Áttu erindi í hraðbankann? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Víða er opið í fordyri bankanna svo að fólk geti hanterað hraðbankann þar í næði. Þangað fer ég stundum að taka út túkalla. En nú þegar ólífuuppskerutíminn er genginn í garð, hér í Alcalá í suðurhéruðum Spánar, koma þau líka að annars konar notum. Nú halda þar til farandverkamenn frá Afríku. Þeir fletja út pappakassa á gólfinu og sofa þar ofaná með teppahrúgu yfir sér. Árla dags fjölmenna þeir svo við rútustöðina en þangað koma jarðeigendur á jeppunum sínum og kippa þeim uppí. Enn er næturfrostið ekki farið að næða um en það er á næsta leiti. Þá verður nóttin vitaskuld nöpur í hraðbankanum og ófýsilegt að halda útá frosinn akurinn. Allt eru þetta ungir menn og margir hverjir óskiljanlega brosmildir. Einn þeirra sagði mér frá Ódysseifsför sinni þegar hann fór frá Senegal með fríðum hópi á slöngubát til Kanaríeyja. Var hann sjö daga á leiðinni og allar vistir og eldsneyti nánast uppurið þegar náðist í land. Enginn lést á leiðinni sem má teljast mikið lán sem margir hafa farið á mis við á leið sinni yfir Miðjarðarhafið síðustu mánuðina einsog allir vita. Hann segist vera búinn að greiða fyrir farið svo ég veit að það tók sinn tíma en ekki veit ég hvernig þær greiðslur fóru fram og hvaða glæpamaður fékk þær á endanum. Ekki veit ég heldur hvað ræður því að hér eru farandverkamennirnir frá löndum sunnan Sahara en í næsta þorpi koma þeir nánast allir frá Rúmeníu. Ekki veit ég heldur hvert þessir „bankabúar“ fara þegar uppskeru lýkur hér. En það versta af öllu er að í raun skil ég ekki hvað veldur því að erindi okkar í hraðbankann eru svona ólík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Víða er opið í fordyri bankanna svo að fólk geti hanterað hraðbankann þar í næði. Þangað fer ég stundum að taka út túkalla. En nú þegar ólífuuppskerutíminn er genginn í garð, hér í Alcalá í suðurhéruðum Spánar, koma þau líka að annars konar notum. Nú halda þar til farandverkamenn frá Afríku. Þeir fletja út pappakassa á gólfinu og sofa þar ofaná með teppahrúgu yfir sér. Árla dags fjölmenna þeir svo við rútustöðina en þangað koma jarðeigendur á jeppunum sínum og kippa þeim uppí. Enn er næturfrostið ekki farið að næða um en það er á næsta leiti. Þá verður nóttin vitaskuld nöpur í hraðbankanum og ófýsilegt að halda útá frosinn akurinn. Allt eru þetta ungir menn og margir hverjir óskiljanlega brosmildir. Einn þeirra sagði mér frá Ódysseifsför sinni þegar hann fór frá Senegal með fríðum hópi á slöngubát til Kanaríeyja. Var hann sjö daga á leiðinni og allar vistir og eldsneyti nánast uppurið þegar náðist í land. Enginn lést á leiðinni sem má teljast mikið lán sem margir hafa farið á mis við á leið sinni yfir Miðjarðarhafið síðustu mánuðina einsog allir vita. Hann segist vera búinn að greiða fyrir farið svo ég veit að það tók sinn tíma en ekki veit ég hvernig þær greiðslur fóru fram og hvaða glæpamaður fékk þær á endanum. Ekki veit ég heldur hvað ræður því að hér eru farandverkamennirnir frá löndum sunnan Sahara en í næsta þorpi koma þeir nánast allir frá Rúmeníu. Ekki veit ég heldur hvert þessir „bankabúar“ fara þegar uppskeru lýkur hér. En það versta af öllu er að í raun skil ég ekki hvað veldur því að erindi okkar í hraðbankann eru svona ólík.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar