Veigra sér við að fara til læknis vegna fjárskorts Sveinn Arnarsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Margir virðast fresta læknisheimsóknum vegna þess að þeir hafi einfaldlega ekki efni á því. Fréttablaðið/Auðunn Fjörutíu prósent félagsmanna í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju hafa á síðustu tólf mánuðum frestað því eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Fjórðungur félagsmanna hefur hætt við að fara til læknis af sömu ástæðum. „Þetta eru nokkuð sláandi niðurstöður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju. Eining Iðja er stærsta stéttarfélagið á Norðurlandi. Félagssvæði þess er í Eyjafirði og liggur frá Fjallabyggð í vestri til Grýtubakkahrepps í austri. Í yfirstandandi kjaraviðræðum leggja verkalýðsfélög áherslu á að tryggja öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir félaga sína. Á síðasta þingi ASÍ var jafnframt samþykkt sú stefna að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og tryggja að allir hafi aðgang að öflugri heilsugæslu í heimabyggð og aðgang að lyfjum. Af niðurstöðum könnunar meðal félagsmanna sést marktækur munur á svörum eftir aldri. Yngra fólk er líklegra til að hafa ekki efni á læknisheimsóknum, að taka út lyf í apótekum eða að fara til tannlæknis. Ungt fólk á barneignaraldri frestar þessu marktækt oftar en aðrir. „Þetta er auðvitað innlegg í þær kjaraviðræður sem við erum í núna. Það er sláandi að sjá að fjórðungur félagsmanna okkar frestar því að fara til læknis og því er þetta eitt af þeim atriðum sem við verðum að tryggja félagsmönnum okkar í komandi kjaraviðræðum, það er aðgangur að heilbrigðisþjónustu,“ segir Björn. „Það kom okkur líka töluvert á óvart að sjá að unga fólkið á í hvað mestum erfiðleikum með þetta og virðist forgangsraða hlutunum á þennan hátt sem er auðvitað bagalegt.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stjórnvöld muni á valdatíma sínum draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Mynd/Getty Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Fjörutíu prósent félagsmanna í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju hafa á síðustu tólf mánuðum frestað því eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Fjórðungur félagsmanna hefur hætt við að fara til læknis af sömu ástæðum. „Þetta eru nokkuð sláandi niðurstöður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju. Eining Iðja er stærsta stéttarfélagið á Norðurlandi. Félagssvæði þess er í Eyjafirði og liggur frá Fjallabyggð í vestri til Grýtubakkahrepps í austri. Í yfirstandandi kjaraviðræðum leggja verkalýðsfélög áherslu á að tryggja öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir félaga sína. Á síðasta þingi ASÍ var jafnframt samþykkt sú stefna að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og tryggja að allir hafi aðgang að öflugri heilsugæslu í heimabyggð og aðgang að lyfjum. Af niðurstöðum könnunar meðal félagsmanna sést marktækur munur á svörum eftir aldri. Yngra fólk er líklegra til að hafa ekki efni á læknisheimsóknum, að taka út lyf í apótekum eða að fara til tannlæknis. Ungt fólk á barneignaraldri frestar þessu marktækt oftar en aðrir. „Þetta er auðvitað innlegg í þær kjaraviðræður sem við erum í núna. Það er sláandi að sjá að fjórðungur félagsmanna okkar frestar því að fara til læknis og því er þetta eitt af þeim atriðum sem við verðum að tryggja félagsmönnum okkar í komandi kjaraviðræðum, það er aðgangur að heilbrigðisþjónustu,“ segir Björn. „Það kom okkur líka töluvert á óvart að sjá að unga fólkið á í hvað mestum erfiðleikum með þetta og virðist forgangsraða hlutunum á þennan hátt sem er auðvitað bagalegt.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stjórnvöld muni á valdatíma sínum draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Mynd/Getty
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira