Seldi pakkaferðir án leyfis og trygginga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. desember 2018 07:15 Íshellaskoðunarfyrirtækið Goecco var ekki með rétta leyfið og greiddi ekki rekstrarstöðvunartryggingu til Ferðamálastofu. Fréttablaðið/Anton Brink Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap sloppið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann viðskiptavinum bréf þar sem hann tilkynnti að Icelandic Ice Cave Guides (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskiptavinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu – sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönnum sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhagsstöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til viðskiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta viðskiptavinanna sem ekki fá endurgreitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslumiðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábendingum Ferðamálastofu hefur stofnunin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfislausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tryggingar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap sloppið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann viðskiptavinum bréf þar sem hann tilkynnti að Icelandic Ice Cave Guides (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskiptavinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu – sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönnum sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhagsstöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til viðskiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta viðskiptavinanna sem ekki fá endurgreitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslumiðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábendingum Ferðamálastofu hefur stofnunin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfislausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tryggingar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira