Kosið í dag! Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Fjárlög næsta árs eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir. Þrátt fyrir ummæli verkalýðshreyfingar um að húsnæðismálin séu eitt stærsta baráttumálið mun opinber húsnæðisstuðningur haldast nánast óbreyttur milli ára. Samfylkingin leggur hins vegar til að stofnframlög til almennra íbúða verði stóraukin og hækkunar vaxtabóta. Á fundi fjárlaganefndar sögðu forsvarsmenn hjúkrunarheimila að ef ekki yrði bætt í, myndu sum hjúkrunarheimili neyðast til að skera niður í gæði matar til eldri borgara s.s. á sunnudögum og jólum. Samfylkingin leggur til hækkun hér upp á milljarð. Þeir fjármunir sem eiga að renna til öryrkja umfram fjölgun þeirra, duga einungis fyrir um fjórðungi af því sem kostar að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Meirihlutinn lækkaði meira að segja framlög til öryrkja frá því frumvarpið var kynnt í haust. Samfylkingin leggur hins vegar til að fjórir milljarðar króna renni til viðbótar til öryrkja og aðrir fjórir milljarðar til aldraðra. Þá leggur Samfylkingin til aukna fjármuni til barnabóta, almennrar löggæslu, samgöngumála, ásamt auknum framlögum til skóla og leikins sjónvarpsefnis. Samfylkingin leggur til aukna fjármuni til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og SÁÁ en meirihluti fjárlaganefndar lagði einungis til helming af því sem SÁÁ þarf til að vinna á biðlistum. Þá leggur Samfylkingin til að 400 m.kr. renni til barna í Jemen og að gistináttagjald renni til sveitarfélaga. Í fjárlagafrumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði gagnvart hinum tekjuhæstu, s.s. hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts og sykurskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld. Veiðileyfagjöld eiga að lækka um 3-4 milljarða milli ára og verða nú svipuð og tóbaksgjaldið. Með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur og gera ráð fyrir hærri afgangi. Í dag verður kosið á þingi um þessar breytingartillögur og mun þá þjóðin sjá hið rétta andlit stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fjárlög næsta árs eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir. Þrátt fyrir ummæli verkalýðshreyfingar um að húsnæðismálin séu eitt stærsta baráttumálið mun opinber húsnæðisstuðningur haldast nánast óbreyttur milli ára. Samfylkingin leggur hins vegar til að stofnframlög til almennra íbúða verði stóraukin og hækkunar vaxtabóta. Á fundi fjárlaganefndar sögðu forsvarsmenn hjúkrunarheimila að ef ekki yrði bætt í, myndu sum hjúkrunarheimili neyðast til að skera niður í gæði matar til eldri borgara s.s. á sunnudögum og jólum. Samfylkingin leggur til hækkun hér upp á milljarð. Þeir fjármunir sem eiga að renna til öryrkja umfram fjölgun þeirra, duga einungis fyrir um fjórðungi af því sem kostar að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Meirihlutinn lækkaði meira að segja framlög til öryrkja frá því frumvarpið var kynnt í haust. Samfylkingin leggur hins vegar til að fjórir milljarðar króna renni til viðbótar til öryrkja og aðrir fjórir milljarðar til aldraðra. Þá leggur Samfylkingin til aukna fjármuni til barnabóta, almennrar löggæslu, samgöngumála, ásamt auknum framlögum til skóla og leikins sjónvarpsefnis. Samfylkingin leggur til aukna fjármuni til sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og SÁÁ en meirihluti fjárlaganefndar lagði einungis til helming af því sem SÁÁ þarf til að vinna á biðlistum. Þá leggur Samfylkingin til að 400 m.kr. renni til barna í Jemen og að gistináttagjald renni til sveitarfélaga. Í fjárlagafrumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði gagnvart hinum tekjuhæstu, s.s. hækkun fjármagnstekjuskatts, álagning tekjutengds auðlegðarskatts og sykurskatts, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun kolefnisgjalds og aukin auðlindagjöld. Veiðileyfagjöld eiga að lækka um 3-4 milljarða milli ára og verða nú svipuð og tóbaksgjaldið. Með breyttri forgangsröðun í skattamálum væri hægt að fjármagna ofangreindar breytingartillögur og gera ráð fyrir hærri afgangi. Í dag verður kosið á þingi um þessar breytingartillögur og mun þá þjóðin sjá hið rétta andlit stjórnmálanna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar