Loksins ný landgræðslulög Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Ný heildarlög um landgræðslu voru samþykkt á Alþingi í seinustu viku og marka tímamót. Þau leysa af hólmi löggjöf sem var orðin 53 ára gömul og margoft hafði verið reynt að endurskoða. Ánægjulegt er að breytingar hafi loksins náð í gegn. Í nýju lögunum er tryggð aukin vernd og sjálfbær nýting jarðvegs og gróðurs og endurheimt vistkerfa. Þetta er afar mikilvægt. Sjálfbær landnýting er leiðarstef í lögunum og til að stuðla að henni er kveðið á um reglulegt mat á ástandi lands og árangri landgræðslustarfsins, að sett skuli viðmið um sjálfbæra landnýtingu og að unnin skuli áætlun um úrbætur þar sem landnýting er ekki sjálfbær. Ákvörðun ítölu í beitiland skal nú taka mið af leiðbeiningum og viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu sem sett eru samkvæmt landgræðslulögum. Einnig er í nýju lögunum ákvæði um að sérstaka aðgát skuli sýna til að lágmarka rask á gróðri og jarðvegi og að leitast skuli við að bæta fyrir það með endurheimt sambærilegra vistkerfa.Aukin þátttaka almennings Verulegar breytingar hafa orðið á löggjöf og alþjóðasamningum á sviði umhverfismála síðan fyrri lögin voru sett árið 1965, ekki síst hvað varðar aðkomu og þátttöku almennings og er þeim nýju ætlað að mæta því. Ný lög um náttúruvernd, skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum hafa tekið gildi, auk þess sem Ísland hefur gerst aðili að alþjóðasamningum eins og Loftslagssáttmálanum, samningi um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og samningi um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Nýju lögin hafa að markmiði að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í landgræðslustarfinu. Þau kveða m.a. á um gerð landgræðsluáætlunar og svæðisáætlana sem unnar verða í víðtæku samráði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrstu lög um landgræðslu – sem þá hét sandgræðsla – voru sett árið 1907. Lögin sem nú hafa verið samþykkt marka vatnaskil í afar mikilvægum málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Ný heildarlög um landgræðslu voru samþykkt á Alþingi í seinustu viku og marka tímamót. Þau leysa af hólmi löggjöf sem var orðin 53 ára gömul og margoft hafði verið reynt að endurskoða. Ánægjulegt er að breytingar hafi loksins náð í gegn. Í nýju lögunum er tryggð aukin vernd og sjálfbær nýting jarðvegs og gróðurs og endurheimt vistkerfa. Þetta er afar mikilvægt. Sjálfbær landnýting er leiðarstef í lögunum og til að stuðla að henni er kveðið á um reglulegt mat á ástandi lands og árangri landgræðslustarfsins, að sett skuli viðmið um sjálfbæra landnýtingu og að unnin skuli áætlun um úrbætur þar sem landnýting er ekki sjálfbær. Ákvörðun ítölu í beitiland skal nú taka mið af leiðbeiningum og viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu sem sett eru samkvæmt landgræðslulögum. Einnig er í nýju lögunum ákvæði um að sérstaka aðgát skuli sýna til að lágmarka rask á gróðri og jarðvegi og að leitast skuli við að bæta fyrir það með endurheimt sambærilegra vistkerfa.Aukin þátttaka almennings Verulegar breytingar hafa orðið á löggjöf og alþjóðasamningum á sviði umhverfismála síðan fyrri lögin voru sett árið 1965, ekki síst hvað varðar aðkomu og þátttöku almennings og er þeim nýju ætlað að mæta því. Ný lög um náttúruvernd, skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum hafa tekið gildi, auk þess sem Ísland hefur gerst aðili að alþjóðasamningum eins og Loftslagssáttmálanum, samningi um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og samningi um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Nýju lögin hafa að markmiði að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í landgræðslustarfinu. Þau kveða m.a. á um gerð landgræðsluáætlunar og svæðisáætlana sem unnar verða í víðtæku samráði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrstu lög um landgræðslu – sem þá hét sandgræðsla – voru sett árið 1907. Lögin sem nú hafa verið samþykkt marka vatnaskil í afar mikilvægum málaflokki.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun