Úthrópaður af leikara í miðri sýningu fyrir að vera djúpt sokkinn í símann Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 21:49 Kanye West og Kim Kardashian sjást hér á leið á frumsýninguna í New York í gærkvöldi. Getty/Nancy Rivera Leikari í Broadway-söngleiknum The Cher Show úthrópaði tónlistarmanninn Kanye West fyrir að hafa verið djúpt sokkinn í síma sinn á meðan frumsýning á söngleiknum stóð yfir í gær. West baðst í kjölfarið afsökunar á dónaskapnum og sagðist aðeins hafa verið að skrifa niður minnispunkta. Söngleikurinn hverfist um ævi hinnar goðsagnakenndu söngkonu Cher og var West boðið á frumsýninguna í New York ásamt eiginkonu sinni, athafnakonunni Kim Kardashian West. Ef marka má ásakanir leikarans Jarrod Spector, sem fer með hlutverk Sonny, fyrrverandi eiginmanns Cher og eitt aðalhlutverka sýningarinnar, fylgdist West lítið með því sem fram fór. „Hei, Kanye West, mjög töff að þú sért hérna á Cher-söngleiknum! Ef þú lítur upp úr símanum þínum þá sæirðu að við erum að leika sýningu hérna uppi. Svolítið mikilvægt fyrir okkur. Takk kærlega fyrir,“ skrifaði Spector í nokkuð beittri færslu á Twitter á mánudagskvöld, á meðan sýningin stóð enn yfir.Hey @kanyewest so cool that you're here at @TheCherShow! If you look up from your cell phone you'll see we're doing a show up here. It's opening night. Kind of a big deal for us. Thanks so much.— Jarrod Spector (@jarrodspector) December 4, 2018 Talsmaður West tjáði dagblaðinu New York Times að hann hefði verið að punkta niður hjá sér atriði úr sýningunni og þess vegna hefði hann verið með nefið ofan í símanum. Þá hafi West hrifist mjög af söngleiknum. Þetta ítrekaði West svo sjálfur í svari við færslu Spectors. „Dýnamíkin í sambandi Cher og Sonny fékk okkur Kim til að haldast í hendur og syngja „I got you babe“. Gerið það, afsakið dónaskapinn í mér. Við kunnum svo vel að meta orkuna sem þið beittuð til að skapa þetta meistaraverk,“ skrifaði West á Twitter.the dynamics of Cher and Sonny's relationship made Kim and I grab each other's hand and sing “I got you babe” please pardon my lack of etiquette. We have so much appreciation for the energy you guys put into making this master piece.— ye (@kanyewest) December 4, 2018 The Cher Show hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og þá hefur téður Spector sérstaklega verið lofaður fyrir frammistöðu sína sem Sonny. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort Kim Kardashian hafi látið símann vera á sýningunni en hún er sjálf mikill aðdáandi Cher, ef marka má hrekkjavökubúning hennar frá því í fyrra.Hér að neðan má sjá Cher sjálfa koma fram í uppklappinu á frumsýningu The Cher Show í gærkvöldi. Tónlist Tengdar fréttir Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00 Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30 Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Sjá meira
Leikari í Broadway-söngleiknum The Cher Show úthrópaði tónlistarmanninn Kanye West fyrir að hafa verið djúpt sokkinn í síma sinn á meðan frumsýning á söngleiknum stóð yfir í gær. West baðst í kjölfarið afsökunar á dónaskapnum og sagðist aðeins hafa verið að skrifa niður minnispunkta. Söngleikurinn hverfist um ævi hinnar goðsagnakenndu söngkonu Cher og var West boðið á frumsýninguna í New York ásamt eiginkonu sinni, athafnakonunni Kim Kardashian West. Ef marka má ásakanir leikarans Jarrod Spector, sem fer með hlutverk Sonny, fyrrverandi eiginmanns Cher og eitt aðalhlutverka sýningarinnar, fylgdist West lítið með því sem fram fór. „Hei, Kanye West, mjög töff að þú sért hérna á Cher-söngleiknum! Ef þú lítur upp úr símanum þínum þá sæirðu að við erum að leika sýningu hérna uppi. Svolítið mikilvægt fyrir okkur. Takk kærlega fyrir,“ skrifaði Spector í nokkuð beittri færslu á Twitter á mánudagskvöld, á meðan sýningin stóð enn yfir.Hey @kanyewest so cool that you're here at @TheCherShow! If you look up from your cell phone you'll see we're doing a show up here. It's opening night. Kind of a big deal for us. Thanks so much.— Jarrod Spector (@jarrodspector) December 4, 2018 Talsmaður West tjáði dagblaðinu New York Times að hann hefði verið að punkta niður hjá sér atriði úr sýningunni og þess vegna hefði hann verið með nefið ofan í símanum. Þá hafi West hrifist mjög af söngleiknum. Þetta ítrekaði West svo sjálfur í svari við færslu Spectors. „Dýnamíkin í sambandi Cher og Sonny fékk okkur Kim til að haldast í hendur og syngja „I got you babe“. Gerið það, afsakið dónaskapinn í mér. Við kunnum svo vel að meta orkuna sem þið beittuð til að skapa þetta meistaraverk,“ skrifaði West á Twitter.the dynamics of Cher and Sonny's relationship made Kim and I grab each other's hand and sing “I got you babe” please pardon my lack of etiquette. We have so much appreciation for the energy you guys put into making this master piece.— ye (@kanyewest) December 4, 2018 The Cher Show hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og þá hefur téður Spector sérstaklega verið lofaður fyrir frammistöðu sína sem Sonny. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort Kim Kardashian hafi látið símann vera á sýningunni en hún er sjálf mikill aðdáandi Cher, ef marka má hrekkjavökubúning hennar frá því í fyrra.Hér að neðan má sjá Cher sjálfa koma fram í uppklappinu á frumsýningu The Cher Show í gærkvöldi.
Tónlist Tengdar fréttir Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00 Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30 Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Sjá meira
Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00
Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30
Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp