Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. desember 2018 20:22 Jón Ólafsson prófessor telur að virkja þurfi siðanefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða. Fréttablaðið/Anton Brink Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. Jón Ólafsson prófessor segir erfitt að fullyrða hversu mikil áhrif hneykslismál hafi á virðingu Alþingis til lengri tíma. „Það getur ekki haft góð áhrif. Það getur ekki verið eftirsóknarvert fyrir neinn, þannig að það skiptir auðvitað mjög miklu máli hvernig er síðan unnið úr því og hvort það er gert á trúverðugan hátt,“ segir Jón. Komið hefur fram að Forsætisnefnd mun taka Klaustursupptökurnar svokölluðu fyrir á mánudag. Nefndin sér um að vísa málum áfram til siðanefndar Alþingis en það hefur aldrei áður verið gert. Jón telur þetta kjörið tækifæri til þess að virkja nefndina í fyrsta sinn. „Reyndar þá finnst mér að það hefðu önnur mál fara til hennar fyrr, en Forsætisnefndin virðist hafa túlkað þetta svo þröngt að hún hefur ekki nýtt sér tækifærin til þess að virkja siðanefndina eða nýta hana og fjölga þeim kanölum sem er hægt að nota til þess að fjalla um mál.“ Jón telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. „Maður getur fundið nokkra staði í siðareglunum þar sem þetta [efni Klaustursupptakanna] myndi teljast brot á þeim. Eitt er bara þetta sem er kallað virðing Alþingis. Þarna er fólk að haga sér á þann hátt sem er í fullkomnu ósamræmi við þær væntingar sem við höfum til embættismanna og kjörinna fulltrúa.“ Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. Jón Ólafsson prófessor segir erfitt að fullyrða hversu mikil áhrif hneykslismál hafi á virðingu Alþingis til lengri tíma. „Það getur ekki haft góð áhrif. Það getur ekki verið eftirsóknarvert fyrir neinn, þannig að það skiptir auðvitað mjög miklu máli hvernig er síðan unnið úr því og hvort það er gert á trúverðugan hátt,“ segir Jón. Komið hefur fram að Forsætisnefnd mun taka Klaustursupptökurnar svokölluðu fyrir á mánudag. Nefndin sér um að vísa málum áfram til siðanefndar Alþingis en það hefur aldrei áður verið gert. Jón telur þetta kjörið tækifæri til þess að virkja nefndina í fyrsta sinn. „Reyndar þá finnst mér að það hefðu önnur mál fara til hennar fyrr, en Forsætisnefndin virðist hafa túlkað þetta svo þröngt að hún hefur ekki nýtt sér tækifærin til þess að virkja siðanefndina eða nýta hana og fjölga þeim kanölum sem er hægt að nota til þess að fjalla um mál.“ Jón telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. „Maður getur fundið nokkra staði í siðareglunum þar sem þetta [efni Klaustursupptakanna] myndi teljast brot á þeim. Eitt er bara þetta sem er kallað virðing Alþingis. Þarna er fólk að haga sér á þann hátt sem er í fullkomnu ósamræmi við þær væntingar sem við höfum til embættismanna og kjörinna fulltrúa.“
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39