Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. desember 2018 08:00 Landsfundargestir risu á fætur í gær og klöppuðu fyrir Angelu Merkel, fráfarandi formanni. Nordicphotos/AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) eftir átján ára formannstíð. Ræðuna hélt Merkel á landsfundi flokksins þar sem nýr formaður verður valinn. Merkel lætur þó ekki af störfum sem kanslari fyrr en að kjörtímabilinu loknu, árið 2021 að öllu óbreyttu. Þá mun hún sigla upp að hlið Helmuts Kohl sem þaulsætnasti kanslari ríkisins. Þrjú bitust um að taka við af Merkel. Annegret Kramp-Karrenbauer bar sigur úr býtum. Hún fékk 45 prósent í fyrri lotu atkvæðagreiðslunnar í gær, vann síðari umferðina með 51,8 prósentum atkvæða, er ritari flokksins, kölluð „Mini-Merkel“ og afar náin kanslaranum. Næstvinsælastur var svo Friedrich Merz, athafnamaður sem var valdamikill í flokknum um aldamótin en fjarlægðist hann þegar Merkel tók við völdum. Hann þykir íhaldssamari og hægrisinnaðri en Merkel og fékk 39,2 prósent í fyrri umferð í gær og 48,2 prósent í þeirri síðari. Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, ein vonarstjarna CDU, íhaldssamur, samkynhneigður og kaþólskur, fékk tæp sextán prósent og datt út í fyrstu umferð. Formaðurinn fráfarandi stiklaði á stóru í fortíð, nútíð og framtíð bæði CDU og Þýskalands í ræðu sinni. Hún minntist þess þegar hún tók við flokknum árið 2000 þegar CDU var í mikilli krísu vegna fjármögnunarhneykslis. „Okkar CDU er allt annar flokkur en sá sem ég tók við árið 2000. Og það er gott. Við getum ekki haldið áfram að lifa í fortíðinni heldur þurfum við að horfa til framtíðar,“ sagði Merkel en Deutsche Welle sagði að túlka mætti þessi ummæli kanslarans sem skot á Friedrich Merz. Merkel sagði að með því að tryggja samstöðu innan flokksins gætu Kristilegir demókratar haldið sæti sínu sem stærsti flokkur Þýskalands. Vert er að nefna að flokkurinn mælist í mikilli lægð í könnunum og hefur komið illa út úr ríkiskosningum að undanförnu. Þá varði hún sitt umdeildasta stefnumál innan flokksins, jákvæða afstöðu til flóttafólks í neyð. Hún sagði Þýskaland hafa svarað „mikilli mannúðarkrísu“ á réttan hátt en viðurkenndi vissulega að málið hefði valdið miklum illdeilum innan flokksins. Aukinheldur sagði hún að Þýskaland stæði frammi fyrir mörgum erfiðum málum. Hún nefndi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, loftslagsbreytingar og almenna samstöðu innan Evrópusambandsins sem dæmi. „Þetta starf hefur fært mér ómælda gleði. Þetta hefur verið mér sannur heiður. Takk kærlega fyrir,“ sagði Angela Merkel svo að ræðu lokinni undir tíu mínútna standandi lófaklappi samflokksmanna sinna. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) eftir átján ára formannstíð. Ræðuna hélt Merkel á landsfundi flokksins þar sem nýr formaður verður valinn. Merkel lætur þó ekki af störfum sem kanslari fyrr en að kjörtímabilinu loknu, árið 2021 að öllu óbreyttu. Þá mun hún sigla upp að hlið Helmuts Kohl sem þaulsætnasti kanslari ríkisins. Þrjú bitust um að taka við af Merkel. Annegret Kramp-Karrenbauer bar sigur úr býtum. Hún fékk 45 prósent í fyrri lotu atkvæðagreiðslunnar í gær, vann síðari umferðina með 51,8 prósentum atkvæða, er ritari flokksins, kölluð „Mini-Merkel“ og afar náin kanslaranum. Næstvinsælastur var svo Friedrich Merz, athafnamaður sem var valdamikill í flokknum um aldamótin en fjarlægðist hann þegar Merkel tók við völdum. Hann þykir íhaldssamari og hægrisinnaðri en Merkel og fékk 39,2 prósent í fyrri umferð í gær og 48,2 prósent í þeirri síðari. Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, ein vonarstjarna CDU, íhaldssamur, samkynhneigður og kaþólskur, fékk tæp sextán prósent og datt út í fyrstu umferð. Formaðurinn fráfarandi stiklaði á stóru í fortíð, nútíð og framtíð bæði CDU og Þýskalands í ræðu sinni. Hún minntist þess þegar hún tók við flokknum árið 2000 þegar CDU var í mikilli krísu vegna fjármögnunarhneykslis. „Okkar CDU er allt annar flokkur en sá sem ég tók við árið 2000. Og það er gott. Við getum ekki haldið áfram að lifa í fortíðinni heldur þurfum við að horfa til framtíðar,“ sagði Merkel en Deutsche Welle sagði að túlka mætti þessi ummæli kanslarans sem skot á Friedrich Merz. Merkel sagði að með því að tryggja samstöðu innan flokksins gætu Kristilegir demókratar haldið sæti sínu sem stærsti flokkur Þýskalands. Vert er að nefna að flokkurinn mælist í mikilli lægð í könnunum og hefur komið illa út úr ríkiskosningum að undanförnu. Þá varði hún sitt umdeildasta stefnumál innan flokksins, jákvæða afstöðu til flóttafólks í neyð. Hún sagði Þýskaland hafa svarað „mikilli mannúðarkrísu“ á réttan hátt en viðurkenndi vissulega að málið hefði valdið miklum illdeilum innan flokksins. Aukinheldur sagði hún að Þýskaland stæði frammi fyrir mörgum erfiðum málum. Hún nefndi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, loftslagsbreytingar og almenna samstöðu innan Evrópusambandsins sem dæmi. „Þetta starf hefur fært mér ómælda gleði. Þetta hefur verið mér sannur heiður. Takk kærlega fyrir,“ sagði Angela Merkel svo að ræðu lokinni undir tíu mínútna standandi lófaklappi samflokksmanna sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira
Merkel kom frjálslyndum viðhorfum til varnar í kveðjuræðu Í kveðjuræðu sinni sem leiðtogi Kristilegra demókrata varaði Angela Merkel við áskorunum framundan eins og loftslagsbreytingum og útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 7. desember 2018 13:40
Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32