Stóru endurskoðunarfyrirtækin í Bretlandi horfa fram á hertari reglur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. desember 2018 08:45 KPMG er eitt af hinum stóru fjóru. vísir/getty Bresk samkeppnisyfirvöld leggja til mikla herðingu á þeim reglum er varða endurskoðunarfyrirtæki þar í landi. Í tveimur nýjum skýrslum, sem ætlað var að taka á samkeppnisvanda og hagsmunaárekstrum í greininni, má finna róttækar tillögur um herðingu á regluverkinu, að því er Financial Times greinir frá. Lagt er til að endurskoðunarfyrirtæki aðskilji endurskoðendur frá annarri starfsemi fyrirtækjanna, og að stórum skráðum fyrirtækjum í Bretlandi verði gert að kaupa þjónustu af tveimur endurskoðunarfyrirtækjum. Þá þurfi meira eftirlit með þeim stjórnendum fyrirtækja sem sjá um val á endurskoðendum en þeir eru til dæmis sagðir velja þá endurskoðendur sem „falla að fyrirtækjamenningunni“ frekar en þá sem vanda vinnubrögðin. Stærstu endurskoðunarfyrirtæki Bretlands hafa verið í sviðsljósinu eftir röð stórfelldra mistaka, til dæmis í tengslum við gjaldþrot breska verktakafyrirtækisins Carillion. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir versnandi gæði á endurskoðunum og hagsmunaárekstra. Stóru endurskoðunarfyrirtækin tóku vel í tillögurnar. „Það er ljóst að traust í garð atvinnugreinarinnar er ekki jafn mikið og það á að vera, og við styðjum breytingar sem auka gæði endurskoðana og viðhalda samkeppnishæfni greinarinnar í Bretlandi,“ sagði David Sproul, forstjóri Deloitte í Bretlandi. Þó hafa sumir meðeigendur lýst yfir áhyggjum yfir tillögunum, sér í lagi þeim sem mæla fyrir því að tvö endurskoðunarfyrirtæki þurfi fara yfir ársreikninga skráðra fyrirtækja. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bresk samkeppnisyfirvöld leggja til mikla herðingu á þeim reglum er varða endurskoðunarfyrirtæki þar í landi. Í tveimur nýjum skýrslum, sem ætlað var að taka á samkeppnisvanda og hagsmunaárekstrum í greininni, má finna róttækar tillögur um herðingu á regluverkinu, að því er Financial Times greinir frá. Lagt er til að endurskoðunarfyrirtæki aðskilji endurskoðendur frá annarri starfsemi fyrirtækjanna, og að stórum skráðum fyrirtækjum í Bretlandi verði gert að kaupa þjónustu af tveimur endurskoðunarfyrirtækjum. Þá þurfi meira eftirlit með þeim stjórnendum fyrirtækja sem sjá um val á endurskoðendum en þeir eru til dæmis sagðir velja þá endurskoðendur sem „falla að fyrirtækjamenningunni“ frekar en þá sem vanda vinnubrögðin. Stærstu endurskoðunarfyrirtæki Bretlands hafa verið í sviðsljósinu eftir röð stórfelldra mistaka, til dæmis í tengslum við gjaldþrot breska verktakafyrirtækisins Carillion. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir versnandi gæði á endurskoðunum og hagsmunaárekstra. Stóru endurskoðunarfyrirtækin tóku vel í tillögurnar. „Það er ljóst að traust í garð atvinnugreinarinnar er ekki jafn mikið og það á að vera, og við styðjum breytingar sem auka gæði endurskoðana og viðhalda samkeppnishæfni greinarinnar í Bretlandi,“ sagði David Sproul, forstjóri Deloitte í Bretlandi. Þó hafa sumir meðeigendur lýst yfir áhyggjum yfir tillögunum, sér í lagi þeim sem mæla fyrir því að tvö endurskoðunarfyrirtæki þurfi fara yfir ársreikninga skráðra fyrirtækja.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira