Minni hætta á snjóflóðum þökk sé stöðugum veðurskilyrðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2018 17:26 Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða. Vísir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða, segir snjóinn sem kyngt hefur niður á Vestfjörðum vera nokkuð stöðugan og því minni hætta á snjóflóðum en ella. Eins og Vísir greindi frá féll snjóflóð á Flateyrarvegi á Hvilftarströnd í gær. Tveir bílar með samtals fimm farþega lentu í flóðinu, en farþegarnir sluppu allir ómeiddir úr flóðinu. „Þessi snjór sem hefur verið að koma undanfarna daga er kannski stöðugur miðað við hvað hann hefur þó verið mikill, og það er vegna þess að hann kemur á auða jörð. Hann hefur komið allur í svona svipuðu veðri, það er búin að vera svipuð vindátt allan tímann og svipaður vindstyrkur og þá er hann svona stöðugri heldur en ef það hefði verið mikill snjór fyrir. Þá hefðum við líklega verið farin að sjá fleiri flóð úti á vegi og svoleiðis“ Harpa segir að í veðri eins og því sem gengið hefur yfir að undanförnu væri dæmigert að sjá flóð í Súðavíkurhlíð en á því hefur ekki borið enn þá. Hún segir þó að lélegt skyggni til fjalla valdi því að ekki sé hægt að segja til með fullri vissu um hvort fleiri flóð hafi fallið á svæðinu. „Menn hafa verið að reyna að rýna í fjöll í dag. Við erum líka með sjálfvirka snjódýptarmæla sem við fylgjumst vel með, auk veðurmæla sem mæla úrkomu og vind. Við teljum ekki að það sé snjóflóðahætta í byggð en við fylgjumst vel með á snjóflóðavakt veðurstofunnar.“Óvissustig í Súðavík og ÓlafsfirðiAðspurð hvort hætta vofi yfir einhverjum landshlutum segir Harpa ekki svo vera en sagði þó óvissustig ríkja á tveimur stöðum á landinu. „Það er óvissustig í Súðavíkurhlíðinni en hún er opin, sem þýðir að það er einhver snjóflóðahætta til staðar og það sama gildir um Ólafsfjarðarveg fyrir norðan, þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu.“ Þá segir Harpa ástandið vera nokkuð stöðugt annars staðar á landinu, hvergi væri snjóflóðahætta í byggð.Ekki verið hægt að kanna stöðuna sökum veðursHarpa segir að fannferginu á Vestfjörðum myndi að öllum líkindum ljúka seint í kvöld eða nótt og veðrið á svæðinu yrði heldur skaplegra á morgun. Þá hefði snjóað talsvert á Austfjörðum, en sá snjór sem hefði fallið væri að mestu leyti stöðugur. „Það kom talsvert mikill snjór í vikunni en hann kom að hluta til sem rigning á láglendi þannig það er svolítill snjór til fjalla en lítill á láglendi, og snjórinn talinn frekar stöðugur.“ Harpa segir að þegar mikill snjór falli á stuttum tíma sé alltaf hætta á flóðum, þó hættan sé ekki talin mikil í byggð. Þó verði að hafa í huga að fari fólk til fjalla stuttu eftir mikla snjókomu, til að mynda á skíði eða sleða, sé hætta á því að flóð fari af stað af mannavöldum. Kanna þurfi aðstæður áður en fólk fari af stað. „Snjórinn getur þurft smá tíma til að setjast, við höfum ekki haft tækifæri út af veðri til að kanna stöðugleikann á snjónum og gera prófanir til að kanna hvort það sé möguleiki að fólk setji af stað flóð.“ Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 „Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða, segir snjóinn sem kyngt hefur niður á Vestfjörðum vera nokkuð stöðugan og því minni hætta á snjóflóðum en ella. Eins og Vísir greindi frá féll snjóflóð á Flateyrarvegi á Hvilftarströnd í gær. Tveir bílar með samtals fimm farþega lentu í flóðinu, en farþegarnir sluppu allir ómeiddir úr flóðinu. „Þessi snjór sem hefur verið að koma undanfarna daga er kannski stöðugur miðað við hvað hann hefur þó verið mikill, og það er vegna þess að hann kemur á auða jörð. Hann hefur komið allur í svona svipuðu veðri, það er búin að vera svipuð vindátt allan tímann og svipaður vindstyrkur og þá er hann svona stöðugri heldur en ef það hefði verið mikill snjór fyrir. Þá hefðum við líklega verið farin að sjá fleiri flóð úti á vegi og svoleiðis“ Harpa segir að í veðri eins og því sem gengið hefur yfir að undanförnu væri dæmigert að sjá flóð í Súðavíkurhlíð en á því hefur ekki borið enn þá. Hún segir þó að lélegt skyggni til fjalla valdi því að ekki sé hægt að segja til með fullri vissu um hvort fleiri flóð hafi fallið á svæðinu. „Menn hafa verið að reyna að rýna í fjöll í dag. Við erum líka með sjálfvirka snjódýptarmæla sem við fylgjumst vel með, auk veðurmæla sem mæla úrkomu og vind. Við teljum ekki að það sé snjóflóðahætta í byggð en við fylgjumst vel með á snjóflóðavakt veðurstofunnar.“Óvissustig í Súðavík og ÓlafsfirðiAðspurð hvort hætta vofi yfir einhverjum landshlutum segir Harpa ekki svo vera en sagði þó óvissustig ríkja á tveimur stöðum á landinu. „Það er óvissustig í Súðavíkurhlíðinni en hún er opin, sem þýðir að það er einhver snjóflóðahætta til staðar og það sama gildir um Ólafsfjarðarveg fyrir norðan, þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu.“ Þá segir Harpa ástandið vera nokkuð stöðugt annars staðar á landinu, hvergi væri snjóflóðahætta í byggð.Ekki verið hægt að kanna stöðuna sökum veðursHarpa segir að fannferginu á Vestfjörðum myndi að öllum líkindum ljúka seint í kvöld eða nótt og veðrið á svæðinu yrði heldur skaplegra á morgun. Þá hefði snjóað talsvert á Austfjörðum, en sá snjór sem hefði fallið væri að mestu leyti stöðugur. „Það kom talsvert mikill snjór í vikunni en hann kom að hluta til sem rigning á láglendi þannig það er svolítill snjór til fjalla en lítill á láglendi, og snjórinn talinn frekar stöðugur.“ Harpa segir að þegar mikill snjór falli á stuttum tíma sé alltaf hætta á flóðum, þó hættan sé ekki talin mikil í byggð. Þó verði að hafa í huga að fari fólk til fjalla stuttu eftir mikla snjókomu, til að mynda á skíði eða sleða, sé hætta á því að flóð fari af stað af mannavöldum. Kanna þurfi aðstæður áður en fólk fari af stað. „Snjórinn getur þurft smá tíma til að setjast, við höfum ekki haft tækifæri út af veðri til að kanna stöðugleikann á snjónum og gera prófanir til að kanna hvort það sé möguleiki að fólk setji af stað flóð.“
Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 „Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00
„Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Fjölskylda í bílnum sem snjóflóðið hreif með sér slapp á ótrúlegan hátt út úr flóðinu. Bílinn er mikið skemmdur 30. nóvember 2018 21:52