Laumaði hryðjuverkaplotti í glósubók keppinautar síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:50 Bræðurnir á góðri stund. Hinn handtekni er vinstra megin við miðju en krikketstjörnun má sjá hægra megin við stúlkuna í rauða kjólnum. Vísir/getty Bróðir ástralskrar krikketstjörnu hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa laumað fyrirætlunum um hryðjuverk í glósubók annars manns. Málið má rekja til handtöku sem ástralska lögreglan framkvæmdi í ágúst síðastliðnum. Þá hafði hún hendur í hári námsmanns frá Sri Lanka sem grunaður var um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Sönnunargögnin var að finna í glósubók hans þar sem finna mátti ráðabrugg um hvernig skyldi meðal annars sprengja upp óperuhúsið í Sydney og ráða þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, af dögum. Námsmaðurinn, hinn 25 ára gamli Kamer Nizamdeen, var vistaður í einangrun í rúman mánuð milli þess sem hann var yfirheyrður um meintar fyrirætlanir sínar. Hann var þó að lokum látinn laus í upphafi októbermánaðar eftir að lögreglumönnum mistókst að tengja rithönd hans við þá sem fannst í glósubókinni. Nizamdeen er nú fluttur aftur heim til Sri Lanka og segist ætla að leita réttar síns vegna málsins. Ætla má að ástralska ríkið þurfi að greiða skaðabætur vegna einangrunarvistarinnar sem námsmaðurinn var látinn sæta.Metnaðarfullir keppinautar Það var svo í dag sem ástralska lögreglan greindi frá því að fyrrnefndur krikketstjörnubróðir, Arsalan Khawaja, hafi játað að hafa falsað hryðjuverkaplottið. Hann er sagður hafa verið handtekinn í morgun en grunur um aðkomu hans að málinu er talinn hafa kviknað í nóvember, þegar hann var yfirheyrður eftir að Nizmadeen hafði verið látinn laus. Þrátt fyrir að ástralska lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hvers vegna talið er að Khawaja hafi laumað hryðjuverkaáformum í glósubókina segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að þeir Nizamdeen og Khawaja hafi verið „keppinautar“ á vinnustað sínum, háskólanum í Nýju Suður-Wales. Málið er nú til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum og munu þau ekki tjá sig frekar um málið af virðingu við fjölskyldu hins handtekna. Meðal fjölskyldumeðlima hans er bróðirinn Usman Khawaja, sem lýst er sem einni skærustu krikketstjörnu Ástrala. Hann mun næst munda kylfuna í landsleik gegn Indlandi á fimmtudaginn. Ástralía Eyjaálfa Indland Srí Lanka Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira
Bróðir ástralskrar krikketstjörnu hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa laumað fyrirætlunum um hryðjuverk í glósubók annars manns. Málið má rekja til handtöku sem ástralska lögreglan framkvæmdi í ágúst síðastliðnum. Þá hafði hún hendur í hári námsmanns frá Sri Lanka sem grunaður var um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Sönnunargögnin var að finna í glósubók hans þar sem finna mátti ráðabrugg um hvernig skyldi meðal annars sprengja upp óperuhúsið í Sydney og ráða þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, af dögum. Námsmaðurinn, hinn 25 ára gamli Kamer Nizamdeen, var vistaður í einangrun í rúman mánuð milli þess sem hann var yfirheyrður um meintar fyrirætlanir sínar. Hann var þó að lokum látinn laus í upphafi októbermánaðar eftir að lögreglumönnum mistókst að tengja rithönd hans við þá sem fannst í glósubókinni. Nizamdeen er nú fluttur aftur heim til Sri Lanka og segist ætla að leita réttar síns vegna málsins. Ætla má að ástralska ríkið þurfi að greiða skaðabætur vegna einangrunarvistarinnar sem námsmaðurinn var látinn sæta.Metnaðarfullir keppinautar Það var svo í dag sem ástralska lögreglan greindi frá því að fyrrnefndur krikketstjörnubróðir, Arsalan Khawaja, hafi játað að hafa falsað hryðjuverkaplottið. Hann er sagður hafa verið handtekinn í morgun en grunur um aðkomu hans að málinu er talinn hafa kviknað í nóvember, þegar hann var yfirheyrður eftir að Nizmadeen hafði verið látinn laus. Þrátt fyrir að ástralska lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hvers vegna talið er að Khawaja hafi laumað hryðjuverkaáformum í glósubókina segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að þeir Nizamdeen og Khawaja hafi verið „keppinautar“ á vinnustað sínum, háskólanum í Nýju Suður-Wales. Málið er nú til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum og munu þau ekki tjá sig frekar um málið af virðingu við fjölskyldu hins handtekna. Meðal fjölskyldumeðlima hans er bróðirinn Usman Khawaja, sem lýst er sem einni skærustu krikketstjörnu Ástrala. Hann mun næst munda kylfuna í landsleik gegn Indlandi á fimmtudaginn.
Ástralía Eyjaálfa Indland Srí Lanka Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Sjá meira