Nýsköpun og tækniþróun Bryndís Haraldsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:00 Mikilvægi nýsköpunar til aukinnar velferðar í samfélögum er löngu orðin viðurkennd staðreynd. Framlag nýsköpunar er ekki eingöngu mælt út frá auknum hagvexti eða samkeppnishæfni heldur einnig sem aukin félagsleg velferð. Hér á landi hafa komið upp öflug fyrirtæki og sprotar sem nýtt hafa sér þann stuðning og þá innviði sem í boði eru hér á landi. Hins vegar er hægt að gera enn betur og það erum við að gera og munum halda áfram að gera.Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Nýverið samþykkti Alþingi aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Allar umsagnir sem bárust þinginu við umfjöllun málsins voru jákvæðar og hvatt var eindregið til þess að málið yrði samþykkt. Mikil samstaða var líka um málið í þinginu og var frumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.Mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag Nýsköpun dagsins í dag framleiðir hagvöxt komandi ára. Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf og mikilvægt er að svo verði áfram. Það háir okkur þó enn að stoðir atvinnulífsins eru of fáar þó þeim hafi fjölgað. Leggja þarf ríka áherslu á hátækni-, upplýsinga- og upplifunariðnað og aðrar greinar sem ekki ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir. Þróun á sviði líftækni er spennandi, sérstaklega í tengslum við hefðbundnar greinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Í auðlindaatvinnugreinunum þarf líka að stunda nýsköpun sem felur í sér betri nýtingu á auðlindum og sjálfbærari vöxt. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld standi að baki nýsköpunarfyrirtækjum og búi þeim hagfelld starfsskilyrði og styðji þannig við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum. Þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að börnin starfi í framtíðinni við eitthvað sem ekki er til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er tilbúin í það verkefni og ég vænti þess að þingheimur allur styðji slíkar framfarir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi nýsköpunar til aukinnar velferðar í samfélögum er löngu orðin viðurkennd staðreynd. Framlag nýsköpunar er ekki eingöngu mælt út frá auknum hagvexti eða samkeppnishæfni heldur einnig sem aukin félagsleg velferð. Hér á landi hafa komið upp öflug fyrirtæki og sprotar sem nýtt hafa sér þann stuðning og þá innviði sem í boði eru hér á landi. Hins vegar er hægt að gera enn betur og það erum við að gera og munum halda áfram að gera.Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Nýverið samþykkti Alþingi aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Allar umsagnir sem bárust þinginu við umfjöllun málsins voru jákvæðar og hvatt var eindregið til þess að málið yrði samþykkt. Mikil samstaða var líka um málið í þinginu og var frumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.Mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag Nýsköpun dagsins í dag framleiðir hagvöxt komandi ára. Á Íslandi þrífst öflugt atvinnulíf og mikilvægt er að svo verði áfram. Það háir okkur þó enn að stoðir atvinnulífsins eru of fáar þó þeim hafi fjölgað. Leggja þarf ríka áherslu á hátækni-, upplýsinga- og upplifunariðnað og aðrar greinar sem ekki ganga á takmarkaðar náttúruauðlindir. Þróun á sviði líftækni er spennandi, sérstaklega í tengslum við hefðbundnar greinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Í auðlindaatvinnugreinunum þarf líka að stunda nýsköpun sem felur í sér betri nýtingu á auðlindum og sjálfbærari vöxt. Einmitt þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld standi að baki nýsköpunarfyrirtækjum og búi þeim hagfelld starfsskilyrði og styðji þannig við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Tækniframfarir upplýsingaaldarinnar Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum. Þetta eru fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að börnin starfi í framtíðinni við eitthvað sem ekki er til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf munu valda miklum þjóðfélagsbreytingum á næstu áratugum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er tilbúin í það verkefni og ég vænti þess að þingheimur allur styðji slíkar framfarir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar