Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. desember 2018 10:44 Helgi Bernódusson er skrifstofustjóri Alþingis. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. Starfsmenn gera ekki kröfur um að þingmenn skili inn gögnum sem sýni fram á að þeir hafi lokið þeirri menntun sem þeir segjast hafa gert. Ekki stendur til að breyta þessu, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. „Við erum náttúrulega ekki vinnuveitendur. Við bara tökum þær upplýsingar sem við fáum frá þingmönnum. Við förum ekki í neina rannsóknarvinnu um það. Ef við sjáum augljósar villur þá leiðréttum við þær eða höfum samband við þingmann og spyrjumst nánar fyrir ef okkur finnst ástæða til þess. En við gerum það ekki að sjálfsdáðum eða stöndum í mikilli rannsóknarvinnu. Þetta er meira og minna á þeirra eigin ábyrgð,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í gær.Vísir/VilhelmStendur til að breyta þessu eitthvað? „Við gerum það ekki eftir þetta samtal og við erum ekkert eins og ég segi að elta þetta.“ Skrifstofa Alþingis ritstýrir og samræmir heildarsvip æviágripa, en lengra nær það ekki. „Við höfum ekki sest niður til að rannsaka eitt eða neitt og bregðumst yfirleitt ekkert við beinlínis ábendingum úti í bæ. Við beinum því þá bara til þingmannanna sjálfra.“ Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. „Ég veit ekkert um þetta mál formlega. Ég hef heyrt einhverja sögu um þetta en ég veit ekki hvort þetta er satt eða rétt eða rangt. Þetta eru upplýsingar þingmannsins sem hann veitir um sig,“ segir Helgi. „Ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst skrítið þá spyrjum við þingmennina en við erum ekkert að eltast við þetta að öðru leyti það verður bara að beinast að þingmönnunum sjálfum.“Þannig að þið treystið því að þingmenn segi satt og rétt frá í þessu ágripi? „Já við verðum að gera það og eins og ég segi ef það er eitthvað sérstakt þá kannski spyrjum við þá og leitum skýringa á upplýsingum.“ Ekki náðist í Önnu Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Sjá meira
Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. Starfsmenn gera ekki kröfur um að þingmenn skili inn gögnum sem sýni fram á að þeir hafi lokið þeirri menntun sem þeir segjast hafa gert. Ekki stendur til að breyta þessu, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. „Við erum náttúrulega ekki vinnuveitendur. Við bara tökum þær upplýsingar sem við fáum frá þingmönnum. Við förum ekki í neina rannsóknarvinnu um það. Ef við sjáum augljósar villur þá leiðréttum við þær eða höfum samband við þingmann og spyrjumst nánar fyrir ef okkur finnst ástæða til þess. En við gerum það ekki að sjálfsdáðum eða stöndum í mikilli rannsóknarvinnu. Þetta er meira og minna á þeirra eigin ábyrgð,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í gær.Vísir/VilhelmStendur til að breyta þessu eitthvað? „Við gerum það ekki eftir þetta samtal og við erum ekkert eins og ég segi að elta þetta.“ Skrifstofa Alþingis ritstýrir og samræmir heildarsvip æviágripa, en lengra nær það ekki. „Við höfum ekki sest niður til að rannsaka eitt eða neitt og bregðumst yfirleitt ekkert við beinlínis ábendingum úti í bæ. Við beinum því þá bara til þingmannanna sjálfra.“ Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. „Ég veit ekkert um þetta mál formlega. Ég hef heyrt einhverja sögu um þetta en ég veit ekki hvort þetta er satt eða rétt eða rangt. Þetta eru upplýsingar þingmannsins sem hann veitir um sig,“ segir Helgi. „Ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst skrítið þá spyrjum við þingmennina en við erum ekkert að eltast við þetta að öðru leyti það verður bara að beinast að þingmönnunum sjálfum.“Þannig að þið treystið því að þingmenn segi satt og rétt frá í þessu ágripi? „Já við verðum að gera það og eins og ég segi ef það er eitthvað sérstakt þá kannski spyrjum við þá og leitum skýringa á upplýsingum.“ Ekki náðist í Önnu Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50