Í launalaust leyfi frá Reykjavíkurborg til að aðstoða Svandísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2018 15:15 Helga Björg Ragnarsdóttir hefur starfað fyrir Vinstri græn í stjórnmálum. Helga Björg Ragnarsdóttir er nýr aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að Iðunn Garðarsdóttir, annar tveggja aðstoðarmanna Svandísar, sé farin í barnseignarleyfi. Helga Björg komi í hennar stað. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að Helga Björg hafi fengið níu mánaða launalaust leyfi til að flytja sig tímabundið um set yfir í ráðuneytið. Ekki verði ráðið í stöðu Helgu á meðan en hún hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Helga Björg hefur verið kynnt til leiks en auk hennar er Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir, aðstoðarmaður ráðherra. Laun aðstoðarmanna eru um 1,2 milljónir króna. Helga Björg var gagnrýnd í Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar þegar dómurinn felldi úr gildi áminningu hennar á hendur fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur. Sagði í niðurstöðu dómsins að framkoma Helgu Bjargar í garð starfsmannsins hefði verið „í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann“ sem væri auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, „þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna“, sagði í dómi héraðsdóms. Var borgin dæmd til að greiða fjármálastjóranum 250 þúsund krónur í bætur og málskostnað upp á 1250 þúsund krónur. Stjórnsýsla Tengdar fréttir Iðunn aðstoðar Svandísi Iðunn Garðarsdóttir mun aðstoða Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. 8. desember 2017 16:00 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. 10. janúar 2018 11:48 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Helga Björg Ragnarsdóttir er nýr aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að Iðunn Garðarsdóttir, annar tveggja aðstoðarmanna Svandísar, sé farin í barnseignarleyfi. Helga Björg komi í hennar stað. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að Helga Björg hafi fengið níu mánaða launalaust leyfi til að flytja sig tímabundið um set yfir í ráðuneytið. Ekki verði ráðið í stöðu Helgu á meðan en hún hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara. Helga Björg hefur verið kynnt til leiks en auk hennar er Birgir Jakobsson, fyrrverandi landlæknir, aðstoðarmaður ráðherra. Laun aðstoðarmanna eru um 1,2 milljónir króna. Helga Björg var gagnrýnd í Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar þegar dómurinn felldi úr gildi áminningu hennar á hendur fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur. Sagði í niðurstöðu dómsins að framkoma Helgu Bjargar í garð starfsmannsins hefði verið „í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann“ sem væri auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, „þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna“, sagði í dómi héraðsdóms. Var borgin dæmd til að greiða fjármálastjóranum 250 þúsund krónur í bætur og málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.
Stjórnsýsla Tengdar fréttir Iðunn aðstoðar Svandísi Iðunn Garðarsdóttir mun aðstoða Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. 8. desember 2017 16:00 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. 10. janúar 2018 11:48 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Iðunn aðstoðar Svandísi Iðunn Garðarsdóttir mun aðstoða Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. 8. desember 2017 16:00
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09
Birgir Jakobsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ráðið Birgi Jakobsson sem aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. 10. janúar 2018 11:48