mikilvæg en auðvitað vega aðrir þættir þungt. Ekkert verður til úr engu og það eyðist sem af er tekið. Miðað við 1% árlegan hagvöxt tekur 70 ár að tvöfalda efnahagsleg lífsgæði þjóðarinnar. Miðað við 6% hagvöxt tvöfaldast efnahagsleg lífsgæði á 12 árum. Landsframleiðslan er besti mælikvarðinn vegna fylgni á milli hennar og nær allra annarra mælikvarða á lífsgæði. Í löndum þar sem landsframleiðslan er mikil er alla jafna meira jafnrétti, meiri jöfnuður, minna atvinnuleysi, minni fátækt, betri heilsa, minni spilling og færri glæpir. Hagvöxtur gerir þjóðfélögum fært að bjóða upp á ódýra eða ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun og styðja við þá sem á þurfa að halda, svo sem öryrkja, atvinnulausa og eldri borgara.Hvorki úrelt né gamaldags Til lengri tíma helst hagvöxtur í hendur við framleiðni þjóðarbúsins. Meðalhagvöxtur á mann var um 3% á 20. öldinni og það sem af er 21. öldinni hefur hann verið ríflega 2%. Það er mikill vöxtur í alþjóðlegum samanburði, enda eru efnahagsleg lífskjör á Íslandi ein þau bestu í heimi. Hvergi er meiri tekjujöfnuður en á Íslandi og atvinnuleysi óvíða minna. Meðallaun eru ein þau hæstu í heimi og lágmarslaun einnig – jafnvel þó leiðrétt sé fyrir háu verðlagi á Íslandi. Það blasir við að sú efnahagsstefna sem við viljum áfram framfylgja er einmitt sú að tryggja sem mestan hagvöxt landsmönnum öllum til hagbóta. Forgangsverkefni stjórnvalda er því að tryggja samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að aukinni framleiðni í þjóðarbúinu með langtímasýn að leiðarljósi þar sem sköttum og íþyngjandi regluverki er haldið í lágmarki. Sú efnahagsstefna mun tryggja Íslandi áfram sæti í fremstu röð. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins að bæta lífskjör allra sem allra mest til langs tíma. Með öðrum orðum, að auka hagvöxt sem mest. Það kann að vera gömul hugmynd, en hún er svo sannarlega hvorki úrelt né gamaldags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar á laugardaginn: „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Hagvöxtur er vöxtur landsframleiðslunnar á föstu verðlagi á ársgrundvelli. Verg landsframleiðsla er verðmæti allrar vöru og þjónustu sem við framleiðum á einu ári. Sú framleiðsla er grundvöllur allra launa sem eru greidd í landinu, allra skatttekna hins opinbera og þar með allrar þjónustu hins opinbera og bóta sem það greiðir. Landsframleiðslan er því forsenda lífskjara okkar og vöxtur hennar, hagvöxturinn, besti mælikvarðinn á það hvernig þau þróast. Ekki eini mælikvarðinn, en samt besti mælikvarðinn.Besti mælikvarðinn Þegar vel gengur gleyma menn oft uppsprettu verðmætasköpunar. Það er hættuleg þróun. Efnahagsleg lífskjör eru mikilvæg en auðvitað vega aðrir þættir þungt. Ekkert verður til úr engu og það eyðist sem af er tekið. Miðað við 1% árlegan hagvöxt tekur 70 ár að tvöfalda efnahagsleg lífsgæði þjóðarinnar. Miðað við 6% hagvöxt tvöfaldast efnahagsleg lífsgæði á 12 árum. Landsframleiðslan er besti mælikvarðinn vegna fylgni á milli hennar og nær allra annarra mælikvarða á lífsgæði. Í löndum þar sem landsframleiðslan er mikil er alla jafna meira jafnrétti, meiri jöfnuður, minna atvinnuleysi, minni fátækt, betri heilsa, minni spilling og færri glæpir. Hagvöxtur gerir þjóðfélögum fært að bjóða upp á ódýra eða ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun og styðja við þá sem á þurfa að halda, svo sem öryrkja, atvinnulausa og eldri borgara.Hvorki úrelt né gamaldags Til lengri tíma helst hagvöxtur í hendur við framleiðni þjóðarbúsins. Meðalhagvöxtur á mann var um 3% á 20. öldinni og það sem af er 21. öldinni hefur hann verið ríflega 2%. Það er mikill vöxtur í alþjóðlegum samanburði, enda eru efnahagsleg lífskjör á Íslandi ein þau bestu í heimi. Hvergi er meiri tekjujöfnuður en á Íslandi og atvinnuleysi óvíða minna. Meðallaun eru ein þau hæstu í heimi og lágmarslaun einnig – jafnvel þó leiðrétt sé fyrir háu verðlagi á Íslandi. Það blasir við að sú efnahagsstefna sem við viljum áfram framfylgja er einmitt sú að tryggja sem mestan hagvöxt landsmönnum öllum til hagbóta. Forgangsverkefni stjórnvalda er því að tryggja samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að aukinni framleiðni í þjóðarbúinu með langtímasýn að leiðarljósi þar sem sköttum og íþyngjandi regluverki er haldið í lágmarki. Sú efnahagsstefna mun tryggja Íslandi áfram sæti í fremstu röð. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins að bæta lífskjör allra sem allra mest til langs tíma. Með öðrum orðum, að auka hagvöxt sem mest. Það kann að vera gömul hugmynd, en hún er svo sannarlega hvorki úrelt né gamaldags.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun