Kosið í dag! Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Fjárlög næsta árs eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir. Þrátt fyrir ummæli verkalýðshreyfingar um að húsnæðismálin séu eitt stærsta baráttumálið mun opinber húsnæðisstuðningur haldast nánast óbreyttur milli ára. Samfylkingin leggur hins vegar til að stofnframlög til almennra íbúða verði stóraukin og hækkunar vaxtabóta. Á fundi fjárlaganefndar sögðu forsvarsmenn hjúkrunarheimila að ef ekki yrði bætt í, myndu sum hjúkrunarheimili neyðast til að skera niður í gæði matar til eldri borgara s.s. á sunnudögum og jólum. Samfylkingin leggur til hækkun hér upp á milljarð. Þeir fjármunir sem eiga að renna til öryrkja umfram fjölgun þeirra, duga einungis fyrir um fjórðungi af því sem kostar að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Meirihlutinn lækkaði meira að segja framlög til öryrkja frá því frumvarpið var kynnt í haust. Samfylkingin leggur hins vegar til að fjórir milljarðar króna renni til viðbótar til öryrkja og aðrir fjórir milljarðar til aldraðra. Þá leggur Samfylkingin til aukna fjármuni til barnabóta, almennrar löggæslu, samgöngumála, ásamt auknum framlögum til skóla og leikins sjónvarpsefnis. Samfylkingin leggur til aukna fjármuni til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og SÁÁ en meirihluti fjárlaganefndar lagði einungis til helming af því sem SÁÁ þarf til að vinna á biðlistum. Þá leggur Samfylkingin til að 400 m.kr. renni til barna í Jemen og að gistináttagjald renni til sveitarfélaga. Í fjárlagafrumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði gagnvart hinum tekjuhæstu, s.s. hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts og sykurskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld. Veiðileyfagjöld eiga að lækka um 3-4 milljarða milli ára og verða nú svipuð og tóbaksgjaldið. Með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur og gera ráð fyrir hærri afgangi. Í dag verður kosið á þingi um þessar breytingartillögur og mun þá þjóðin sjá hið rétta andlit stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárlög næsta árs eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir. Þrátt fyrir ummæli verkalýðshreyfingar um að húsnæðismálin séu eitt stærsta baráttumálið mun opinber húsnæðisstuðningur haldast nánast óbreyttur milli ára. Samfylkingin leggur hins vegar til að stofnframlög til almennra íbúða verði stóraukin og hækkunar vaxtabóta. Á fundi fjárlaganefndar sögðu forsvarsmenn hjúkrunarheimila að ef ekki yrði bætt í, myndu sum hjúkrunarheimili neyðast til að skera niður í gæði matar til eldri borgara s.s. á sunnudögum og jólum. Samfylkingin leggur til hækkun hér upp á milljarð. Þeir fjármunir sem eiga að renna til öryrkja umfram fjölgun þeirra, duga einungis fyrir um fjórðungi af því sem kostar að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Meirihlutinn lækkaði meira að segja framlög til öryrkja frá því frumvarpið var kynnt í haust. Samfylkingin leggur hins vegar til að fjórir milljarðar króna renni til viðbótar til öryrkja og aðrir fjórir milljarðar til aldraðra. Þá leggur Samfylkingin til aukna fjármuni til barnabóta, almennrar löggæslu, samgöngumála, ásamt auknum framlögum til skóla og leikins sjónvarpsefnis. Samfylkingin leggur til aukna fjármuni til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og SÁÁ en meirihluti fjárlaganefndar lagði einungis til helming af því sem SÁÁ þarf til að vinna á biðlistum. Þá leggur Samfylkingin til að 400 m.kr. renni til barna í Jemen og að gistináttagjald renni til sveitarfélaga. Í fjárlagafrumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði gagnvart hinum tekjuhæstu, s.s. hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts og sykurskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld. Veiðileyfagjöld eiga að lækka um 3-4 milljarða milli ára og verða nú svipuð og tóbaksgjaldið. Með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur og gera ráð fyrir hærri afgangi. Í dag verður kosið á þingi um þessar breytingartillögur og mun þá þjóðin sjá hið rétta andlit stjórnmálanna.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar