Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2018 12:07 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins (SGS). Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. Forsætisráðherra segir stjórnvöld aldrei hafa haft eins mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins á undanförnum árum og nú. Formenn átján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins funduðu á föstudag þar sem tekist var á um hvort vísa ætti kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins nú þegar til ríkissáttasemjara eða staldra við um sinn í viðræðunum við atvinnurekendur. Ellefu félög vildu láta reyna frekar á viðræður án aðildar ríkissáttasemjara en sjö félög, þeirra á meðal fjölmennasta félagið Efling, vildu vísa málinu til ríkissáttasemjara. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að á samninganefndarfundi á þriðjudag hafi verið ákveðið að formenn færu með þessa ákvörðun til félaga sinna og þetta hafi síðan orðið niðurstaðan. Það eigi svo eftir að koma í ljós hvort þetta verði til þess að skilji með aðildarfélögum við samningaborðið og einhver félög afturkalli veitingu samningsumboðs til Starfsgreinasambandsins. „Það eru deildar meiningar. Það kom mjög vel fram á fundinum að menn voru ekki alveg samtaka í þessu. Þannig að auðvitað ræða menn við sín baklönd um hvað þeim finnst eðlilegt að gera,” segir Björn. Kjarasamningar renna formlega út um áramót en það gerist sjaldan að nýir samningar taki við um leið og eldri samningar renna út. „Það eru viðræður í gangi við Samtök atvinnulífsins. Við ætlum að funda næst á fimmtudaginn og svo er spurning að halda áfram strax eftir áramótin. Við formenn innan Starfsgreinasambandsins munum einnig hittast eftir áramótin og skoða stöðuna upp á nýtt,” segir Björn. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness, sakað stjórnvöld um skeytingarleysi í tengslum við kjarasamninga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði þessu á bug í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Það hafi aldrei á undanförnum árum verið haft eins mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og undanfarið ár. Fundað verði með þessum aðilum á morgun. Margar nýlegar aðgerðir stjórnvalda eigi rætur í þessum samtölum við aðila vinnumarkaðarins. „Ég get nefnt að við hækkuðum atvinnuleysisbætur og greiðslur úr ábyrgðasjóði launa núna á vormánuðum. Sem skiptir máli þegar við sjáum fjöldauppsagnir eins og nú í vikunni. Þetta skiptir gríðarlegu máli þegar þannig áföll ber að garði. Þetta var risabaráttumál einmitt frá verkalýðshreyfingunni þótt það hafi verið í tíð fyrri forystu. Á þessu ári lögðum við niður hið margfræga kjararáð. Við erum að fara yfir í hið norræna kerfi þegar kemur að því að ákvarða laun æðstu embættismanna. Sem þýðir að laun þeirra muni hreinlega fylgja launaþróun á hinum opinbera vinnumarkaði. Það verða ekki afturvirkir úrskurðir í stökkum heldur mun þetta fylgja almennri launaþróun á opinberum markaði,” sagði Katrín. Þá væri verið að auka framlög í barnabótakerfið þannig að þeim fjölgi um 2.200 sem rétt eigi á barnabótum. Þá væri verið að lækka tryggingagjaldið sem skipti lítil og meðalstór fyrirtæki miklu máli. Kjaramál Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. Forsætisráðherra segir stjórnvöld aldrei hafa haft eins mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins á undanförnum árum og nú. Formenn átján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins funduðu á föstudag þar sem tekist var á um hvort vísa ætti kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins nú þegar til ríkissáttasemjara eða staldra við um sinn í viðræðunum við atvinnurekendur. Ellefu félög vildu láta reyna frekar á viðræður án aðildar ríkissáttasemjara en sjö félög, þeirra á meðal fjölmennasta félagið Efling, vildu vísa málinu til ríkissáttasemjara. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að á samninganefndarfundi á þriðjudag hafi verið ákveðið að formenn færu með þessa ákvörðun til félaga sinna og þetta hafi síðan orðið niðurstaðan. Það eigi svo eftir að koma í ljós hvort þetta verði til þess að skilji með aðildarfélögum við samningaborðið og einhver félög afturkalli veitingu samningsumboðs til Starfsgreinasambandsins. „Það eru deildar meiningar. Það kom mjög vel fram á fundinum að menn voru ekki alveg samtaka í þessu. Þannig að auðvitað ræða menn við sín baklönd um hvað þeim finnst eðlilegt að gera,” segir Björn. Kjarasamningar renna formlega út um áramót en það gerist sjaldan að nýir samningar taki við um leið og eldri samningar renna út. „Það eru viðræður í gangi við Samtök atvinnulífsins. Við ætlum að funda næst á fimmtudaginn og svo er spurning að halda áfram strax eftir áramótin. Við formenn innan Starfsgreinasambandsins munum einnig hittast eftir áramótin og skoða stöðuna upp á nýtt,” segir Björn. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness, sakað stjórnvöld um skeytingarleysi í tengslum við kjarasamninga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði þessu á bug í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Það hafi aldrei á undanförnum árum verið haft eins mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og undanfarið ár. Fundað verði með þessum aðilum á morgun. Margar nýlegar aðgerðir stjórnvalda eigi rætur í þessum samtölum við aðila vinnumarkaðarins. „Ég get nefnt að við hækkuðum atvinnuleysisbætur og greiðslur úr ábyrgðasjóði launa núna á vormánuðum. Sem skiptir máli þegar við sjáum fjöldauppsagnir eins og nú í vikunni. Þetta skiptir gríðarlegu máli þegar þannig áföll ber að garði. Þetta var risabaráttumál einmitt frá verkalýðshreyfingunni þótt það hafi verið í tíð fyrri forystu. Á þessu ári lögðum við niður hið margfræga kjararáð. Við erum að fara yfir í hið norræna kerfi þegar kemur að því að ákvarða laun æðstu embættismanna. Sem þýðir að laun þeirra muni hreinlega fylgja launaþróun á hinum opinbera vinnumarkaði. Það verða ekki afturvirkir úrskurðir í stökkum heldur mun þetta fylgja almennri launaþróun á opinberum markaði,” sagði Katrín. Þá væri verið að auka framlög í barnabótakerfið þannig að þeim fjölgi um 2.200 sem rétt eigi á barnabótum. Þá væri verið að lækka tryggingagjaldið sem skipti lítil og meðalstór fyrirtæki miklu máli.
Kjaramál Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30
Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00
Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34