Pétur Grétarsson hlýtur heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2018 13:45 Pétur Grétarsson fær verðlaunin í ár. vísirr/gva Pétur Grétarsson hlaut heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar við hátíðlega athöfn á Skelfiskmarkaðnum í dag. Viðburðurinn var í beinni útsendingu á Rás 1, Rás 2 ásamt vef- og samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtóni. Samtónn stendur árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veitir verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð eða almennum stuðningi við íslenska tónlist. Pétur fékk verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru veitt fyrir einstaklega vandaða og innihaldsríka umfjöllun um íslenska tónlist í útvarpi um langa hríð - sem er öðrum til eftirbreytni. Þættir hans hafa vakið sérstaka athygli fyrir eftirtektarverða dýpt í umfjöllun, frumlega framsetningu og fundvísi á hið fágæta. Einnig hefur hann sýnt alúð og ræktarsemi við íslenska djasstónlist sem framkvæmdastjóri djasshátíðar í Reykjavík og ekki þarf að fjölyrða um dýrmætt framlag hans til tónlistarsköpunar um langa hríð. Sjónvarpsþátturinn Vikan með Gísla Marteini, útvarps- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson og Útvarp 101 voru einnig verðlaunuð í tilefni dagsins. Gluggann fær Vikan með Gísla Marteini fyrir einstakt atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi. Framleiðandi þáttarins er Ragnheiður Thorsteinsson og stjórnandi þáttarins Gísli Marteinn Baldursson. Þorkell Máni Pétursson, best þekktur sem Máni á Xinu, fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir að rækta jaðarinn og hefja merkisbera íslenskrar tónlistar til nýrra vegsemda. Sérstök nýsköpunarverðlaun fær útvarpsstöðin Útvarp 101 fyrir lofsverða djörfung í hörðum heimi miðlunar en stefna útvarpsstöðvarinnar er að spila að minnsta kosti 50 prósent íslenskt og að minnsta kosti 50 prósent með kvenflytjendum og/eða höfundum. Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Pétur Grétarsson hlaut heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar við hátíðlega athöfn á Skelfiskmarkaðnum í dag. Viðburðurinn var í beinni útsendingu á Rás 1, Rás 2 ásamt vef- og samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtóni. Samtónn stendur árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veitir verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð eða almennum stuðningi við íslenska tónlist. Pétur fékk verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru veitt fyrir einstaklega vandaða og innihaldsríka umfjöllun um íslenska tónlist í útvarpi um langa hríð - sem er öðrum til eftirbreytni. Þættir hans hafa vakið sérstaka athygli fyrir eftirtektarverða dýpt í umfjöllun, frumlega framsetningu og fundvísi á hið fágæta. Einnig hefur hann sýnt alúð og ræktarsemi við íslenska djasstónlist sem framkvæmdastjóri djasshátíðar í Reykjavík og ekki þarf að fjölyrða um dýrmætt framlag hans til tónlistarsköpunar um langa hríð. Sjónvarpsþátturinn Vikan með Gísla Marteini, útvarps- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson og Útvarp 101 voru einnig verðlaunuð í tilefni dagsins. Gluggann fær Vikan með Gísla Marteini fyrir einstakt atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi. Framleiðandi þáttarins er Ragnheiður Thorsteinsson og stjórnandi þáttarins Gísli Marteinn Baldursson. Þorkell Máni Pétursson, best þekktur sem Máni á Xinu, fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir að rækta jaðarinn og hefja merkisbera íslenskrar tónlistar til nýrra vegsemda. Sérstök nýsköpunarverðlaun fær útvarpsstöðin Útvarp 101 fyrir lofsverða djörfung í hörðum heimi miðlunar en stefna útvarpsstöðvarinnar er að spila að minnsta kosti 50 prósent íslenskt og að minnsta kosti 50 prósent með kvenflytjendum og/eða höfundum.
Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira