Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. Mikilvægt væri að Asíuríki taki þátt í hringborðinu eins og á ráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Ráðstefna Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í höfuðborg Suður Kóreu er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun. Hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá fjölda ríkja utan Asíu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða segir þetta áttundu sérhæfðu ráðstefnu samtakanna í öðrum löndum en heimsþing Hringborðsins fer fram í Reykjavík ár hvert í október. „Að vissu leyti er óhætt að segja að framtíð norðurslóða verði ákvörðuð í öðrum heimsálfum og í öðrum heimshlutum. Því orkukerfið, mengunin, aukning koltvísýringslosunar munu hafa óviðráðanlegar afleiðingar fyrir framtíð norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu á ráðstefnunni í dag. Auk Ólafs Ragnars er Ban Ki-moon fyrrverandi utanríkisráðherra Kóreu og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 til 2016 meðal um 250 þáttakenda. Hann segir ekkert eitt ríki eða hóp ríkja geta leyst loftlagsvandann á norðurslóðum. „Hnattræn áskorun krefst hnattrænna lausna. Ekkert eitt land, sama hversu voldugt eða úrræðagott það kann að vera, getur gert það á eigin spýtur. Við verðum að vinna saman. Við erum öll í þessu saman,“ sagði Ban. Á ráðstefnunni er fjallað um vísindarannsóknir á Norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. En henni lýkur með heimsókn í nýlega heimskautastofnun Suður Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar. „Svo þegar við komum saman, í dag og á morgun og næstu daga hérna í Kóreu, til að ræða ýmsar hliðar á framtíð norðurslóða erum við líka að tala um framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Ólafur Ragnar. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnsýsla Umhverfismál Hringborð norðurslóða Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. Mikilvægt væri að Asíuríki taki þátt í hringborðinu eins og á ráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Ráðstefna Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í höfuðborg Suður Kóreu er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun. Hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá fjölda ríkja utan Asíu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða segir þetta áttundu sérhæfðu ráðstefnu samtakanna í öðrum löndum en heimsþing Hringborðsins fer fram í Reykjavík ár hvert í október. „Að vissu leyti er óhætt að segja að framtíð norðurslóða verði ákvörðuð í öðrum heimsálfum og í öðrum heimshlutum. Því orkukerfið, mengunin, aukning koltvísýringslosunar munu hafa óviðráðanlegar afleiðingar fyrir framtíð norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu á ráðstefnunni í dag. Auk Ólafs Ragnars er Ban Ki-moon fyrrverandi utanríkisráðherra Kóreu og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 til 2016 meðal um 250 þáttakenda. Hann segir ekkert eitt ríki eða hóp ríkja geta leyst loftlagsvandann á norðurslóðum. „Hnattræn áskorun krefst hnattrænna lausna. Ekkert eitt land, sama hversu voldugt eða úrræðagott það kann að vera, getur gert það á eigin spýtur. Við verðum að vinna saman. Við erum öll í þessu saman,“ sagði Ban. Á ráðstefnunni er fjallað um vísindarannsóknir á Norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. En henni lýkur með heimsókn í nýlega heimskautastofnun Suður Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar. „Svo þegar við komum saman, í dag og á morgun og næstu daga hérna í Kóreu, til að ræða ýmsar hliðar á framtíð norðurslóða erum við líka að tala um framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Ólafur Ragnar.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnsýsla Umhverfismál Hringborð norðurslóða Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira