Ágóði af peningaþvætti yfirleitt gerður upptækur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. desember 2018 07:30 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjallað var um mál Júlíusar í Panama-skjölunum svokölluðu. Brot Júlíusar fólst í því að hafa árin 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum hjá UBS-banka á Ermarsundseyjunni Jersey andvirði 131 til 146 milljóna króna en um var að ræða tekjur sem komu til vegna viðskipta bílaumboðsins Ingvars Helgasonar á árunum 1982 til 1993 sem voru ekki taldar fram til skatts. Árið 2014 ráðstafaði Júlíus þessum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi og inn á reikning hjá bankanum Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar hans voru skráðir ákærði, eiginkona hans og börn. Fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, sem ákærði þvætti með þessum hætti, var á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Ágóði Júlíusar af brotinu er hins vegar ekki gerður upptækur eins og tíðkast í peningaþvættismálum, en hvorki var gerð krafa um kyrrsetningu fjármunanna meðan rannsókn stóð yfir, né upptöku þeirra með dómi. Fyrir tæpum mánuði féll einnig dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna peningaþvættis en fjárhæðin sem þar var um að ræða var um það bil fimmfalt lægri en í tilviki Júlíusar eða rúmar átta milljónir. Fékk dómfelldi í því máli, Hafþór Logi Hlynsson, 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir brotið auk þess sem ágóði brotsins var gerður upptækur; rúmlega tvær og hálf milljón í peningum ásamt vöxtum og verðbótum og Tesla-bifreið af 2014 árgerð. Sami saksóknari sótti þessi mál og sami dómari við héraðsdóm dæmdi. Á það ber þó að líta að Hafþór á langan sakaferil að baki og rauf skilorð með broti sínu. Að frátalinni upptöku ágóðans skýrir sakaferill og skilorðsrof Hafþórs muninn á þyngd refsingarinnar í þessum málum en dómurinn yfir Hafþóri er bæði tveimur mánuðum lengri og óskilorðsbundinn. Birtist í Fréttablaðinu Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjallað var um mál Júlíusar í Panama-skjölunum svokölluðu. Brot Júlíusar fólst í því að hafa árin 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum hjá UBS-banka á Ermarsundseyjunni Jersey andvirði 131 til 146 milljóna króna en um var að ræða tekjur sem komu til vegna viðskipta bílaumboðsins Ingvars Helgasonar á árunum 1982 til 1993 sem voru ekki taldar fram til skatts. Árið 2014 ráðstafaði Júlíus þessum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi og inn á reikning hjá bankanum Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar hans voru skráðir ákærði, eiginkona hans og börn. Fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, sem ákærði þvætti með þessum hætti, var á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Ágóði Júlíusar af brotinu er hins vegar ekki gerður upptækur eins og tíðkast í peningaþvættismálum, en hvorki var gerð krafa um kyrrsetningu fjármunanna meðan rannsókn stóð yfir, né upptöku þeirra með dómi. Fyrir tæpum mánuði féll einnig dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna peningaþvættis en fjárhæðin sem þar var um að ræða var um það bil fimmfalt lægri en í tilviki Júlíusar eða rúmar átta milljónir. Fékk dómfelldi í því máli, Hafþór Logi Hlynsson, 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir brotið auk þess sem ágóði brotsins var gerður upptækur; rúmlega tvær og hálf milljón í peningum ásamt vöxtum og verðbótum og Tesla-bifreið af 2014 árgerð. Sami saksóknari sótti þessi mál og sami dómari við héraðsdóm dæmdi. Á það ber þó að líta að Hafþór á langan sakaferil að baki og rauf skilorð með broti sínu. Að frátalinni upptöku ágóðans skýrir sakaferill og skilorðsrof Hafþórs muninn á þyngd refsingarinnar í þessum málum en dómurinn yfir Hafþóri er bæði tveimur mánuðum lengri og óskilorðsbundinn.
Birtist í Fréttablaðinu Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42
Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30