Smith Jr tryggði Mavericks sigur þrátt fyrir brotna framtönn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. desember 2018 07:30 Tannlaus Smith Jr. bítur frá sér alveg eins og drekinn Tannlaus vísir/getty Dennis Smith Jr. lét brotna framtönn ekki trufla sig frá því að tryggja Dallas Mavericks sigurinn á Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld. Hægri framtönn Smith Jr. flaug nærri öll út úr munninum á honum seint í þriðja leikhluta þegar olnbogi Patrick Beverley small í andlitinu á honum í baráttu um lausan bolta. Smith settist á bekkinn í smá stund en snéri svo aftur í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í 114-110 sigri Mavericks. Í stöðunni 110-112 með 12 sekúndur á klukkunni varði Smith Jr. skot frá Tobias Harris, tók varnarfrákast nokkrum sekúndum síðar og sótti villu. Hann setti niður vítaskotin sín tvö og leiktíminn rann út. DeAndre Jordan fór mikinn í liði Mavericks, en þetta var hans fyrsti leikur gegn gömlu félögunum í Clippers. Jordan tók 23 fráköst, meira en helmingi meira en nokkur annar á vellinum, og skoraði 16 stig. Beverly gerði meira en losa menn við tennur í leiknum, hann kastaði bolta í stuðningsmann Clippers og var rekinn úr húsi fyrir það. Beverley segist hafa brugðist svona við því að stuðningsmaðurinn blótaði móður leikmannsins. „Ég sagði dómaranum og öryggisgæslunni frá þessu. Ég hef aldrei verið rekinn út úr húsi á ferlinum í NBA deildinni. Ég spila fast en innan reglanna. Ég er fullorðinn maður en ég hef mínar sannfæringar. Guð kemur fyrstur en fjölskyldan þar strax á eftir og ég stend á bak við það,“ sagði Beverley eftir leikinn.Dennis Smith Jr. stands strong defensively to secure the @dallasmavs W! #MFFLpic.twitter.com/dkKFdZthQ9 — NBA (@NBA) December 3, 2018 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers sinn þriðja sigur í röð þegar liðið rúllaði yfir Phoenix Suns 120-96. Rétt áður en flautað var til leiksloka fögnuðu Lakersmenn ógurlega þegar þýski nýliðinn Moritz Wagner skoraði sína fyrstu körfu í NBA deildinni. „Hann var að læra að hjóla. Þetta var það augnablik á hans ferli. Að sjálfsögðu erum við spenntir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. James skoraði 22 stig fyrir Lakers en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann líkt og Kyle Kuzma sem skoraði 23 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Los Angeles á flugi og hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum.The @Lakers go to 14-9 on the season behind strong performances from LeBron James (22 PTS, 8 AST, 6 REB) & Kyle Kuzma (23 PTS)! #LakeShowpic.twitter.com/5Qg9NFj5UG — NBA (@NBA) December 2, 2018Úrslit næturinnar: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 120-96 Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 109-119 Miami Heat - Utah Jazz 102-100 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 103-95 Dallas Mavericks - LA Clippers 114-110 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 131-118 NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Dennis Smith Jr. lét brotna framtönn ekki trufla sig frá því að tryggja Dallas Mavericks sigurinn á Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld. Hægri framtönn Smith Jr. flaug nærri öll út úr munninum á honum seint í þriðja leikhluta þegar olnbogi Patrick Beverley small í andlitinu á honum í baráttu um lausan bolta. Smith settist á bekkinn í smá stund en snéri svo aftur í fjórða leikhluta og átti stóran þátt í 114-110 sigri Mavericks. Í stöðunni 110-112 með 12 sekúndur á klukkunni varði Smith Jr. skot frá Tobias Harris, tók varnarfrákast nokkrum sekúndum síðar og sótti villu. Hann setti niður vítaskotin sín tvö og leiktíminn rann út. DeAndre Jordan fór mikinn í liði Mavericks, en þetta var hans fyrsti leikur gegn gömlu félögunum í Clippers. Jordan tók 23 fráköst, meira en helmingi meira en nokkur annar á vellinum, og skoraði 16 stig. Beverly gerði meira en losa menn við tennur í leiknum, hann kastaði bolta í stuðningsmann Clippers og var rekinn úr húsi fyrir það. Beverley segist hafa brugðist svona við því að stuðningsmaðurinn blótaði móður leikmannsins. „Ég sagði dómaranum og öryggisgæslunni frá þessu. Ég hef aldrei verið rekinn út úr húsi á ferlinum í NBA deildinni. Ég spila fast en innan reglanna. Ég er fullorðinn maður en ég hef mínar sannfæringar. Guð kemur fyrstur en fjölskyldan þar strax á eftir og ég stend á bak við það,“ sagði Beverley eftir leikinn.Dennis Smith Jr. stands strong defensively to secure the @dallasmavs W! #MFFLpic.twitter.com/dkKFdZthQ9 — NBA (@NBA) December 3, 2018 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers sinn þriðja sigur í röð þegar liðið rúllaði yfir Phoenix Suns 120-96. Rétt áður en flautað var til leiksloka fögnuðu Lakersmenn ógurlega þegar þýski nýliðinn Moritz Wagner skoraði sína fyrstu körfu í NBA deildinni. „Hann var að læra að hjóla. Þetta var það augnablik á hans ferli. Að sjálfsögðu erum við spenntir,“ sagði LeBron James eftir leikinn. James skoraði 22 stig fyrir Lakers en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann líkt og Kyle Kuzma sem skoraði 23 stig. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er Los Angeles á flugi og hefur unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum.The @Lakers go to 14-9 on the season behind strong performances from LeBron James (22 PTS, 8 AST, 6 REB) & Kyle Kuzma (23 PTS)! #LakeShowpic.twitter.com/5Qg9NFj5UG — NBA (@NBA) December 2, 2018Úrslit næturinnar: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 120-96 Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 109-119 Miami Heat - Utah Jazz 102-100 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 103-95 Dallas Mavericks - LA Clippers 114-110 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 131-118
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira